Heimilispósturinn - 16.08.1951, Blaðsíða 23

Heimilispósturinn - 16.08.1951, Blaðsíða 23
\ ist og ég fengi mótvind, mundi mér seinka svo, að ég fengi strauminn síðar á móti, þegar útfallið, vestur- fallið byrjaði, og þá hlaut mig að bera til hafs. Þegar sólin var beint yfir höfði mér, taldi ég komið hádegi. Ég hafði þá verið þrjá tíma á sundi, og þeg- ar ég leit til eyjarinnar af bylgju- földunum og reyndi að gera mér grein fyrir þvi, hve mikið mér mið- aði, virtist mér vegalengdin til lands hafa stytzt að minnsta kosti um fimm kílómetra. Ég var ennþá ó- þreyttur og hiti sjávarins — sem hafði tekið í sig hita frá löngu og heitu sumri — var þægilegur og mér mikið í hag. Klukkan á að gizka eitt heyrði ég allt í einu hávaða uppi yfir mér. Þegar ég aðgætti betur, sá ég eins hreyfils sjóflugvél koma fljúgandi í áttina til mín, í um hundrað metra hæð yfir öldunum. Hún stefndi beint til mín, og ég fór að veifa örmunum og skvetta upp vatnsgusum til að draga athygli flugmannanna að mér. Vissulega hlytu þeir að sjá mig þarna, beint í leið sinni. En svo virt- ist ekki. Ég reif af mér vestið í ör- væntingu og veifaði því yfir höfði mér og skellti þvi á sjóinn, en ekkert dugði; flugvélin hélt áfram. Þegar hún flaug yfir mig, gat ég greini- lega lesið einkennisstafina á vængj- unum: „U.S.A. 2469“. Þetta var sjó- hersflugvél með áhöfn, sem talið er, að hafi fulla sjón. En samt sem áð- ur var ég, varaliðsforingi í sömu þjónustu, á svamli þarna rétt fyrir neðan þá, og þessir náungar flugu yfir mig án þess að sjá mig, — það var skrambi hart. Næstu vonbrigðin komu um klukku- tíma síðar, þá sneri hann sér á átt- inni og fór að kula af austri. Aldan var þá á móti, og smátt og smátt missti ég það, sem mér hafði miðað HEIMILISPÓSTURINN 21

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.