Heimilispósturinn - 16.08.1951, Blaðsíða 11
GEORGE W. HEINOLD:
Tálbeita.
Veiðimannasaga.
EG var á silungsveiðum. En
allan morguninn hafði ég
verið að vaða yfir glerhálar
klappirnar, kastað flugu og ekki
orðið var. Ég hallaði mér,
þreyttur og fúll, fram á hand-
riðið á fornfálegri brú. Ég hafði
farið niður með ánni og var nú
kominn þangað, sem gæta tók
sjávarfalla. Það var talið von-
laust að reyna neðar.
Gamall og hávær bílskrjóður
var þarna á ferð, og ekillinn,
gráskeggjaður öldungur, stöðv-
aði forngripinn.
„Veitt nokkuð, lagsi?“ spurði
hann.
,,Nei,“ svaraði ég. ,,Ekki orð-
ið Var.“
Sveitamaðurinn leit á mig
glettnum og bláum augum. ,,Ég
skal segja þér, lagsmaður,“
sagði hann, „að nú orðið kann
enginn að veiða í þessari
sprænu. Biddu fyrir þér, hann
er hér í torfum. Dolpungar,
þetta tveggja—þriggja punda.“
„Nú ertu að gera gys að mér,“
sagði ég.
„Ég held nú síður,“ hreytti
hann út úr sér. „Það er gallinn
á ykkur, græningjunum. Þið
haldið, að allir séu að draga
dár að ykkur. Ég hef sagt mörg-
um þínum líkum, hvernig eigi
að veiða silung hérna í ánni,
en ég veit ekki til, að neinn hafi
farið eftir því.“
„Segðu mér, hvernig maður
fer að því,“ svaraði ég til þess
að gera honum til geðs.
„Sjálfsagt," sagði hann með
ákefð. „Fyrst skaltu halda niður
með ánni, svo sem mílu, þegar
farið er að falla að —“
„Nei, bíddu nú við,“ greip ég
fram í, „þar er saltur sjór. Þar
er enginn silungur.“
„Einmitt það!“ sagði kallinn
og rauk upp og pataði vísifingr-
inum framan í mig. „Hlustaðu
á mig, drengur minn. Þú verð-
ur aldrei var þarna neðra, ef þú
rásar fram og aftur, berjandi
ána með flugu og maðki. Sil-
ungarnir éta ekki nema með að-
falli, og ætið flyzt til, eftir því
sem hækkar í ánni. Og þá er
ekki annað en að finna, hvar
þeir eru í ætinu, og ná þeim án
þess að styggja þá.“
„En hvernig geturðu fundið
þá?“ spurði ég, því að ég var
orðinn forvitinn.
„Afi gamli sagði mér, hvernig
á að fara að,“ sagði hann og
hló við. „En ef ég segi þér nú
frá því?“ spurði hann tortrygg-
inn, „ætlarðu þá að hlæja, eins.
og hinir, og segja: Það var
og?“
„Nei,“ lofaði ég. „Eg skal
ekki hlæja.“
„Jæja, viltu þá lofa mér að
reyna það?“
Ég lofaði, og kallinn varð
ungir menn að vera,“ sagði
ákaflega feginn. „Svona eiga
HEIMILISPÖSTURINN
9