Heimilispósturinn - 16.08.1951, Blaðsíða 16

Heimilispósturinn - 16.08.1951, Blaðsíða 16
að vera viljugur að rekja sama sporið svo dögum skiptir og hafa þrek til þess að þola það. Georg hefur oft þjálfað hund í meira en ár og komizt að raun um, að hann þyldi ekki erfiða leit. Georg þjálfar hundana á þann hátt, að hann lætur aðstoðar- mann standa álengdar og kalla á hvolpinn. Aðstoðarmaðurinn gefur hundinum, sem þykir af- ar gaman að þessum nýja leik. Eftir nokkra daga hleypur að- stoðarmaðurinn fyrir horn, þeg- ar hundurinn leggur af stað til hans, og skilur eftir vasaklút eða eitthvað annað, sem hundur- inn getur þefað af. Georg hvet- ur hundinn að þefa af klútnum og segir: maðurinn farinn. Þessi leikur er svo smám sam- an gerður erfiðari. Aðstoðar- maðurinn fer um allan bæinn, svo að hundurinn læri að rekja þef um fjölfarnar gangstéttir og mikla umferð. Innan skamms hugsar hundurinn um það eitt að rekja spor. Georg hefur hundana alltaf í bandi. Blóðhundur á spori lætur sig allt annað engu skipta og er vís til þess að ana fyrir bifreið á hraðri ferð eða járnbrautar- lest. Blóðhundar eru mjög sterk- ir, og þegar þefurinn er nýr og greinilegur, verða þeir ákafir og toga fast í, svo að Georg hefur vítt og sterklegt leðurbelti um sig, og er taumurinn festur í það með hringum. Maður, sem heldur í tauminn með höndun- um, verður örþreyttur á 1—2 tímum, en með beltið getur Georg haldið áfram dögum saman, enda þótt hann verði blár og marinn af þessum sí- felldu kippum. Hundar, sem hlaupa lausir,. verða að gelta, til þess að hús- bóndinn geti fylgt þeim eftir, en Georg kennir hundum sínum að gefa ekki frá sér hljóð. Villt barn getur orðið svo hrætt við hundgá, að það hlaupi fram af björgum eða út í á. Hundgá gerir líka glæpamann varan við. Og þar sem æfa verður hund- ana á hverjum degi, vill Georg ekki taka þá úr básum sínum, án þess að láta þá rekja spor, og hann léigir stráka fyrir 25 sent til þess að láta hunda elta sig. Krökkunum þykir gaman að þessu og reyna ýmis- konar brögð til þess að villa um fyrir hundunum, en Georg telur, að engin leið sé til að snúa á blóðhunda. Flestir hafa óljósa hugmynd um það, að menn skilji með ein- hverjum hætti lykt af sér eftir í spori sínu. I raun og veru kem- ur þefurinn af öllum líkaman- um. Hann hangir í lofti eins og móða, þegar maður er farinn. fram hjá. Svo fellur hann hægt til jarðar. Blóðhundar geta oft fundið þef af manni í lofti á kílómeters færi, ef rök gola blæs á móti þeim. Vinur Georgs veðj- aði einu sinni við hann, að eng- inn hundur skyldi geta veitt hann. Hann var marga klukku- tíma að snúast í ýmsa króka og fór svo aftur til baka til þess að horfa á hundana að verki. Þegar Georg fékk hundunum þefklútinn, skiptu þeir sér ekk- ert af slóðinni. Þeir fóru rak- leitt þangað sem maðurinn lá £ felum. Tveir strákar, sem Georg' hafði keypt til þess að leggja slóð, voru svo ákafir að villa hundana, að þeir óðu í fenjum 14 heimilispösturinn:

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.