Heimilispósturinn - 16.08.1951, Blaðsíða 18
1 bænum Eitzen. Maður hafði
horfið og skilið eftir miða og
sagzt ætla að fyrirfara sér, og
hópur manna hafði verið að
leita hans hátt upp í viku. Þeir
fundu bílinn hans mannlausan
á þvervegi, og Georg setti Kóng
á þessa ógreinilegu slóð. Kóng-
ur fór með hópinn til Dorchest-
er, inni í Iowa. Hundurinn hélt
áfram eftir gangstéttinni, enda
þótt fjöldi manns hlyti að hafa
farið yfir slóðina sex daga
gamla. Sá dauði sat þar að
snæðingi í veitingahúsi.
Erfiðasta hlutverk Georgs var
í Thompsons-málinu. Thompson
var bóndi í Minnesota, sem hafði
lent í harki við nágranna sína,
skotið fjóra og flúið til skógar.
Veður var hvasst og þurrt, þeg-
ar þetta gerðist. Það er erfitt að
rekja slóð á þurri jörð, en hóp-
urinn elti hundana í fjóra daga
um þétta skóga. Sá frægi Kóng-
ur fékk lungnablæðingu af því
að anda að sér heitu og þurru
rykinu. Hann hélt samt áfram.
Á fimmta dégi voru hundarnir
að fara um kornakur, og þá
staðnæmdist Kóngur og gróf
upp maískólf. Thompson hafði
stanzað til að éta og grafið
kólfinn.
Næstu tíu daga svaf Georg á
slóðinni. Á einum stað hafði
flóttamaðurinn hlaupið fram af
kletti. Hundarnir hlupu á sama
stað og toguðu Georg á eftir sér,
hangandi á taumunum.
Thompson gerði úrslitatilraun
að villa hundana með því að
fara upp nálega ókleifa fjalls-
hlíð, og var nærri því dag að
því; svo fór hann niður aftur
skammt frá. Á leiðinni niður fór
að rigna. Þegar hundarnir nálg-
uðust, þefuðu þeir nýju slóðina
í röku loftinu. Þeir skeyttu ekki
brekkunni, en fóru rakleitt á
nýju slóðina. Flóttamaðurinn
var yfirkominn af þreytu og
gafst upp án nokkurs mótþróa.
Næst því að elta uppi saka-
menn fékkst- Georg mest við að
leita að týndum börnum. Blóð-
hundar eru tilvaldir til þessa,
en margir foreldrar eru hræddir
við að láta beita þeim, af því að
þeir óttast að ástæðulausu, að
hundarnir muni bíta börn. En
blóðhundar eru í raun réttri
ákaflega meinlausir. Þeir voru
í upphafi ræktaðir sem veiði-
hundar, og orðið ,,blóðhundur“
merkir einfaldlega hundur af
hreinu og göfugu kyni, eins og
líka er viðhaft um úrvalshesta.
Margir hafa spurt Georg,
hvers vegna hann hætti ekki
starfi sínu í veitingastaðnum og
hafi atvinnu af hundum sínum.
„Ef ég geri það,“ segir Georg,
„get ég ekki farið út með hund-
ana, nema taka gjald fyrir það.
Margsinnis fæ ég hjálparbeiðni
frá fólki, sem getur ekki greitt,
bóndakona hefur villzt í stór-
hríð, sjómannsbörn týnzt. I
skálanum hef ég ákveðið kaup,
og ég get farið út með hundana,
þegar mér sýnist. Og það hentar
mér vel.“
•k
Nokkrir strákar voru að tala um
rakstur; sumir höfðu borið við að
raka sig, en flestir ekki.
„Ég hef rakað mig i tvö ár,“ sagði
einn mannalega, — „og ég skar mig
í bæði skiptin."
Hann: „Vitringar búa til mál-
tæki, og fíflin endurtaka þau.“
Hún: „Hvaða vitringur bjó nú til •
þetta máltæki?“
16
HEIMILISPÓSTURINN