Vinnan


Vinnan - 25.10.1979, Blaðsíða 14

Vinnan - 25.10.1979, Blaðsíða 14
Fulltrúar stjórnmálaflokkanna. Talið frá vinstri: Kristian Poulsen, Isak Kleist, Stoch Lange og Peter 0sterman. um við sætt okkur við ef að minnsta kosti 60% af þeim sem við hana vinna eru Grænlendingar. Frá Danmörku er veittur einn millj- arður króna á ári til Grænlands, en það hefur sýnt sig að um 80% af þessari upphæð skilar sér aftur til Danmerkur eftir ýmsum leiðum, t. d. í áfengiskaup- um frá Danmörku. Flokkurinn vill að Grænlendingar sitji einir að fiskmiðunum við landið og þau verði nýtí á vísindalegan hátt. Fiskveið- ar útlendinga í grænlenskri landhelgi nema um 4 milljörðum króna á ári í aflaverðmætum, sem myndi samsvara um 20 milljörðum í útflutningsverð- mætum, væri fiskurinn unninn á Græn- landi. Stoch Lange um Siumut: Flokkurinn var stofnaður í júlí 1977 og var fyrstur flokka til að taka upp baráttuna fyrir heimastjórn. Heima- stjórnarlögin eru algjört skilyrði þess að eðlileg þróun geti átt sér stað í land- inu og þýðir meiri möguleika á auknum framförum í framtíðinni. Siumut hefur verið andsnúinn þeim olíurannsóknum sem fram hafa farið við Grænland. Ekki aðeins vegna þess að þær skapa hættu fyrir mestu auðlind- ir landsins, — fiski- og selastofnana, — heldur ekki síður vegna þeirrar miklu innflytjendaöldu sem fylgja myndi í kjölfar umsvifa auðfélaga í landinu, til stórskaða fyrir grænlenskt samfélag. 011 menntun skal byggjast á græn- lenskum forsendum og fara fram á græn- lensku. Atvinnulífið skal grundvallast á fé- lagslegu rekstrarformi, þar sem það tryggir best að afraksturinn falli Græn- lendingum í skaut. Það er skoðun flokksins að hin litlu byggðasamfélög vítt og breitt um land- ið séu mjög mikilvæg grænlensku sam- félagi og hann viðurkennir rétt fólks til búsetu þar sem það óskar. Siumut vill byggja upp þjóðfélag sem byggir á samhjálp og félagshyggju. Mennta þarf Grænlendinga sem best, þannig að þeir verði reiðubúnir að taka sjálfir í notkun þá tækni sem þróuninni fylgir. Peter Osterman um Atassut: Skoðun Atassut er að styrkja verði það samband sem verið hefur milli Grænlands og Danmerkur sl. 250 ár. Flokkurinn telur að Grænland geti ekki þrifist án sambands við Danmörku og Efnahagsbandalags Evrópu. Gamla veiðimannasamfélagið er útdautt og tækniþróun nútímans gerir þetta sam- band nauðsynlegt. Ljóst er að ör þróun síðustu ára hefur haft stórkostleg vanda- mál í för með sér, en hún hafi einnig haft sínar björtu hliðar. Atassut vill áframhaldandi aðild að EBE, en sú aðild þarf þó ekki að vara lil eilífðar. Þegar á allt er litið hefur þróunin haft stórkostlega góð áhrif á Grænlandi. Flokkurinn vill blandað hagkerfi. Hann er hlynntur olíuvinnslu við Græn- land og telur að námavinnsla sé landinu nauðsynleg, þar sem landið verði að v;ra hluti af þeim veruleika sem í heim- inum ríki. Atassut er ekki flokkur neinnar ákveðinnar stéttar og berst ekki fyrir neinn ákveðinn þjóðfélagshóp — hvorki landfræðilegan né stéttarlegan. ■K Þegar farið var að ræða flokkana og spyrja fulltrúa þeirra kom fram, eins og fyrr segir, að Atassut var nokkuð sér á báti. Hinir þrír eru allir vinstri flokkar, en innan þeirra má svo segja að Inuit Ataqstigit hafi haft sérstöðu. Hinir tveir, Siumut og Sulisartut Partiat, eru nánast jafnaðarmannaflokkar meðan Inuit rær á miðum Maóista. Þannig kom í ljós, að það sem skildi á milli Siumut og þeirra félaga hans sem stofnuðu Sulisartut Partiat var óánægja hinna síðarnefndu með of mikil áhrif menntafólks á kostn- að verkafólks. Þess vegna var Sulisartut Partiat stofnaður. Alþjóðleg samskipti frumbyggja Nú er komin til áhrifa á Grænlandi kynslóð sem leggur metnað sinn í að vera eskimóar, — ekki aðeins Grænlend- ingar. Í þessu felst mikill áhugi á kyn- bræðrum í öðrum löndum og aukin sam- vinna við frumbyggja annars staðar í heiminum. Frumbyggjar landa sem hvíti maður- inn hefur fengið áhuga á, hafa gjarnan orðið þeim örlögum að bráð að verða homrekur, minnihlutahópar sem hvítir aðkomumenn hafa litið á sem tálmanir á vegi landvinninga og nýtingu auð- linda. Indíánar Norður-Ameríku, eski- móar í Kanada, Alaska og á Grænlandi, negrar í Afríku og Astralíu; allt eru þetta þjóðflokkar sem orðið hafa fyrir biturri reynslu af valda- og fjárgræðgi hvíta kynstofnsins. Hér við bætist svo sú fullvissa sem gjarnan hefur fylgt hvíta manninum, að hans kynstofn, 12 VINNAN

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.