Heimilispósturinn - 16.08.1951, Síða 33
mátti. Hann fer inn í borðið á
tromptíu og spilar tígli í 10. útspili.
Nú þarf hann ekki annað en að
hleypa tígultíu undir V, þá verður
V annaðhvort að spila tígli aftur eða
í lit, sem hvorki N né S eiga. En
V er hrekkjóttur: hann á nú eftir
H G og T K, 4 og lætur tígulfjarka
í tíuna. S ályktar, að A eigi nú eftir
bæði kóng og gosa í tígli; hann get-
ur því fengið alla slagina, en í para-
keppni getur munað mjög mikið urn
einn slag. S spilar því síðasta tromp-
inu undir ásinn, sem er síðasta tromp
í borði, og spilar tígli. En A vissi
líka sinu viti; hann grunar, að V
eigi kónginn í tígli, annars hefði S
lagt spilin upp, og skilur, til hvers
hann ætlast. A lætur þvi tigulgosa,
en S þykist nú öruggur um, að hann
eigi kónginn eftir, og lætur drottn-
ingu. V fær slaginn, og síðasta slag-
inn á hjartagosa.
3.
Eftir þessa brögðóttu varnarspil-
ara er rétt að sýna slunginn sagn-
hafa:
Norður:
4 10, 9, 8, 7, 6
V D,8,4
4 Á, D, 5
4» 10,2
Vestur: Austur:
♦ 3 4 K,G,4
y Á, K, 10, 6, 3 ý 9, 7, 5, 2
4 K, 7 4 8, 3
Jft Á, K, D, 7, 3 Jf, G, 8, 6, 4
4 Á, D, 5, 2
¥ G
4 G, 10, 9, 6, 4, 2
4 9,5
V spilar 4 hjörtu. N spilar út spaða-
tíu. Hvernig á V að spila?
Spilið vinnst, ef ekki þarf að gefa
2 slagi á tígul, en það er nokkurn
veginn víst að S spilar tígli, þegar
hann kemst inn. V á því að láta
spaðafjarka úr borði, og þá myndu
flestir með spil Suðurs hleypa tíunni.
N heldur þá sennilega áfram með
spaðann, hann á ekki á betra völ, V
trompar, tekur 2 hæstu trompin,
spilar því næst laufi, þangað til N
trompar með drottningunni. Suður
kemst aldrei inn, og V gefur annan
tígulinn í borði í fimmta laufið.
Þetta spil var spilað í meistara-
keppni í Bandaríkjunum, í para-
keppni kvenna. Flestar konurnar, er
spiluðu í V, létu spaðagosa úr borði
í útspilið og töpuðu spilinu. Ein kona
lét fjarkann og vann spilið. Það var
Helen Sobel, sem er talin einn snjall-
asti bridgespilari, sem nú er uppi.
Gissur biskup Einarsson.
Ludvig Harboe Sjálands-
biskup segir í riti sínu um sið-
skiptin á íslandi svo frá mála-
kunnáttu Gissurar Einarssonar,
en hann hafði stundað nám í
Hamborg og Wittenberg:
Hann talaði svo vel þýzku, að
þarlendir menn urðu oft að játa,
að þeir myndu telja hann fædd-
an í Þýzkalandi, ef þeir hefðu
ekki vitað, hvaðan hann var.
Til dæmis um þetta er einnig frá.
því sagt, að þá er hann hafði
verið valinn til biskups í Skál-
holti og kom til Kaupmanna-
hafnar árið 1539 til vígslu, lagði
Kristján konungur þriðji fyrir
hann að tala annaðhvort þýzku
eða latínu, og hann valdi þýzku,
en þá vildi drottningin ekki trúa
því, að hann væri íslendingur.
Varð þá að hafa uppi á íslenzk-
um pilti, sem skyldi tala við
hann íslenzku, og voru þeir
einnig látnir lesa fræði Lúters
hin minni á íslenzku.
HEIMILISPÖSTURINN
31