Heimilispósturinn - 16.08.1951, Síða 17

Heimilispósturinn - 16.08.1951, Síða 17
\ upp í mitti í köldu vatni í klukkutíma. Þegar hundarnir komu að fenjunum, fundu þeir nýjan þef af drengjunum í lofti handan að, fóru í kring um fen- in og náðu þeim uppgefnum á fimm mínútum. Hundur getur stundum rakið slóð manns, þótt hann sé í bif- reið. Georg var einu sinni til kvaddur að leita uppi mann, sem hafði rænt í bensínstöð. Hann lét hundana þefa af brotnum peningakassanum. Hundarnir röktu slóð fram hjá fimm húsasamstæðum. Þá settust þeir og gáfu til kynna, að mað- urinn hefði gert eitthvað ó- venjulegt, — það reyndist, að hann hafði farið upp í bíl. Allt í einu fór Kóngur, bezti hundur- inn, sem Georg hefur átt, að hnusa aftur. Hann hélt áfram hálfa aðra húsasamstæðu, þang- að sem maðurinn hafði farið út úr bílnum og inn í hús sitt. Kóngur kann að hafa fundið ný- legan þef í lofti, en það var hvasst, og Georg heldur, að vindurinn hafi blásið lyktinni af manninum út úr bílglugganum og þefurinn hafi loðað við kjall- araveggina. Á mjúkri og rakri jörð getur þefur haldizt í nærri því tvær vikur. Á heitri og þurri jörð hverfur hann eftir fáar stundir. Svo virðist sem eitthvað af hon- um hverfi í jörðina, því að á kaldri slóð krafsa hundarnir í moldina, hnusa og halda áfram. Hundar snúa við blöðum til þess að leita að lykt, sem kann að loða þar við. Georg telur, að merkilegasta afrek hundanna sinna hafi verið 15» HEIMILISPÖSTURINN

x

Heimilispósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.