Heimilispósturinn - 16.08.1951, Side 19
JOHN EDWIN HOGG:
Ég féll fyrir borð.
Sönn saga.
EFTIRMIÐDAG EINN í síðastliðn-
um september, um það leyti sem
eg var að ganga frá skrifborðinu
mínu, hringdi siminn í skrifstofunni.
,,Er þetta hr. Hogg ?“ var spurt
frá símstöðinni.
Ég kvað já við því.
„Gerið svo vel, Avalon óskar við-
tals við yður."
Það kom í ljós, að þetta var vin-
ur minn dr. Wilbom, mikill stangar-
veiðimaður á djúpsævi, sem bjó i
Avalon á Santa Catalínaey við vest-
urströnd Kalifomíu. Hann var að
segja mér frá mikilli göngu ýmissa
fisktegunda, sem veiddar eru á stöng
af opnum bátum á þessum slóðum,
tuna, albacore, bonita og marlin
sverðfiska. Ég þakkaði honum fyrir
hugulsemina og sagði honum, að eg
mundi að öllum líkindum koma í
bátnum mínum til Avalon undir
næstu helgi.
Þessar fréttir vöktu mjög athygli
mina, þvi eg hafði um margra ára
skeið haft áhuga á og stundað er
tækifæri gáfust þessa tegund fisk-
veiða og taldi þær hina ágætustu
íþrótt. Ég hafði jafnvel sett met, sem
enn stóð, í veiði stórra fiska á til-
tölulega litla báta, með ágæta smá-
bátnum mínum Igikik, og auk þess
unnið mörg verðlaun i listfiski. Ég
hafði áður farið einsamall í þessum
bát yfir Santa Barbara-sundið milli
meginlandsins og eyjarinnar og á-
kvað að gera það aftur núna. Bát-
ur þessi var sextán ensk fet á lengd
og knúinn tveggja hesta utanborðs-
vél. Ég hafði farið ýmsar svaðilfarir
á honum og treysti honum hið bezta.
Þegar eg hugsa um þessa ferð
mina eftir á og hinar örlagariku af-
leiðingar hennar, þá verð eg að segja,
að ekkert hefði getað freistað mín
til að fara hana, ef eg hefði vitað,
að fyrir mér lægju slikar þrautir og
lífshætta sem á daginn kom og eg
ætla að segja hér frá. Aldrei skal
eg fara aftur í veiðiferð á smábát,
án þess að hafa annan mann með
mér.
Dr. Wilborn hafði freistað mín með
því að skýra mér frá fiskigöngunni.
Hið eina, sem gerði fyrirætlun mína
dálítið óvissa, var hin ekki óþekkta
ástæða, vöntun á skotsilfri. Næsta
dag réðst þó fram úr þessu á þægi-
legan hátt, því að vinur minn einn,
er skuldaði mér hundrað dali, kom
til mín í skrifstofuna og greiddi mér
skuldina með tíu fallegum „grænbök-
um“. Ég kvittaði' fyrir greiðslunni,
þakkaði, og var hinn ánægðasti yfir
að fjármál fjölskyldunnar voru, t
bráðina, komin í allgott lag. Ég sím-
aði svo dr. Wilborn og sagði hon-
um, að eg myndi koma til Avalon
næsta laugardag síðdegis.
Litli báturinn minn, „Igikik" (sertr
þýðir á mállýzku Siwash-rauðskinna
„góð veiði") var í vörzlu „Siglinga-
félags Kaliforniu" í Los Angeleshöfn.
Undirbúningur minn undir ferðina
tók skamma stund. Ég þurfti aðeins-
að sjá um að koma konu minni í
heimsókn til vinafólks okkar í Santa
Monika og aðgæta og dytta að veiðar-
HEIMILISPÓSTURINN
1T