Heimilispósturinn - 16.08.1951, Síða 22
bátinn minn hverfa yfir næsta öldu-
fald, um leið og ég seig niSur hina
hliðina.
fög tók sundtökin ósjálfrátt, um
leið og ég kom í sjóinn, en fór snöggv-
ast í kaf. Þegar ég barst upp á
kambinn á næstu öldu, leit ég bát-
inn minn á hraðri.ferð burt frá mér.
Vélin var í fullum gangi og stefnið
vissi beint til hafs — á Kína. Ég
hugleiddi með sjálfum mér, hve langt
hahn mundi komast áður en elds-
neytið þryti. Mér varð ekki Ijóst
fyrr en eftir talsverðan tíma, hve
vonlaust var, að ég kæmist lífs af
úr þessum háska.
Ég varð dálítið vonbetri, er ég
minntist þess, að ég hafði synt meira
en tuttugu kílóm. á sex klukkustimd-
um á sundmóti fyrir nokkrum mán-
uðum.*) Ég bjóst við, að ég væri að
líkindum ekki meira en fimmtán kíló-
metra undan syðsta odda Santa Cata-
línueyjar, og tók strax stefnu á
eyna. En fimmtán kílómetrar er langt
sund, þegar enginn bátur er með og
maður verður að treysta eingöngu
á sjálfan sig. Svo voru straumar og
sjávarföll, sem ég vissi litið um.
Hvað sem þessu leið, þá varð ég
fyrst af öllu að afklæða mig. Ég tók
af mér skóna og svo, smátt og smátt,
losaði ég mig við vestið, skyrtuna,
buxurnar og nærfötin. Þegar ég hafði
afklæðzt, fannst mér ég fljóta létti-
lega, og mér fannst lítill vafi, að ég
hefði nægilegt þol til að synda í land.
Um leið og ég lyftist upp á öldu-
hrygg og barst niður brekkuna hinum
megin, kom ég auga á vestið mitt,
sem var að hverfa niður i blátt djúp-
ið. Þá datt mér í hug, að mér hafði
gleymzt, að í einum vasa þess voru
enn níutíu dalir eftir af skotsilfri
mínu. Enda þótt vel gæti verið að
*) Það hefur að líkindum verið í
meðstreymi. — Þýð.
ég drukknaði og gæti þess vegna
aldrei eytt þessu fé, þá fannst mér
þó fjandi hart, að láta svona mikið
fé í ágætum amerískum seðlum fara
þannig forgörðum, — Skotaeðli mitt
gerði uppreisn gegn slíku. Ég setti
því upp endann eins og önd og synti
niður á eftir vestinu. Til allrar ham-
ingju voru peningarnir ennþá í vas-
anum, og þeir mundu þorna og hafa
sitt fulla gildi, þegar á land væri
komið. Ég fór i flíkina, hneppti henni
og fór að athuga ráð mitt.
Langt í fjarska sá ég tindana á
Santa Catalínuey, þegar ég lyftist
upp á bylgjukambana. Eyjan sýnd-
ist órafjarlæg. Ég notaði útsýnið af
einum tíu, tólf ölduhryggjum til að
skyggnast um og lita í kringum mig
o,g gekk úr skugga um, að enginn
bátur var í augsýn. Það voru helzt
bátar fiskimanna, sem búast mátti
við, að væru á þessum slóðum, og
ég fór að óska þess, að allir túnfisk-
ar í Kyrrahafinu syntu til mín — og
hákarlarnir fjarlægðust mig. Ef ég
gæti komizt í nálægð við fiskatorfu,
taldi ég nokkumveginn víst, að veiði-
mennirnir mundu elta hana, og þá var
líklegt, að mér væri borgið.
Á meðan ég velti þessu fyrir mér,
synti ég rólega í áttina til eyjarinn-
ar. Ég reyndi ekki að hraða mér, því
að ég vissi, að það var óþörf eyðsla
á kröftum. Ég synti bringusund, því
að mér hefur reynzt það ágæt sund-
aðferð, þegar úthaldið er aðalatriðið.
Það var nokkur vestankaldi, sem
ýfði öldurnar og gaf þeim lyftingu,
sem var mér í hag, með stefnu minni
á Kínaödda — þar var helzt von fiski-
báta. Af því að ég vissi um sjávar-
föllin á þessum slóðum, þá vissi ég,
að aðfallið — austurfallið — mundi
byrja um sexleytið um kvöldið. Ef
ég gæti hagnýtt mér það, þá væni
mikil líkindi til þess, að mér tækist.
að ná landi. En ef vindstaða breytt-
20
HEIMILISPÓSTURINrt