Heimilispósturinn - 16.08.1951, Síða 24
austur á við síðustu þrjá tímana.
Ég fór að gerast uggandi um, að
mér mundi takast að komast fyrir
röstina við suðurenda eyjarinnar, áð-
ur en vesturfallið byrjaði. Austan-
ylgjan gerði nú sitt til að bera mig
til hafs, úr landsýn, en ef ég legð-
ist fastara á sundið, til að komast
undir land áður en straumurinn
breyttist, þá mundi ég þreyta mig
meira en varlegt væri.
Meðan ég synti áfram, vélrænum
sundtökum, fór ég að þakka mínum
sæla fyrir það með sjálfum mér, að
lífsábyrgðarskírteinið mitt og slysa-
tryggingin skyldu vera í lagi, og
ég var að hugsa um, hve dýrt spaug
þetta yrði fyrir félögin, sem áttu
að greiða tryggingarnar. Ég myndi
að líkindum finnast, þótt ég drukkn-
aði, og tómur báturinn myndi vera
þess talandi vitni, hvað um mig hefði
orðið. 1 þessu sambandi hrósaði ég
líka happi yfir því, að ég náði vest-
inu. Nafn mitt og heimilisfang voru
á fóðrinu, og sú staðreynd, að níutiu
dalir voru í vasanum, gerði ágizk-
anir um sjálfsmorð ósennilegar. Kon-
an mín myndi verða falleg ekkja,
hugsaði ég.
Um sexleytið, þegar rnjög var tek-
ið að halla að sólarlagi, fór þreyta
að sækja á mig, eftir að hafa verið
svona lengi á sundi. Mér fannst ég
þyngri í sjónum og fingur mínir voru
fárnir að dofna.
Útlitið var farið að sýnast von- -
lítið, þegar ég kom af öldufaldi auga
á fiskibát með þrem eða fjórum
mönnum innanborðs, er var á sveimi
á grynningunum við Kínaodda. Fjar-
lægðin var innan við fimm kílómetra,
og ég fór að reyna að gera vart við
mig. Ég gusaði sjónum, buslaði og
hamaðist, eins og ég gat, fór aftur
úr vestinu og veifaði því yfir höfði
mér, þegar ég kom upp á öldukamb-
ana. En ég hefði alveg eins getað
sparað mér fyrirhöfnina; þetta bar
engan árangur. Um sólarlagið,
skömmu síðar, hélt báturinn af stað-
i áttina til Avalon.
Það dimmdi fljótt eftir sólarlagið;
á þessum breiddarstigum er rökkrið
mjög stutt. En það var j ekki lengi
myrkt. Innan einnar stundar varð
aftur albjart, þegar tunglið kom upp.
Hafið varð nú að silfursjó í fölum
geislum mánans, en skuggahliðina af
hátindum Santa Catalínueyjar bar
við himin í fjarska, þegar mig bar
upp á bylgjufaldana. Um þetta leyti
var mig farið að verkja í augun af
sjávarseltunni.
Mér virtist lítið miða áleiðis, og-
þegar ég hætti að synda dálitla stund
til að reyna < að fá vitneskju um
strauminn, fékk ég staðfestingu á.
versta grun mínum, að ég var kom-
inn í röstina við suðurodda eyjarinn-
ar, og hún bar mig beint til hafs.
Mig virtist hafa borið vestur frá
Kínaodda, og ég þóttist ekki fara.
fjarri sanni, er ég taldi mig fjær
landi nú en tveim stundum áður.,
Þetta var dapurleg uppgötvun. Kraft-
ar mínir voru nú óðum að þverra,
og ég vissi, að þótt ég gæti synt
í tólf stundir í viðbót, þá hefði það
ekki verið til neins, það var gersam-
lega vonlaust að ná landi á mótl
straumnum. Ég átti nú aðeins ein®
úrkosta, að halda mér á floti eins.
lengi og kraftarnir entust og vona,
að örlögin væru mér svo hliðholl að
láta fiskibát verða á leið minni, þeg-
ar birti. Ég vonaði, að þótt fallið
bæri mig til hafs með nóttunni, þá
gæti ég aftur borizt að landi með
morgninum. Enn þá lifði vonin í
brjósti mér, þótt veik væri.
Ég var eiginlega ekki að synda,
heldur tróð ég marvaða til að halda
mér uppi, þegar ég rak höndina 1
slímugan, ilangan hlut, er flaut í
vatnsskorpunni. Ég vissi strax, hvað
22
HEIMILISPÓSTURINjSr