Heimilispósturinn - 16.08.1951, Side 30
„Hvernig nafn var það?“ hvæsir
Haig.
„Það var bara nafn,“ segir Mc-
Ginty. „Ég held, að það hafi byrjað
á P, eða kannski B. Það er allt í
þoku.“
„Þú ert fæddur í þoku,“ segir
Griggs.
„Var það Zunds, Lepata, Haver-
klip, Usutu, Dullstroom, Smitsdorp,
Wittpoort, Blinkwater — ?“ spyr
Haig.
„Veit ekki,“ segir McGinty, „það
er einhvers staðar í höfðinu á mér.“
„Við skulum kljúfa það og gá,“
segir Griggs.
„Er það langt nafn? segir Haig.
„Ekki mjög,“ segir McGinty.
„Er það stutt?“ segir Griggs.
„Ekki mjög,“ segir McGinty. „En
ég er ekki alveg viss. Það er alveg
á vörunum á mér.“
„Mundirðu kannast við það, ef
þú heyrðir það?“ spyr Haig.
„Kannski," segir McGinty.
Þeir taka nú fram hrúgu áf landa-
bréfum og byrja. Alla nóttina bauna
þeir nöfnum á McGinty. Þeir fá ekk-
ert út úr Mc Ginty annað en það,
að hann haldi, að það sé eitthvað á
borð við Higginsville, eða kannski
Ballyshannon.
Þeir hella öllu romminu sínu ofan
í hann, og vona, að það losi um eitt-
hvað í hausnum á honum, en þá fer
hann að syfja. Þeir eru orðnir snar-
vitlausastir allra manna, sem sögur
fara af, hvítra, svartra og gulra, og
McGinty er ekki heldur neitt kátur,
þangað til hann deyr.
Þegar hann vaknar um hádegi, get-
ur hann ekki hreyft sig, því að hann
er bundinn á höndum og fótum.
Griggs og Haig sitja hjá honum og
segja ekkert og eru skuggalegir á
svip.
„Hó,“ æpir McGinty. „Hvað er
þetta? Hvað ætlið þið að gera?“
„Það er ekki nema eitt að gera við
kvikindi eins og þig,“ segir Haig og
er mjög súr og skozkur á svipinn.
„Kasta þér í vatnið. Er það ekki
satt, Griggs?"
„Laukrétt," segir Griggs, kaldur og
enskur.
Svo að þeir taka McGinty, sem er
enginn afturkreistingur, og bera
hann niður að vatninu, en hann brýst
um og beljar, og fleygja honum á
tuttugu feta dýpi.
Þeir eru fljótir að draga hann upp
og hrista mestu af vatninu upp úr
honum, og hann opnar augun, og
þeir urra í eyrað á honum:
„Fljótur! Hvað hét það?“
McGinty-deplar augunum og segir:
„Þetta var alveg að koma. Ég sá öll
atvik í lífi mínu, — gamla heimilið
í Donegal, þegar ég stal brókunum
biskupsins, þegar ég smyglaði ianda,
allar stelpurnar sem ég kyssti (og
það tók langan tíma), náungann sem
ég sló með flösku i Híó, stelpuna,
sem ég var nærri þvl giftur í Nome,
og ég var að koma til Afríku, þeg-
ar —“
Griggs lítur á Haig. Haig lítur 4
Griggs. Þeir taka McGinty upp og
kasta honum aftur út í. Þeir halda
honum lengur niðri en áður. En það
kemur fyrir ekki. Hann var ekki
kominn lengra en þar sem hann hafði
prettað Hottentotta um hlass af fíla-
beini. Svo að þeir kasta honum enn
út í. 1 þetta skipti munaði ekki hárs-
breidd, að hann væri steindauður, en
þeir kreistu úr honum vatnið, og
hann raknar við og hóstar upp úr
sér nafninu á þorpinu.
Þeir fara nú þangað daginn eftir,
og viti menn, þeir finna þarna hauga
af gulli, og þeir helga sér landið,
og þetta er strax orðin stærsta og
frægasta gullnáma i heimi. Nú er
28
heimilispósttjrinn: