Heimilispósturinn - 16.08.1951, Síða 15

Heimilispósturinn - 16.08.1951, Síða 15
niður að báti. Hann var um- svifalaust skotinn. Georg Brooks hugsar ekki um neitt annað en hundana sína. Hann lítur aldrei í blað eða bók og hefur aldrei séð tal- mynd. Til þess að geta fylgt hundunum eftir, verður hann að efla þolið og gæta hófs í matar- æði. Hann er á sextugsaldri. Á æskuárum tamdi hann veiði- hunda, en fór svo að ala blóð- hunda. „Það er hægt að beita þeim allt árið,, og þegar þú hef- ur séð þessa stóru hunda einu sinni rekja spor, muntu gleyma allri annarri veiði,“ segir hann. Georg hafði ætlað að verða lyfjasveinn, en hann varð fé- laus í skólanum og fékk vinnu í matstofu í La Crosse. Það eru 25 ár síðan, og hann er þar enn. Þegar hann er kvaddur út með hundana, — það er venjulega þrisvar—f jórum sinnum á viku, — er hann frá vinnu nokkrar klukkustundir, stundum nokkra daga. Húsbóndi hans segir: „Georg lætur aldrei greiða gjald fyrir hundana sína. Þeir hafa gert gríðarmikið gagn, og ef hann má missa tíma og fjár- muni, býst ég við, að ég megi missa hann.“ Fyrsti hundur Georgs, Lady, var ekki nema 4 mánaða, þegar hann fékk hana frá Englandi árið 1932. Hann var varla bú- inn að koma hvolpinum fyrir, þegar lögreglustjórinn í borg- inni kom til hans. „Ég var að frétta, að þú sért nýbúinn að fá blóðhund,“ sagði hann. „Komdu með hann. Þrír menn rændu banka í Mindoro. Við skutum einn gegnum framrúðuna í bíln- um þeirra. Hinir komust í skóg- inn.“ Georg reyndi að gera honum skiljanlegt, að Lady væri ekki nema hvolpur, óþjálfuð og þreytt eftir langa ferð. „Ég kveð þig upp með hund- inn,“ sagði lögreglustjórinn. „Komdu eftir klukkutíma.“ Klukkustundu síðar kom Ge- org með Lady að bílnum; hann var allur bramlaður, og lík ræn- ingjans lá hjá honum. Lady byrjaði strax að þefa, en það er óvenjulegt af óþjálfuðum hundi. Hún rakti spor flóttamannanna að Svartá. Lögreglustjórinn hélt því fram, að mennirnir hefðu synt upp ána, en Lady vildi ekki hreyfa sig. Loks krafð- ist lögreglustjórinn, að Georg togaði tíkina í burtu og reyndi hana á hinum bakkanum. Hún fann hvergi þef. Ræningjarnir voru handsamaðir síðar, og Georg gerði sér ferð í hegning- arhúsið til þess að komast að því, hvernig þeir hefðu villt um fyrir tíkinni. Mennirnir hlógu. „Við lágum niðri í ánni nokkur fet frá bakk- anum og önuduðm gegn um holt strá. Hún hefði fundið okkur, ef þú hefðir sleppt henni.“ Georg hefur átt meira en 40 blóðhunda síðan. Hann telur, að 5 af þeim hafi verið hreinasta afbragð. Blóðhundar hafa stór- ar og víðar nasir, þefnæmar, lafandi flipa, sem geta þyrlað upp lyktandi smáögnum, þegar hundurinn er að þefa, og hang- andi eyru, sem eru eins og vasi á bak við vitin á hundinum og standa fyrir þefnum, þegar hundurinn hleypur upp í vind- inn og ber höfuðið hátt. En verulega næmar nasir á hundi er gáfa líkt og afburða söngrödd í manni. Hundurinn verður líka HEIMILISPÓSTURINN 13

x

Heimilispósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.