Heimilispósturinn - 16.08.1951, Síða 34

Heimilispósturinn - 16.08.1951, Síða 34
TJARNARBÍÓ: HEIMILIS PófuRINN Kvíkmyndaopnan Wild Harvest. Aðalhlutverk: Alan Ladd, Dorothy Lamour. Tjarnarhíó sýnir á næstunni kvikmyndina Wild Harvest, með Ladd og Lamour í aðalhlutverkunum. Myndin fjallar um hveitiuppskeru, eins og nafnið bendir til, og er ýmsum þáttum marglegs iífs ofið inn í. Myndin hefur hlotið geysimiklar vinsældir hvarvetna, og er talin ein fremsta mynd Alans Ladds. — Hún er byggð á sögunni „The big Haircut“ eftir Hauston Branch, um fólkið sem annast hveitiuppskeruna í Texas, Kansas, Suður Dakota og Nebraska. — Alan Ladd og Dorothy Lamour hafa aldrei áður leikið saman aðlhlutverk í neinni mynd, en gagnrýnendur telja að þeim hafi aldrei tekizt betur upp en í „Wild Harvest". Hinir mörgu aðdáendur þessara ágætu leikara munu vafalaust hlakka til að sjá þau í þessari ágætu mynd, Alan Ladd og Dorothy Lampur. NÝJA BÍÖ: Scott of the Antarctic. Brezk mynd frá Ealing Studios. Framleiðandi Michael Balcön. Leik- stjóri Charles Frend. Aðalhlutverk: John Mills. . Þetta er stórfengleg mynd í eðlilegum litum (Technicolor), um för Roberts Scotts og félaga hans til suðurheims- skautsins, afrek þeirra, hrakninga, raun- ir og hörmuleg endalok. Robert F. Scott var höfuðsmaður í brezka sjóliðinu. Hann hafði verið foringi leiðangurs til Isálfimnar 1901—1904; fórst honum það vel úr hendi, og hlaut hann mikla frægð af. Árið 1910 tók hann að hugsa aftur til suðurferðar, keypti traust skip og réð til sín valið lið. Ferðin var hafin um mitt sumar og voru þeir komn- ir suður i ársbyrjun 1911, en þá er há- sumar á þeim slóðum. Leiðangur þessi skyldi sinna ýmsum vísindastörfum, en eitt helzta markmiðið var að reyna að komast á heimskautið, og skyldi Scott sjálfur stýra beim flokki, sem til þeirrar farar vur vaPnn. Var þá svo áliðið sumars, að þessi ferð varð að bíða vors. Þarna hittu þeir Ronald Amund- sen og félaga hans, sem ætluðu einnig að freista að finna heimskautið um sama leyti. Þegar voraði, í október 1911, var haf- inn undirbúningur undir suðurförina, en 3. nóvember var lagt upp í hana. Voru þeir 9 saman, en á miðri leið sneru fjór- ir við, eins og ráð hafði verið fyrir gert, en fimm héldu áfram. Sóttist ferðin greið- lega, og voru þeir komnir á heimskautið 16. janúar 1912. Þá komu fyrstu von- brigðin: Þarna blakti norski fáninn, Amundsen hafði lagt fyrr upp frá öðrum stað og orðið rétt um mánuði á undan. John Mills. Þarna er sléttur jökull, um 10.000 fet yfir sjó. Ferðin hafði til þessa gengið að óskum, en nú varð þeim allt þyngra. Veður hafði verið sæmilegt, en tók nú að spillast, allskonar kvillar og óhöpp steðjuðu að. Þrek sumra leiðangursmanna tók að bila eftir margra mánaða strit, færðin varð sífellt þyngri. Loks kom að því, að einn þeirra þraut, Evans að nafni, og andaðist hann 17. febrúar. Enn var áfram haldið, annar leiðangursmanna, Oates, varð svo veikur, að hann gat ekki fylgzt með, og að lokum óskaði hann að verða skilinn eftir. Félagar hans þvertóku fyrir það, en eina nóttina hvarf hann í foráttuveðri úr tjaldinu og kom ekki aftur. Nú voru aðeins þrír eftir. Enn hélzt sama ótíðin, þeir urðu oft veðurtepptir, vistir gengu til þurrðar og heilsu þeirra hrakaði dag frá degi. 29. marz tjölduðu þeir í sextugasta sinn frá því er þeir fóru af heimskautinu; þá áttu þeir 18 km. leið að einu forðabúrinu. Þar lágu þeir veður- tepptir í nokkra daga, •— og þar urðu þeir til. Scott hafði lagt svo fyrir, að tveir menn skyldu leggja af stað á ákveðnum degi til móts við hann, og skildu þeir hittast við forðabúr eitt, það hið sama, sem þeir Scott áttu aðeins skamman spöl ófarinn til. Sendimenn komust í áfangastað, biðu þar i marga daga, en treysust ekki vegna illviðra að, halda lengra suður. Þeir kom- ust nauðulega og veikir aftur til félaga sinna. Leið svo veturinn, en þegar voraði, í október 1912, fóru 11 menn að leita að Scott og félögum hans. Þeir fundu tjald- ið og lík þeirra þriggja, er þangað kom- ust. Þar votu dagbækur Scotts, með ná- kva^f??"' ri .vYög'n um ferðalagið og mörg bréf til ástvina hans og annarra. Hann hafði lifað lengst þeirra félaga. Þannig lauk helför Scotts til heims- skautsins. §? #

x

Heimilispósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.