Heimilispósturinn - 16.08.1951, Blaðsíða 12
liann og brosti út undir eyru.
„Komdu heim með mér. Ég skal
segja þér það á leiðinni.“
Meðan hann var að segja
mér frá leyndarmálinu, varð
mér æ ljósara, að þetta var
mesti lygalaupur.
Það virtist svo sem gömlu
veiðiklærnar gerðu ekki annað
en að fleygja bambusstöngum,
sex eða átta feta löngum, út í
ána og láta þær berast upp eft-
ir henni með aðfallinu. Við
hverja stöng var fest svo sem
tíu feta færisspotti með beitt-
um öngli. Fyrr eða síðar mundi
beituna reka yfir torfuna, og þá
mundi silungurinn taka. Og þeg-
ar fallið væri að, róa veiðimenn-
irnir upp ána og hirða steng-
umar og veiðina.
„Það er meinið,“ sagði ég, „að
ég hef engar tilfæringar til
þess.“
„Settu það ekki fyrir þig,
drengur minn,“ sagði gamli
maðurinn. „Ég hef að minnsta
kosti tólf stengur í bezta lagi.“
„En ég hef enga beitu.“
,,Þú þarft ekki annað en að
taka skóflu og fara í fjóshaug-
inn. Þú getur líka fundið þar
ílát.“
Þegar hann hafði ekið mér
aftur að bílnum mínum, gaf
hann mér þessi heilræði að
skilnaði: „Kastaðu stöngunum
frá bátabryggjunni, einni í
einu á tveggja—þriggja mín-
útna fresti, og _hafðu augun á
þeim þangað til um háflóð. Þá
skaltu taka bátinn, sem er
bundinn þar rétt hjá, og vitja
um þær. Og láttu mig vita,
hvernig gekk, þegar þú skilar
dótinu.“
Skömmu síðar stóð ég á
hryggjunni og horfði á aðfallið.
Ég leit nokkrum sinnum laumu-
lega í kring um mig til þess
að aðgæta, hvort nokkur horfði
á, því að mér var innanbrjósts
eins og prófasti, sem hefur ver-
ið boðið upp í negradans.
Ég einsetti mér að brjóta eitt
boðorðið: ég ætlaði ekki að hafa
öngul á stöngunum, heldur ætl-
aði ég að binda maðkinn á fær-
ið. Ef ég sæi stengurnar hoss-
ast (og ég var lítið trúaður á
það), ætlaði ég að læðast í færi
og nota veiðistöngina. Ég var
ekki heldur viss um, að þessi
óvenjulega veiðiaðferð væri lög-
um samkvæm, en þar sem ég
hafði engan öngul á færunum,
var í mesta lagi hægt að draga
mig fyrir geðveikralækni.
Eg fleygði þrem stöngum í
ána, sem var þarna um 35 feta
breið. Ég faldi hinar, sem ég
notaði ekki, og gekk upp með
ánni og hafði gát á stöngunum,
sem flutu hægt upp eftir. Þeg-
ar fremsta stöngin kom að
krappri bugðu á ánni, fór hún
að hossast ákaflega.
„Líkast til áll að fikta við
hana,“ sagði ég við sjálfan mig,
því að ég var staðráðinn í því
að gera mér ekki neinar gyll-
ingar. En ég hafði stöngina til
taks, því að alltaf lifir vonin.
Ég læddist varlega að bugð-
unni, faldi mig bak við stóran
stein og kastaði. Ég lét öngul-
inn renna nærri því til botns, —
þá tók stór fiskur. Stöngin
bognaði samstundis í keng, og
færið skarst í gegn um vatnið
eins og hnífur. Og upp frá
þessu var þetta fremur eins og
reipdráttur við hákarl heldur
en viðureign við silung, því að
þessi var sterkur og ákveðinn.
En ég kom honum að lok-
10
HEIMILISPÓSTURINX