Heimilispósturinn - 16.08.1951, Blaðsíða 10

Heimilispósturinn - 16.08.1951, Blaðsíða 10
r ur, uppi á 4. öld, og telja flestir hann fyrstan einsetumann. Af honum er saga í íslenzkri skinn- bók. 20. janúar. Brœöramessa. Hún er haldin í minningu Fabíanusar og Sebastíanusar, rómverskra manna. Þeir voru ekki bræður og áttu ekkert skylt saman annað en það, að þeir liðu báðir píslarvætti þennan dag, Fabíanus árið 250, en Sebastíanus árið 302. Fabíanus var biskup í Róm, en Sebastí- anus hershöfðingi. Um hann er saga í íslenzkri skinnbók. 21. janúar. Agnesarmessa. Agnes var rómversk og stung- in til bana þennan dag árið 306 af því, að hún vildi ekki eiga heiðinn mann. Um hana og písl- arvætti hennar er kvæði á ís- lenzku, Agnesar diktur. Saga hennar var þýdd á íslenzku, og eru enn varðveitt brot af sög- unni. Á messudag Agnesar voru tvö hvít lömb færð frá Agnesar- klaustri til Péturskirkju í Róm. Voru unnin bönd af ull þeirra, og voru þau kölluð pallía (fleir- tala) og lögð yfir biskupa, þeg- ar þeir voru vígðir. Er víða minnzt á pallíum 1 íslenzkum heimilum. 25. janúar. Pálsmessa. Hún er haldin í minningu þess, að Páll postuli snerist til trúar á Krist, sbr. Postulasöguna, 9. kap. — Pálsmessa var mikill merkisdagur hér á landi. Af henni mátti margt ráða um veðurfar: Ef heiðbjart er og himinn klár á helga Pálusmessu, mun þá verða mjög gott ár, mark skal taka á þessu. En ef þoka Óðins kvon á þeim degi byrgir, fjármissi og fellisvon forsjáll bóndinn syrgir. Falli snjór, en drjúpi dögg, dult skal ei hvað þýðir: Hefur þjóðin haldið glögg harðdrægar ársins tíðir. En ef sterkleg stormahríð styrjöld gerir bjóða, halda menn það merki stríð meðal heimsins þjóða. ■S HEIMILISPÓSTURINN

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.