Heimilispósturinn - 16.08.1951, Qupperneq 13

Heimilispósturinn - 16.08.1951, Qupperneq 13
um á þurrt. Ég lagðist á hnéð hjá honum og var furðu lostinn. Þetta var ósvikinn urriði, 18 þumlunga langur. „Þessir gömlu sveitakarlar,“ tautaði ég með sárri iðrun, „þeir vita sínu viti.“ Þrátt fyrir þetta þorði ég ekki að vonast eftir öðrum, en þó setti ég þrjár stengur á flot til viðbótar. Og á næsta klukku- tímanum veiddi ég fimm ljóm- andi faílega silunga, með því að nota allar stengurnar. Þeir voru þetta 16 til 19 þumlungar. Þeg- ar mál var komið að hætta, — og þetta hafði verið fyrirtaks dagsverk, — sótti ég stengurn- ar á bátnum. Þegar ég vafði færunum upp á þær með mestu natni, var ég að hugsa um það, hvað mikið ég ætti að þakka eigandanum, þessum væna og vitra öldungi. Hvernig átti ég að þakka honum ? Hvernig bæta fyrir efasemdir mínar? Hann sat í hlöðugáttinni, þegar ég kom aftur. „Líttu á!“ kallaði ég glaðlega og opnaði pokann og sýndi hon- um veiðina. „Þessi aðferð þín er sannarlega ekki ónýt!“ Hann einblíndi lengi á silung- inn, líkt og maður, sem trúir ekki augum sínum. Að lokum klóraði hann sér í höfðinu. „Hvert þó í —“ sagði hann. „Þetta er þá hægt. Þetta var rétt hjá afa!“ „Ætlarðu að segja mér,“ spurði ég, „að þú hafir aldrei reynt þetta sjálfur ?“ Gamli maðurinn gaut aug- anu kindarlega til veiðinnar, andvarpaði og hristi höfuðið. „O—nei,“ sagði hann. „Afi gamli var vanur að segja þess- ar rosasögur um silungsveiði, Sundbolir úr ,,pique“-efni eru nú mjög í tízku, og hér sjáið þið Janet Winters, unga stúlku frá Florida, i eirium slíkum bol. að ég var ekki hárviss um, að þetta reyndist rétt. En ætli ég reyni ekki sjálfur á morgun.“ 'k HEIMILISPÖSTURINN 11

x

Heimilispósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.