Heimilispósturinn - 16.08.1951, Page 9

Heimilispósturinn - 16.08.1951, Page 9
t hameðstrúarmenn telja árið byrja með vorjafndægrum (21. marz). — Með tímatali Gre- goríusar páfa (1582) var ákveð- ið, að árið skyldi hef jast 1. jan- úar, og hafa allar Evrópuþjóðir og þjóðir þær, er byggja lönd, sem Evrópumenn hafa numið, fallizt á það smám saman (nýi stíll, lögtekinn um 1700 á Norðurlöndum, 1752 í Bretlandi, en í Rússlandi ekki fyrr en á þessari öld). — Fyrir nýja stíl var víða ruglingur á upphafi ársins, og verður oft að beita varúð við ársetningar á þeim öldum. 6. janúar. Þrettándi dagur jóla, Þrettándinn. Þessi dagur er í kaþólskum sið kallaður Epífanía (af grísku orði, sem merkir: leiða í ljós, opinbera). Á þeim degi birtist fæðingar- stjarna Jesú vitringunum frá Austurlöndum, og þeir komu til Jerúsalem og færðu honum gjafir. Fyrir því er þessi dagur á sumum tungum kenndur við vitringana (da.: Hellig tre kongers dag). Var talið, að Jes- ús hefði þá birt heiðingjum dýrð sína. Það var forn siður að skíra börn á þrettándanum (einnig á páskum og hvíta- sunnu) öðrum dögum fremur. — Á fyrstu öldum kristninnar var 6. janúar víða í kristnum löndum mikil hátíð í minningu um skírn Krists í Jórdan, þ. e. um endurfæðingu hans í skírn- inni fyrir heilagan anda; var þá enn ekki komin helgi á fæð- ingardag Krists, þegar hann fæddist „í holdinu". Var þá sið- ur að blessa uppsprettur og ár kvöldinu áður, taka hið vígða vatn í ílát og geyma allt árið HEIMILISPÖSTURINN til skírnar. og hreinsunar. Ura þessa hátíð urðu nokkrar deilur innan kirkjunnar. — Þrettánd- inn var tekinn af hér á landi sem helgidagur árið 1770. 7. janúar. Eldbjargarmessa. Þá skyldi slökkva jólaeldinn og jólagestir ríða úr garði. Á Þela- mörk í Noregi var þessi dagur haldinn helgur til þess að fagna sólu. Þessi dagur er og helgaður Knúti lávarði, syni Eiríks ey- góða Danakonungs, er var veg- inn þann dag árið 1131. — Eftir veðri á Knútsdag átti að viðra eftir vertíð á vorin. 10. janúar. Páll einbúi. Á 4. öld. Talinn stundum hinn fyrsti einsetumaður. Af honum er saga í íslenzkri skinnbók. 11. janúar. Brettívumessa var haldin í Noregi og hér á landi áður fyrr. Hún mun hafa verið írsk (Brictiva), og af henni dregið nafnið Broteva, sem fyrrum var tíðkanlegt, en er nú að hverfa eða horfið. 13. janúar. Geisladagur. Hans er getið í Kristinrétti hinum forna, í Sturlungu og Lárentíusögu og víða í forn- bréfum. Uppruni nafnsins er ó- viss. Benda má á, að dagurinn er helgaður frakkneskum dýr- lingi, Hilariusi biskupi, en hila- rius merkir glaður, kátur; helg- ir menn voru og kallaðir geislar. 15. janúar. Márus. Márus ábóti var uppi á 6. öld. Saga um hann er til í íslenzkri skinnbók. 17. janúar. Antóntusmessa. Heilagur Antóníus var egypzk- 7

x

Heimilispósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.