Heimilispósturinn - 16.08.1951, Blaðsíða 25
þetta var, um leið og ég snerti það,
-— það var þangflyksa, sjávargróður
með stórum loftblöðrum, sem mikið
vex af umhverfis Santa Catalínuey
og víða við Kyrrahafsströnd Norður-
Ameríku. Þegar ég studdi höndun-
um á þangflyksuna, þá var það fyrsti
stuðningurinn, sem ég hafði notið,
frá því ég féll í sjóinn, fyrir sextán
klukkustundum. Mér fannst það líkt
og að láta fallast niður í þægilegt
rúm, þegar maður er kominn að
niðurlotum af þreytu. Ég greip þang-
ið báðum höndum, og gladdist ég
mjög, er ég sá, að þetta var langur
og digur „kaðall“ með mörgum loft-
blöðrum, á stærð við hnattborðskúlur.
Ég var fljótur að vefja þang-kaðlin-
um utan um mig, undir handarkrik-
unum, og batt svo endana þannig
saman, að tvær af loftblöðrunum
voru undir hökunni á mér. Flotmagn
þangsins var nægilegt að halda höfði
mínu ofansjávar, og mér létti svo
við þurfa ekki að synda, að ég held
að ég hafi blundað næsta hálftímann
eða svo. Það sem eftir var næturinn-
ar, skiptist ég á að troða’ marvaða,
til þess að halda blóðinu á hreyfingu,
og 'móka. Síðasti blundurinn hlýtur
að hafa verið talsvert langur, þvi að
ég vaknaði ekki fyrr en sólin var
komin talsvert upp yfir sjóndeildar-
hringinn. Geislar hennar hlýjuðu mér
og eyddu handakuldanum og fingra-
dofanum, en bakaði mér ógurlegar
kvalir í augunum. Ég starði þó nægi-
lega lengi í austurátt til að sjá, að
ég var marga kílómetra vestur af
eynni — að líkindum lengra undan
landi en þegar báturinn minn skildi
við mig. Öll von um að ná landi á
sundi var nú horfin. Ég fól mig ör-
lögunum á vald, hvað svo sem þau
fælu í skauti sínu.
Hægt og hægt hækkaði sólin á
lofti. Hádegið kom og leið, og ég
var að verða svo dofinn og andlega
sljór, að mér var næstum því orðið'
sama, hvort nokkur bátur kæmi mér
til hjálpar. Ég kvaldi mig til að líta
í kring um mig einu sinni enn, árang-
urslaust, áður en ég lokaði augun-
um aftur —• og mig fór að dreyma..
Ég þóttist vera á sundi við endann.
á hafnarbryggju á baðstað, en á.
bryggjunni stóð faðir minn alklædd-
ur og horfði á mig. Allt í einu benti
hann út á sjóinn og kallaði til mín:
„Sjáðu, sonur. Það er maður að
drukkna þarna úti. Farðu og hjálp-
aðu honum." Þetta var svo hvekkj-
andi eðlilegt í draumnum, að ég hrökk
upp, og augu mín brutu af sér salt-
skorpuna, og það fyrsta, sem blasti.
við þeim, var bátur á ferð, rúman
hálfan kílómetra í burtu. Þetta var
ekki venjulegur bátur stangaveiði-
manna, heldur stór togari.
,,Nú eða aldrei er tækifærið," sagði.
ég við sjálfan mig og byrjaði strax,
eins. og hamslaus, að sparka og gusa.,
sjó upp í loftið. Ég notaði bæði hend-
ur og fætur, eins og óður maður, og
reif með tönnunum tveggja metra
bút af þangkaolinum, til þess að slá,
með á sjóinn. Ég gerði eins mikinn
ókyrrleika og skvettur og heil tún-
fiskavaða, — og ef nokkuð drægi að
sér athygli togfiskimanna, þá var það
túnfiskavaða. Ég lamdi sjóinn í nærri
tíu mínútur og æpti til bátsins, eins
hátt og ég gat, en hann færðist á-
fram þvert á stefnu mína. Ég var
að gefast upp, og hafði næstum því
komizt að þeirri niðurstöðu, að áhafn-
ir flugvéla og togara væru blindar
og heyrnarlausar, þegar báturinn
breytti um stefnu og stefndi beint.
á mig. Innan f árra mínútna var hann
kominn svo nærri, að ég heyrði tíl
gangvélarinnar. Ég man glöggt eftir'
því, að ég heyrði bjölluhringingu og
mikið mannamál á tungu, sem ég
skildi ekki, — eftir það man ég ekkr.
neitt.
HEIMILISPÖSTURINN
2£