Heimilispósturinn - 16.08.1951, Síða 28

Heimilispósturinn - 16.08.1951, Síða 28
í Avalonhöfn, og ég var fyrsti far- þegi út úr flugvélinni og upp á hryggjuna — og beint í faðminn á konunni minni, sem stóð þarna og heið mín með föður mínum. Hún lagði höfuðið á öxlina á mér og grét g'leðitárum. ,,Ég sagði þeim, að þú værir ekki drukknaður, elskan mín,“ kjökraði hún. „En þegar þeir fundu bátinn þinn tóman, þá trúði enginn, nema við pabbi þinn, að þú værir á lífi." Um kvöldið sátum við í Saint Catherina gistihúsinu, — ég í fötum, sem vinir mínir í Avalon höfðu lán- að mér, — og ég naut með konu minni og föður fyrstu amerisku máltíðarinnar, sem ég hafði neytt I þrjá sólarhringa. Meðan við borðuð- vim, sagði faðir minn mér draum er hann dreymdi, sem mér virðist einhver einkennilegasta tilviljun, er ég hef nokkru sinni heyrt um. Frá- sögn hans var svona: „1 fyrradag síðdegis fannst mér ég vera þreyttur, og ég lagði mig. Ég sofnaði fljótt, og mig fór að dreyma. Ég þóttist standa á hafnarbryggjunni í Santa Monica og var að horfa á þig þarna -á sundi. Nokkuð langt úti sá ég mann á sundi, er virtist vera hjálparþurfi. Ég þóttist kalla til þín: Sjáðu, sonur, þarna er maður að drukkna, farðu og hjálpaðu honum! Augnabliki síð- ar vakti síminn mig. Það var dr. Wilbom, sem sagði mér, að bátur- inn þinn hefði fundizt fimm sjó- mílur undan San Clementeey, og hvernig komið væri. Allt virtist benda til þess, að þú hefðir fallið fyrir borð og drukknað. Ég símaði strax til Huth (konunnar minnar) og við tókum fyrstu flugferð til Avalon." „Jæja, pabbi," sagði ég, „ef til vill er þetta ekkert nema tilviljun eða Tcannske einhverskonar hugsanaflutn- ingur, en mig dreymdi nákvæmlega sama drauminn, þegar ég opnaði aug- Reikn ingsdœmi. Þessi dæmi eiga sammerkt við hin fyrri að þvi leyti, að ekki þarf ann- að en einfalda reikningskunnáttu til þess að leysa þau. Þau eru dálítið óárennileg í fljótu bragði, en þó auð- veldari en þau virðast vera. 1. XXX) xxxxxxxx (xx7xx A xxx B xxx C xxx D xxxx E xxxx 0 Deiling. Dæmið gengur upp. Finn- ið tölustafina. 2. Tölurnar D, BE, BFFA eru frum- tölur, engin tala gengur upp í þeim. Þegar þessar 3 tölur eru margfald- aðar saman, kemur út talan ABCBA (hún er eins, hvort sem hún er lesin aftur á bak eða áfram, eins og þið sjáið). ABCDEF eru mismunandi tölustafir. Finnið þá. Ráðningar á bls. 29. un og sá skipið sem bjargaði mér. Og hérna hefurðu nokkuð til um- hugsunar. Þú hefur lengi aðhyllzt bannlögin, en ég hef alltaf verið mót- fallinn þeim. Ég skal nú viðurkenna, að ég á áfengisbanninu líf mitt að launa. Ef þessi heimskulegu lög væru ekki til, þá hefði engin smyglsnekkja verið á sveimi vestur af Santa Cata- línaey í leit að túnfiskavöðu til að dylja atvinnuveg sinn fyrir landhelg- isvörðunum. Það er engum vafa imd- irorpið, — ég á bannlögunum líf mitt að launa! Ó. Sv. þýddi. 26 HEIMILISPÓSTURINIsr

x

Heimilispósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.