Vinnan


Vinnan - 01.01.1998, Blaðsíða 2

Vinnan - 01.01.1998, Blaðsíða 2
L e i ð a r i • ■SHBBBHHnBBBHHHBBHi Um áramót Nýtt ár er gengið í garð og viðburðaríkt ár að baki á vinnumarkaðinum. Segja má að tvennt standi upp úr á árinu sem leið: Kjarasamningar og átök um lífeyris- sjóðakerfið. Hvort tveggja leystist farsællega. Kjarasamningar voru undirritaðir í mars fyrir stærst- an hluta landverkafólks innan ASÍ, en sem kunnugt er eru kjaramál sjómanna enn í uppnámi. Samningarnir sem gerðir voru eru margþættir en miðuðu helst að því að færa taxta nær greiddu kaupi og hækka sér- staklega lægstu taxta. Taxtar hækkuðu um allt að 23% en yfirborganir og bónusar lækkuðu á móti. Þá var samið um fyrirtækjaþátt samninga þannig að ein- stök fyrirtæki og starfsmenn þeirra geta með aðkomu stéttarfélaga samið um frekari hækkanir. Niðurstöður kjararannsóknarnefndar sýna að samningarnir hafa fært launafólki verulega kaupmátt- araukningu. Forsenda þess er að verðbólga hefur ver- ið í lágmarki, meðal annars hafa verkalýðshreyfingin og neytendasamtökin haft uppi virkt eftirlit með verð- hækkunum. Tekist var á um grundvöll lífeyriskerfisins frá því frumvarp um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starf- semi lífeyrissjóða leit dagsins Ijós sl. vor. Nefnd sem skipuð var til að yfirfara frumvarpið, og m.a. Alþýðu- sambandið, Vinnuveitendasambandið og Vinnumála- sambandið áttu fulltrúa í, lagði mikla vinnu í að skapa nýtt frumvarp sem sátt gæti náðst um. Skömmu fyrir jól var síðan samþykkt ný löggjöf, byggð á lítið breyttu frumvarpi nefndarinnar, sem tryggir þá sátt sem stefnt var að. Lífeyrissjóðirnir gegna mikilvægu hlutverki við að tryggja afkomu og fjárhagslegt sjálfstæði þeirra sem missa starfsgetu vegna örorku eða aldurs. Þeir eiga þannig þátt í að tryggja hagsmuni skattgreiðenda í framtíðinni þar sem þorri aldraðra hefur öruggar tekjur óháðar sveiflum í efnahag eða afkomu ríkissjóðs. Hin víðtæka sátt sem náðist um lífeyrissjóðina, meðal annars vegna samvinnu ASÍ, VSÍ og VMS að málinu, ætti að tryggja þetta fjölþætta og mikilvæga hlutverk lífeyrissjóðakerfisins til frambúðar. Verkefnin sem bíða á nýju ári eru fjölmörg. Kjara- málunum lýkur aldrei og stöðugt þarf að hafa hugann við næstu skref. Það er þó Ijóst að kjarasamningar sem gilda fram yfir aldamót og sátt um lífeyrissjóða- kerfið ættu að gefa tóm til að sinna innra starfi hreyf- ingarinnar. Þar eru skipulagsmálin eitt af stærstu verk- efnunum. Skipulag verkalýðshreyfingarinnar er í stöðugri mótun og víða eru félög að huga að samein- ingu eða samvinnu til að geta betur sinnt þörfum fé- lagsmanna sinna. Eitt mikilvægasta verkefnið í starfi verkalýðshreyf- ingarinnar snýr þó að menntamálum. Ljóst er að þekk- ing og menntun, einkum verk- og tæknimenntun, munu skipta sífellt meira máli fyrir samfélagið og við- gang þess. Tækniþróun og breytt skipulag vinnunnar gera stöðugt ríkari kröfur til fyrirtækja og starfsmanna þeirra