Heimilispósturinn - 16.08.1951, Blaðsíða 26
Þegar ég rankaSi við mér, lá ég
á strádýnu á þilfarinu á stórum bát,
en japönsk stúlka þvoði' mér um aug-
un úr volgu vatni og japanskur sjó-
maður hellti whiskýi ofan í kverk-
ar mér úr stútmjóum tekatli. Fleira
fólk stóð þarna í kringum okkur
og talaði saman I ákafa á máli, sem
ég skildi aðeins fá orð í.
Manninum með ketilinn hafði auð-
sjáanlega tekizt að hella nægilega
miklu whiskýi ofan i mig til að vekja
mig úr öngvitinu. Mér tókst, með
hinum fátæklega orðaforða mínum
að spyrja á japönsku: „Talið þið
ensku?“
,,Nei,“ svaraði hann stirðlega. „Við
bátur X------, Ensenada, Mexíkó. Hr.
Watanabe, hann tala spánsk. Kann-
ske þér tala spánsk?" Um leið kall-
aði hann á hr. Watanabe, sem ruddi
sér leið gegnum þröngina á þilfarinu
og kom til okkar. Hr. Watanabe tal-
aði spænsku vel. Ég talaði þá tungu,
og varð feginn að hitta mann, sem
gæti túlkað þarfir mínar fyrir skip-
stjórnara.
Skömmu síðar hjálpuðu tveir skip-
verjar mér undir þiljur. Þeir lögðu
mig i rúm, þöktu mig ábreiðum og
gáfu mér heita, nærandi drykki. Önn-
ur japönsk kona kom með hitapoka
og hálfflösku af whiskýi, sem hún
setti í skáp við höfðalagið á rúminu,
og glas hjá. Ég fékk mér góðan
sopa af víninu, og líf fór brátt að
færast í dofna limi mína. Brátt fór
mér að hitna, ég hallaði mér út af
og féll í væran svefn.
Ég hlýt að háfa sofið i nokkrar
klukkustundir; þá vakti mig japönsk
kona, er var að þreifa á höndum
mínum og enni, — líklega til að vita,
hvort ég hefði fengið hita. Hún virt-
ist ánægð með heilsu mína og spurði
mig á bjagaðri ensku, hvort mig
langaði ekki í að borða eitthvað. Ég
f ullvissaði hana um, að það vildi ég
gjarna. Eftir nokkrar mínútur færði
hún mér stóran disk af hrísgrjón-
um, soðnar ertur og soðinn fisk, svo
kom hún með te. Ég gerði matnum
góð skil, drakk nokkra bolla af te
og fannst ég nú vera á góðri leið
að ná mér aftur.
Skömmu eftir að ég hafði matazt,
kom Watanabe inn til mín og spurði
mig á spænsku, hvort ég væri nægi-
lega styrkur til að tala við hr. Ya-
maguchi, skipstjórann á togaranum.
Ég kvað mér ánægju að tala við
skipstjórann, ef hann vildi vera túlk-
ur. Watanabe fór þá á burt og kom
að vörmu spori með skipstjórann,
sem kom inn, virðulegur I fasi eins
og flotaforingi. Watanabe spurði á
spænsku: „Skipstjórinn óskar að vita,
hvernig á því stóðð, að við skyldum
finna yður á sundi sextán sjómíl-
ur vestur af Santa Catalínuey."
Ég skýrði ástæðuna í stuttu máli
á spænsku og Watanabe þýddi það
á japönsku. Skipstjórinn hneigði höf-
uðið til marks um, að hann skildi
þetta fullkomlega.
Skipstjóri sagði síðan — Watanabe
túlkaði það jafnóðum: „Eftir því sem
þér segið, höfum við bjargað yður
frá drukknun. I stað þess óska ég,
að þér gefið mér drengskaparloforð
yðar um það, að koma ekki upp
um okkur. Þetta skip er, að því er
virðist, togari, sem á lögheimili í
Ensenada, Mexíkó. En það græðir
enginn á fiskveiðum, við notum það
starf aðeins til að hlyja þann at-
vinnuveg, sem við rekum -— nefni-
lega áfengissmyglun. Við settum tvö
þúsund og fjögur hundruð kassa af
sterkum drykkjum á land nærri —
— —■ i nótt sem leið, og vopnaðir
flutningabílar fluttu það til Los
Angeles.
„Þegar við sáum yður í sjónum
og héldum að þér væruð túnfiska-
vaða, þá ætluðum við að veiða nokkra
24
HEIMILISPÓSTURINN