Heimilispósturinn - 16.08.1951, Page 14

Heimilispósturinn - 16.08.1951, Page 14
DANIEL P. MANNIX: Blóðhundar. Blóðhundar eru meinlausustu dýr, en öllum hxmdum snjallari að finna slóð. RAY OLSON var grunaður um barnsrán. Flokkur manna hafði veitt honum eftir- för að afskekktu bjálkahúsi nálægt Cable í Wisconsin. Tveir lögreglumenn gengu varlega upp að húsinu, en Olson skaut þá báða, hrifsaði byssurnar af þeim og hvarf í skóginn. Eng- inn þorði á eftir honum. Þá sagði lögreglustjórinn: ,,Náið þið í Georg Brooks og blóðhund- ana hans.“ Brooks er horaður, alvöru- gefinn maður, sem á heima í La Crosse; hann er einn af fá- um, sem enn kunna þá fornu og undarlegu list að beita blóðhundum. Á síðustu 15 ár- um hefur verið leitað til hans meira en 2000 sinnum. Hund- arnir hans hafa haft uppi á manndrápurum, týndum börn- um, geðveiku fólki og mönnum, sem hafa villzt í óbyggðum. Eltingaleikurinn við Olson var eitt erfiðasta viðfangsefni, sem Brooks hefur fengið. „Til þess að koma blóðhundunum á spor,“ segir hann, „verður þú að vita, hvar maðurinn gekk, eða hafa eitthvað, sem hann hefur handleikið, og láta hund- ana þefa af því. Þegar ég kom til Cable, voru áreiðanlega þúsund menn búnir að spígspora 12 kring um lík lögreglumannanna. Þar var ekkert að þefa af, ekk- ert, sem ég gat verið viss um að Olson hefði handleikið. Ég fór því með hundana hálfa mílu frá húsinu og lét þá fara í stóran sveig. Þeir fundu lykt og litu spyrjandi upp til mín. Ég sagði: Þarna var maðurinn í og þeir héldu af stað. 1 3 daga fór ég eftir sporinu og 175 menn með mér. Við komum að rjúkandi kofarústum. Olson hafði brennt alla gististaði sína til þess að vera viss um, að hvergi væri þefur af honum. En hundarnir gengu hringinn í kring um rústirnar og þefuðu sporin uppi hinu megin.“ Þá leitaði Olson fylgsnis í fenjalandi; þar voru mörg vötn og fjöldi smáhólmá. Hann vissi, að þefinn festir ekki á vatni, bjó sér því til fleka og ferðað- ist svo mílum skipti á þeim um vötn og ósa. En hann varð fyrr eða síðar að lenda, og hundarn- ir fundu alltaf sporið. Eftir tvær vikur stytti Olson sér leið um þurrlendi, og Brooks réð það af stefnu hundanna, að hann myndi ætla til stöðuvatns eins langt í burtu. Flokkur manna var sendur þangað í bif- reið. Þegar þeir komu að vatn- inu, sáu þeir Olson hlaupandi HEIMILISPÓSTURINN

x

Heimilispósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.