um þekkingu og hæfni til að bregðast við breyt- ingum og tileinka sér nýjungar. Þess vegna verður launafólk að eiga möguleika á að bæta stöðugt við sig menntun og þjálfun. Undirstaða þess að auka megi framleiðni í íslensk- um fyrirtækjum er aukin menntun starfsfólksins, -sem og aukin áhersla á menntamál í þjóðfélaginu sem heild, eins og fram kom í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskólans um framleiðni í íslensku atvinnulífi, sem unnin var fyrir Verzlunarmannafélag Reykjavíkur á sl. ári. Það hlýtur því að vera sameiginlegt markmið launafólks og atvinnurekenda að stuðlað verði að auknum möguleikum fólks á vinnumarkaði til mennt- unar. Þetta mikilvægi menntamálanna er einmitt það sem ASÍ hefur bent á, meðal annars í stefnuyfirlýsingu á síðasta þingi þar sem segir: „Þau samfélög sem leggja áherslu á uppbyggingu og þróun þekkingar munu helst geta boðið þegnum sínum áhugaverð störf, góð kjör og félagslega velferð." Utgefandi: Alþýðusamband íslands. Ritnefnd: Ari Skúlason, Halldór Grönvold, Snorri S. Konráðsson. Ritstjóri: Brynhildur Þórarinsdóttir. Ljósm.: RóbertG. Ágústsson o. fl. Útlit: Sævar Guðbjörnsson. Prófarkalestur: Þorfinnur Skúlason. Afgreiðsla: Grensásvegi 16a, 108 Reykjavík. Sími: 581 30 44, fax: 568 00 93. Auglýsingar: Áslaug G. Nielsen og Guðmundur Jóhannesson, símar: 533 1850, fax: 533 1855. Umbrot: Blaðasmiðjan. Filmu- vinnsla og prentun: Prentsmiðjan Oddi Dagsbrun og Framsokn sameinast Gömlu Reykjavíkurfélögin Dagsbrún og Framsókn voru formlega sameinuð á fjölmennum fundi í Súlnasal Hótel Sögu þann 6. desember sl. Tillaga um sameiningu var samþykkt einróma á fundinum, sem og lög nýja félagsins sem enn hefur ekki hlotið nafn. Stjórnir gömlu félaganna munu halda saman um stjórnartaumana þar til kosin verður ný stjórn í lok apríl nk. Framsókn og Dagsbrún buðu félagsmönn- um sínum upp á glæsilega hátíðardag- skrá í tilefni sameiningarinnar. Léttsveit Kvennakórs Reykjavíkur hóf skemmtunina, Bergþóra Ingólfsdóttir frá MFA sá um að koma sögu félaganna tveggja til skila með aðstoð leikara og Diddú söng fólk saman í lokin. Formenn Dagsbrúnar og Framsóknar ávörpuðu fundinn og litu björtum augum til framtíðar nýs sameinaðs stéttarfélags. -Við erum sterkari saman en í tveimur félögum, sagði Ragna Bergmann, formaður Fram- sóknar. Halldór Bjömsson, formaður Dags- brúnar, minntist á að 80-90% þeirra sem greiddu atkvæði um sameininguna hefðu stutt hana. -Það er ekki hægt að efast um vlija félaganna, sagði hann. -Nýtt og öflugt stéttarfélag er reiðubúið að takast á við verk- efni nýrrar aldar. Verkamannafélagið Dagsbrún og Verkakvennafélagið Framsókn eru orðin að einu stóru og öfl- ugu stéttarfélagi. Formenn félaganna, Halldór Björnsson, formaður Dagsbrúnar, og Ragna Bergmann.formaður Framsóknar, handsala sameininguna að loknum vei heppnuðum samein- ingarfundi. Hjónin Gunnar Sveinsson og Asa Sœmundsdóttir mœttu prúðbúin til aðfagna þessum merku tímamótum. Gunnar