Vinnan


Vinnan - 01.01.1998, Blaðsíða 1

Vinnan - 01.01.1998, Blaðsíða 1
Heimsmeistarar Þeir sem stefna hátt vita að styrkurinn felst í samstöðunni og kraftinum, það er fyrst og fremst þetta tvennt sem þarf til. Það skaðar heldur ekki að keppa ein- beittur að settu markmiði. Þannig má ná árangri á ótrúlegustu sviðum. Danskir málmiðnaðarmenn sýndu rækilega fram á það fyrir jól með því að hreppa heimsmeistaranafn- bót. Og í hverju? -Jú, kvennahandbolta. Metal, samband málmiðnaðarmanna í Dan- mörku, er aðalstyrktaraðili danska kvennalands- liðsins í handbolta en liðið hefur unnið öll þau verðlaun sem keppt hefur verið um á undanförn- um árum. Liðið í Metal-búningunum sannaði síð- an fyrir fullt og allt styrk danskra málmiðnaðar- manna með heimsmeistaratitli í lok sl. árs. Ofur- hetjur? arlaráðstefna MFA var fjölsótt og fróðleg. Leitað var að fyrirmyndarkarlin- um og spáð í hvort hann væri hetja eða vinnudýr. Jafnt David Crocket sem íslenskir útlagar komu við sögu S1111 (Mlill 1111 Menntamálin eru efst á baugi í þessari Vinnu. Meðal annars fjallar Kristján Bragason, starfs- maður VMSÍ, um það sem helst virðist koma í veg fyrir að fólk afli sér aukinnar menntunar. Skipulagsmál hreyfingarinnar eru Þrándur í Götu menntamála, segir Garðar Vilhjálmsson, skrif- stofustjóri Iðju. Almenn hæfni verður stöðugt mikilvægari að mati Ingibjargar Elsu Guðmundsdóttur, fræðslufull- trúa MFA. Sérþjálfaður og sérhæfður eru hugtök sem Guð- mundur Þ Jónsson, formaður Landssambands iðn- verkafólks, vill nota. Menntun gegn atvinnuleysi er efni greinar Ingi- bjargar Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra Símennt- ar. Sjá bls. 4-7 Tökum til! anska alþýðusambandið er 100 ára í ár og Flans Jensen formaður þess vill nota tækifærið og dusta rykið af verkalýðshreyfingunni, gera hana ágengari og opnari. Viðtal við Hans Jensen er á... Bls. 13 Mannréttindabrot Verkalýðshreyfingin i Swazílandi í Afríku hefur átt undir högg að sækja. Tilraunir hafa meira að segja verið gerðar til að ráða forsvarsmenn hennar af dögum. Viðtal við Jan Sithole frá alþýðusambandi Swazílands er á... Bls. 9 Öryggisskór Ekki aðeins bráðnauðsynlegir heldur líka hátískuvara hjá unga fólkinu. Bls. 11 Bls. 12 Lífeyrissjóðafrum- varpið afgreitt Frumvarp til laga um skyldutryggingu lífeyris- réttinda og starfsemi Iffeyr- issjóða var samþykkt á Al- þingi skömmu fyrir jól. Eng- ar verulegar breytingar urðu á frumvarpinu frá því það var afgreitt úr nefnd þeirri sem falið var að end- urskoða fyrirliggjandi drög að frumvarpi sl. vor. Eins og kunnugt er skilaði nefndin sameiginlegum til- lögum og sátt þykir því ríkja um þessi mikilvægu mál. Alþýðusamband Islands og Vinnuveitendasamband fs- lands voru meðal þeirra sem fulltrúa áttu í nefndinni. Sam- böndin stóðu saman að tillögu- gerð í málinu og voru bæði samtökin sátt við frumvarpið eins og það leit út eftir breyt- ingar í nefndinni. Þau hafa í kjölfar samþykktar þess lýst yfir ánægju með þau mikil- vægu tímamót sem þar með hafa orðið hvað varðar málefni lífeyrissjóða á almennum vinnumarkaði. Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambandsins, segir þessa niðurstöðu tryggja sátt um eðlilega og skynsamlega uppbyggingu lífeyrissjóðanna á íslandi. Mikilvægt sé að frum- varpið nái til alls lífeyrissjóða- kerfisins og í því sé tekið tillit til hagsmuna allra þeirra aðila sem að málinu koma. Hann bendir á að verkalýðshreyfingin hafi lengi kallað eftir löggjöf um starfsemi lífeyrissjóða. Frumvarpið var samþykkt nær óbreytt frá nefndinni. Grét- ar segir mikilvægast að sam- tryggingarhlutverk lífeyrissjóð- anna verður áfram við lýði og tryggt er að allir eigi að taka þátt í lífeyrissparnaði. Afram verður byggt á hóptryggingum í stað einstaklingstrygginga. Aðild að lífeyrissjóði verður á- fram hluti af umsömdum kjör- um á vinnumarkaði. Lífeyris- spamaðurinn getur verið sam- settur úr samtryggingu og sér- sparnaði en í núverandi leik- reglum sé ekkert sem hindri það. Akvörðun um að bjóða upp á slíka samsetningu er á valdi hvers lífeyrissjóðs. Nýju lögin gera ráð fyrir að hver einasti maður á vinnu- markaði greiði að minnsta kosti 10% af tekjum sínum til lífeyr- istrygginga. Til að tryggja það er gert ráð fyrir að eftirlit með því verði hluti af almennu skattaeftirliti. Lífeyrissjóðimir gegna mik- ilvægu hlutverki við að tryggja afkomu þeirra sem missa starfsgetu vegna örorku eða aldurs og fjárhagslegt sjálfstæði þeirra á komandi áratugum. Þannig eiga þeir þátt í að tryggja hagsmuni skattgreið- enda í framtíðinni þar sem þorri aldraðra hefur öraggar tekjur ó- háðar sveiflum í efnahag eða afkomu ríkissjóðs. Bæði ASI og VSI hafa bent á að aðeins með þeirri víðtæku samstöðu sem náðist í lífeyrismálunum á síðari hluta sl. árs hafi verið hægt að tryggja til frambúðar hið fjölþætta og mikilvæga hlutverk lífeyrissjóðanna. Margt bendir til þess að flotinn haldi sig í höfn á næstunni. Vél- stjórar stefna í verkfall þann 17. janúar og veriö er aö kjósa um verkfallsboðun innan Sjómannasambandsins og Farmanna- og fiskimannasambandsins. Veröi verkfallsboðun samþykkt mun verkfall sjómanna skella á þann 2. febrúar, hafi kjarasamningar ekki náöst fyrir þann tíma. Sjómenn á Vestfjörðum hafa þegar samþykkt verkfall frá og meö 2. febrúar, hafi samningar ekki náðst. Niðurstöður kosninga um verkfallsboðun voru þær að hjá Sjómannafélagi ísafjarðar reyndust 86% þeirra sem þátt tóku fylgjandi verkfallsboðun en 14% á móti. í Verkalýðs- og sjómannafélaginu Álftfirðingi á Súða- vík voru rúm 83% með tillögunni en tæp 17% á móti og í Verka- lýðsfélaginu á Hólmavík sögðu um 89% já en 11% nei. Þín verslun er á eftirtöldum stöðum: Arnarbakka, Reykjavík • Vesturbergi, Reykjavík • Hagamel, Reykjavík Mjóddinni, Reykjavík • Seljabraut, Reykjavík • Suðurveri, Reykjavík Grímsbæ, Reykjavík • Hringbraut, Keflavík • Miðbæ, Akranesi Borgarbraut, Stykkishólmi • Vallholt, Ólafsvík • Ólafsbraut, Ólafsvík Skeiði, ísafirði • Silfurgötu, ísafirði • ísafjarðarvegi, Hnífsdal Vitastíg, Bolungarvík • Lækjargötu, Siglufirði • Aðalgötu, Ólafsfirði Kaupangi, Akureyri • Hafnarbyggð, Vopnafirði • Álaugarvegi, Höfn Breiðumörk, Hveragerði • Tryggvagötu, Selfossi.

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.