Heimilispósturinn - 16.08.1951, Blaðsíða 29
RICHARD CONNELL:
Gott minni er gulli betra.
OKUNNI maðurinn með ístruna
og demantana, meira en lítið
drukkinn, vildi endilega tala. Ég lét
J>að eftir honum. Ekki svo að skilja,
að ég hefði getað komið í veg fyrir
Jiað. Við vorum að fara yfir Sundið,
og mér leið ekki rétt vel.
„Gott minni,“ sagði hann hátíð-
lega, „er gulli betra. Annað hvort
hefurðu það — eða ekki. Eins og
vörtur."
Ég gaf frá mér hljóð; það gat þýtt
hvað sem var.
„Það voru einu sinni þrír náung-
ar,“ sagði hann, „Haig og Griggs og
McGinty . . .“
Ég stundi lágt. Það var ekki á
verra von, saga um Skota, Englend-
ing og Ira. En ég var of aumur til
J)ess að standa upp úr stólnum við
hliðina á honum.
„Þeir voru að leita að gulli,“ sagði
hann. „1 Afríku. Höfðu ekki fundið
upp í nös á ketti. Þeir lágu við hjá
vatni, — hvern skollinn heitir það nú
aftur. Þeir voru að éta bolaspað.
„Hvar er saltið?" segir Griggs.
Hann var enskur og rellinn. „Gleymdi
því,“ segir McGinty; hann hafði far-
ið suður eftir vistum.
„Það var mikið, að þú skyldir ekki
gleyma að koma aftur,“ segir Haig.
„Ég hef fréttir," segir McGinty.
„Stórtíðindi."
„Einu tíðindin, sem mig langar til
að heyra, eru þau, að þú vitir um
gull. Sand af gulli," segir Haig. Þú
veizt, hvernig Skotar eru.
„Það var lóðið,“ segir McGinty.
Þeir snarhættu að éta.
„Svo er mál með vexti,“ segir Mc
Ginty. „Munið þið ekki eftir Pétri
Bloom? Nú, nú, hann dó í Jóhann-
esarborg, meðan ég var þar. Ég sá
hann leggja upp laupana. Fyrir
langa-löngu bjargaði ég honum úr
klónum á hópi af Zúlumönnum. Nú-
nú, þegar Pési gamli er kominn í
andlátið, segir hann mér, að hann
sé nýkominn úr gulleit, og sýnir mér
dálítið af málmgrýti, og þarna er
gullið eins og rúsínur í graut. Og
af því að ég var lagsmaður hans,
segir hann mér, hvar hann hafi fund-
ið það. Svo rymur í honum, og hann
gefur upp goluna.“
„Ha,“ æpa Griggs og Haig ein-
um rómi. „Hvar fann hann það?“
„1 litlum dal, hálfa mílu í háaust-
ur frá einhverju þorpi."
,Hvaða þorpi?“ öskra Griggs og
Haig.
McGinty klórar sér í höfðinu.
„Jæja, ég skal segja ykkur,“ segir
hann. „það er skrýtið, en ég er bú-
inn að gleyma því.“
„Ha!“ belja þeir.
„Þetta datt alveg úr mér, þegar
Pési gamli var að skilja við,“ segir
McGinty.
„Hugsaðu þig um, maður, hugsaðu
þig um,“ öskra þeir.
„Mig verkjar í hausnum af um-
hugsun,“ segir McGinty. „Látum okk-
ur sjá. Einhvers staðar i Afríku."
„Einmitt það,“ segir Griggs háðs-
lega, eins og Englendingum er lagið.
„Allra notalegasta kot, Afríka. Þurf-
um ekki annað en að litast um. Byrja
suður á Kap og leita norður til
Kaíró.“
HEIMILISPÖSTURINN
27