Heimilispósturinn - 16.08.1951, Page 21

Heimilispósturinn - 16.08.1951, Page 21
'Þega.r ég var kominn um fjórar míl- nr út af Kínaodda, sySsta tanganum á Selskerjum, beitti ég flugfiski á öng'ulinn, kastaði og byrjaði að „toga“. Innan tiu mínútna beit á hjá mér, og var kippt ofsalega. Mér tókst að stöðva vélina, meðan hundrað og fimmtíu metrar af línu runnu út af hjólinu. Ég þóttist viss um að hafa sett í túnfisk og hann í stærra lagi, líklega upp undir hundrað og fimm- tíu punda drjóla. Ég þreytti hann — •og hann mig — líklega um klukku- tíma, en þá hrökk snurðuásinn á fær- inu sundur, og þar missti ég þann. Meðan ég lét reka þarna og gerði við færið mitt, leit ég í kring um mig og kom þá auga á fiskavöðu nokkrum mílum sunnar. Þarna var mikill bægslagangur og ég sá, að sjórinn var í einu löðri undan stór- kostlegri fiskavöðu. Þetta var að lík- indum makríll, og þá líka túnfiskur og aðrar stórfiskar að mata krókinn. 32g setti vélina í gang og stefndi á torfuna. Fimm minútum eftir að ég hafði rennt aftur, með flugfisk að agni, beit einhver stærðarskepna á öngulinn. Rellan hvein, stöngin sveigðist og það rauk úr hemlunni, meðan tvö hundruð metrar af færinu þutu af hjólinu, áður en mér tókst að stöðva fyrsta sprettinn. Næstu tvo klukkutíma börðumst við, hamslaust og hvíldarlaust. Að þeim tíma liðn- um fór hann að koma upp á yfir- borðið, og ég sá, að þessi frækni and- stæðingur var túnfiskur, á að gizka hundrað og sextíu pund, eftir stærðinni að dæma. Tveimur tímum og 15 mín. eftir að hann tók, náði ég honum upp að stjórnborðskinn- ungnum, setti i færuna í hann og rot- aði hann með kylfunni. Svo dró ég snæri gegnum tálknin á honum, los- aði vélina af skutnum og með miklu tosi og bjástri tókst mér loks að innbyrða fiskinn um vélarskoruna. Það var enn svo mikið líf í honum, að hann barðist um á sporði og hnakka, þegar hann var innbyrtur, og með einu sporðkastinu braut hann eina þóftuna og kastaði henni út- byrðis. Ég og báturinn urðum útat- aðir i blóði, og það varð svo sleipt og erfitt að fóta sig í ruggandi bátn- um, að nokkur stund leið áður en mér tókst að rota hann að fullu. Þegar ég var búinn að ganga frá veiðinni og var öruggur um, að fisk- urinn ylli ekki frekari örðugleikum, lagði ég mig á botnfjalirnar til að láta þreytuna líða úr mér, eftir þenn- an langa bardaga, því að mig verkj- aði i axlirnar og handleggina. En ég var mjög ánægður yfir veiðinni; þvi ég þóttist viss um, að þetta væri stærsti túnfiskur, sem ég hefði dreg- ið og líklega sá stærsti, sem dreg- inn hefði verið á fimm metra bát. Þegar ég var búinn að hvíla mig nokkrar minútur, tók ég eftir ann- arri fiskavöðu um tveim kílómetrum fjær landi. Ég tók upp rek-akkerið mitt, setti vélina í gang og tók stefnu á torfuna. Hún var enn stærri en sú fyrri, og hafið var eins og sjóðbullandi af vaðandi og stökkv- andi makríl. Eg var varla búinn að renna, þegar hvein í rellunni og færið þaut af hjólinu enn hraðar en áður. Ég hafði vist sett í annan enn stærri. Það hvein enn í rellunni, þegar ég stóð upp í skutnum og hélt á veiði- stönginni í annarri hendinni, en seild- ist með hinni eftir kveikjusnerlinum á vélinni. Ég var með fingurna á snerlinum, þegar skuturinn lyftist yf- ir kambinn á stórri öldu og bátur- inn rann niður öldudalinn hinum megin. 1 þeim svifum missti ég fót- anna á blóðidrifnum og sleipum botn- fjölunum, kastaðist aftur yfir mig, yfir vélina og lenti á sitjandann út- byrðis! 1 fallinu sá ég veiðistöng- ina mína fljúgandi í loftinu, en litla HEIMILISPÖSTURINN 19

x

Heimilispósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.