Heimilispósturinn - 16.08.1951, Side 27

Heimilispósturinn - 16.08.1951, Side 27
fiska til matar handa okkur og til þess að sýna, ef landhelgisvarnaskúta hitti okkur innan tuttugu og fimm mílna landhelginnar við Kyrrahafs- ströndina. Eftir að við höfum sett yður á land í Ensenada annað kvöld, þá æski ég aðeins þess, ef einhver spyr yður einhvers um skipið mitt, að þá vitið þér aðeins, að það sé togari, sem gangi frá Ensenada. Ef þér lofið að uppfylla þessi sann- gjörnu tilmæli mín, skuluð þér vera aufúsugestur á skipinu mínu, þar til þér farið í land í Ensenadafirði. Ef þér hinsvegar afsegið þessa sann- gjörnu beiðni, get ég ekki ábyrgzt neitt um, hvað fyrir yður kann að koma.“ Þessu var auðsvarað af minni hálfu. Ég sagði við Watanabe á spænsku: ,,Segið hinum ágæta skipstjóra yðar, að hann þurfi ekkert áð óttast hvað mig snertir. Ég mun vissulega ekki svíkja mann, sem ég á lif mitt að launa. Hvað áfengisbannið snertir, þá er ég aðeins einn af mörgum milljónum Bandaríkjaþegna, sem enga samúð hafa með bannlögunum og óska þeim sem fyrst veg allrar veraldar. Lög, sem sett eru án sam- þykkis þjóðarinnar, eiga engan rétt á sér. Ég óska skipstjóra yðar allra heilla og vona, að hann landsetji svo mikið af áfengi í Kalífomíu, að það sannfæri ráðamenn þjóðarinnar í Washington um, að Kalífornía óski engra bannlaga og ætli sér ekki að þola þau, hvað sem öllum lögum líður.“ Watanabe endurtók orð mín á jap- ösku, og varð þá andlit skipstjóra eitt bros. Við tókumst í hendur, og það sem eftir var af dvöl minni um borð á X------, var á allan hátt hið þægilegasta. Við komum til Ensenada sextíu klukkustundum eftir að ég hafði fall- ið í sjóinn úr bátnum mínum undan Santa Catalínuey. Mér reyndist auð- velt að sannfæra starfsmenn innflytj- endaskrifstofunnar um ástæðuna til þess, að ég var vegabréfslaus, og að erindf mitt til Mexíkó væri ekkert annað en það, að komast á þurrt land og flýta mér sem mest ég mátti norður yfir landamærin til Kalíforníu. Tuttugu mínútum eftir að ég kvaddi Watanabe og Yamaguchi skip- stjóra — þetta eru, eins og að lík- um lætur, gervinöfn —, var ég kom- inn upp í flugvél Western Air Ex- press og á leið til Alhambra, flug- hafnar Los Angeles. Eftir tveggja stunda flug, símaði ég af flugvellin- um til konu minnar í Santa Monica. Vinkona hennar, frú Calvin, svaraði í símann: „Hvað, ert þetta þú, Johnl Þetta er eins og tala við dauðan mann. Það var komið með bátinn. þinn í gær til Avalon. Dr. Wilborn símaði konunni þinni, og hún fór með fyrstu flugferð til Avalon. Margar flugvélar og flestir bátar i Avalon eru að leita þín dauðaleit." „Gerðu svo vel að ná símtali við Dr. Wil- born,“ svaraði eg. „Ef þér tekst ekki að ná sambandi við hann, þá náðu í vin minn Pedro Reyes, borgarstjóra í Avalon, og segðu þeim, að ég komi með næstu flugvél. Ef þér tekst ekki að ná í Reyes, þá segðu Windle dóm- ara þetta eða Túnfiskifélaginu. Eftir tvær mínútur verð ég að vera kom- inn upp í flugvélina." Þótt ég væri aðeins klæddur í þá fatagarma, sem ég hafði fengið hjá hinum japönsku vinum mínum, hljóp ég út úr síma- klefanum út á flugvöllinn, keypti farmiða og náði flugvélinni, um leið og stiginn var tekinn. Ég smellti mér í eitt sætið meðal hóps af vel- klæddum brúðhjónum, sem voru í brúðkaupsferð til Avalon, og á næsta augnabliki var flugvélin kom- in á loft. Fjörutíu mínútum síðar lentum við 25 HEIMILISPOSTURINN

x

Heimilispósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.