Heimilispósturinn - 16.08.1951, Síða 20

Heimilispósturinn - 16.08.1951, Síða 20
færum mínum. Að þessu afloknu fór eg að athuga, hvern eg gæti valið sem ferðafélaga. Það voru aðeins fá- ir, sem ég hirti um að bjóða í ferð af þessu tagi, og þegar eg hafði far- ið yfir listann i huganum, sleppti eg alveg að hyggja á félagsskap, held- ur ákvað að fara einn. 1 dögun á laugardagsmorguninn var eg kominn þangað, sem bátur- inn minn var geymdur, allur farang- ur minn kominn út í hann og ég að fullu ferðbúinn. Veðurspáin var hag- stæð, þótt skýjað væri og dálítil þoka. Veðri háttar oft svo í Suður-Kaliforn- íu um þurrkatímann, síðara hluta sumars; þokur eru oft á morgnana, en hverfa, þegar sól hækkar á lofti. Þetta hafði lítil áhrif á ferðaáætlun mína. Ferðin til Santa Catalínaeyjar mundi taka rúma fjóra klukkutíma, og framan af ferðinni mundi eg þurfa að stýra eftir áttavita, — það var allt og sumt. Ég setti vélina í gang og hélt út höfnina, leiðrétti stefnuna eftir hljóð- duflinu við endann á hafnargarðin- um og stefndi til hafs. Sjórinn var sléttur sem spegill, aðeins nokkur undiralda. Þegar kom út úr höfninni, reyndist skyggni enn lakara en virzt haíði inni i höfninni, og fimmtán mínútum eftir að ég fór milli klukku- duflanna við hafnarmynnið, var eg kominn inn i dimmgráan þokubakka. Ég setti þokulúðurinn minn i gang •og setti stefnuna eftir áttavitanum. Stefnan úr Los Angelshöfn til Avalon ■er beint í suður, en Santa Catalinaey liggur, nærri þvi austur og vestur, um fimmtíu kílómetra á lengd, þvert á stefnu mína. Ég stýrði þó ekki beint í suður, heldur dálítið til vest- urs. Ég gerði ráð fyrir, að með þess- ari stefnu mundi ég koma nokkurn veginn að miðri eynni og minni hætta væri á, að ég færi fram hjá henni, þótt eitthvað skakkaði leiðarreikn- ing mínum eða áttavita. Þegar ég væri kominn í landsýn, væri auðvelt að setja stefnuna á Avalon. I fjóra klukkutima sigldi eg gegn- um þokuna, og ég var farinn að fá hálsríg af því að stara á áttavitann. Eg stóð upp og teygði úr mér, með aðra höndina á stýrissveifinni. Um leið og ég stóð upp, sá ég land langt i f jarska, gegnum glompu í þokunni. Ég hafði stefnu á Langanes, einmitt staðinn, sem eg hafði í huga, er eg setti stefnuna. Mér var nú óhætt að breyta stefnunni strax. Nokkrum mínútum síðar skein sólin í gegn og þokan fór að leysast upp; þá kom í Ijós, að ég stefndi beint inn í Avalonhöfn. Ég fór að bera meiri virðingu fyrir kennslu þeirri í sigl- ingafræði, er eg hafði fengið sem vara-sjóliðsforingi i bandaríska flot- anum. Fyrsti maður, sem ég kom auga á, er ég kom upp að hafnargarðinum í Avalon, var Mr. Zane Grey, rithöf- undurinn frægi, sem enskumælandi menn um allan heim þekkja af bók- um hans. Mr. Grey hefur líklega veitt fleiri stórfiska á stöng en nokkur annar maður. Um leið og hann leit á bátinn minn, spurði hann: ,,Feng- uð þér þessa fleytu flutta hingað?" ,,Nei, herra minn.“ svaraði ég, ,,ég sigldi henni sjálfur. Ég lét úr Los Angeleshöfn klukkan sex í morgun." „Humm,“ sagði hinn frægi rithöf- undur og veiðimaður, „þér eruð hug- aðri en ég mundi vera á ekki stærri bát.“ Ég á mjög marga vini í Avalon, sem eru ákafir djúpsævis stangaveiði- menn, en engan þeirra langaði til að koma með mér til að veiða tún- fisk eða sverðfisk á fimm metra bát- krílinu mínu. Ég lagði því af stað í dögun næsta morgun, einn á bát, og stefndi yfir grynningarnar út af Selskerjum við suðurenda eyjarinnar. 18 HEIMILISPÓSTURINN

x

Heimilispósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.