var árum saman í Dagsbrún áður en hannfór á eftirlaun. Hann vann lengi í Áburðan’erksmiðjunni en síðan í um 20 ár hjá Landsvirkjun, -sem útilegumaður, segir hann. Gunnar segir að sér lítist mjög vel á að sameinafélögin, það hefði jafnvel mátt eiga sér staðfyrr, -en betra seint en aldrei. - Þetta hefur verið góðurfundur og til fyrirmyndar. Mœðgurnar Elísabet Jónsdóttir (t.v.) og Ingibjörg Guð- mundsdóttir. Milli þeirra situr Elísabet María, 9 ára dóttir Ingibjargar. Elísabet eldri skúrar í Garðsapóteki en Ingi- björg í Réttarholtsskóla. Elísabet yngri segist stundum að- stoða mömmu sína við skúringarnar. Það má því segja að Framsókn eigi þrjár kynslóðir þarna við borðið. Mœðgurnar segja að þeim lítist vel á nýttfélag og vona að það skili miklu. Starfið í Framsókn hafi verið gott og samstarfið verði vonandi gott. Hvað sameiningarfundinn varðar segja þœr að þeim finnist dagskráin flott og saga félaganna sérstaklega skemmtileg. Björk Jónsdóttir rœstir í Domus Medica og hefur verið í Framsóknfrá 1959. Hún efast ekki um að sam- einingin eigi eftir að skila miklu en viðurkennir þó að smá eftirsjá sé eftir gamla félaginu eftir öll þessi ár. Hún vann enda á skrifstofu Framsóknar í tíu ár og var lengi í stjórnfélagsins. Björk segist ánœgð með sameiningaifundinn og að undirbúningsnefnd hans eigi heiður skilinn. Með Björk á myndinni er Aðalheiður Björk sem er fjögurra ára. Dagsbrúnarhjónin Ármann Rögnvaldsson og Elísabet Unnur Jónsdóttir mœttu með börnin þrjú áfundinn. Jón Ævar er sofandi ífangi pabba síns en Ásdís Ósk og Steinunn Birna sitja ífangi mömmu sinnar. Arrnann vinnur hjá Eimskip Sundafrosti en Elísabet er heima með börnin eftir að hafa staifað hjá Sorphreinsun Reykjavíkur. -Það gengur ekkert allt of vel að framfleita fjölskyldwmi á einföldum Dagsbrúnarlaunum en það gengur, segja þau. -Það versta er að um leið og launin hœkka aðeins hcekkar allt verð líka. Þau nefna þvífyrst ogfremst launin og ráðstöfunartekjurnar þegar þau eru spurð um helstu verkefni nýjafélagsins. Annars líst þeim ágœtlega á sameininguna og eru viss um að staifið verði öflugra í einufélagi. Af vettvangi Hlíf hvetun til sameiningar Afundi í Verkamannafélag- inu Hlíf í Hafnarfirði þann 20. nóvember sl. var samþykkt að kanna hug félagsmanna til sameiningar Hlífar og Verka- kvennafélagsins Framtíðarinn- ar. Jafnframt var skorað á ráðamenn í Hafnarfirði, Garða- bæ og Bessastaðahreppi að sameinast í eitt bæjarfélag. Sameining á Suðurnesjum Verkalýðs- og sjómannafé- lag Gerðahrepps hefur ver- ið sameinað Verkalýðs- og sjó- mannafélagi Keflavíkur og ná- grennis. Sameiningin var sam- þykkt á aðalfundi Keflavíkurfé- lagsins í haust en í allsherjarat- kvæðagreiðslu meðal félags- manna í Garði skömmu fyrir jól. TR veitti engin aðbúnaðarverðlaun Enginn vinnustaður var að þessu sinni talinn verður þess að hljóta aðbúnaðarverð- laun Trésmiðafélags Reykja- víkur. Trésmiðafélagið hefur frá ár- inu 1985 veitt viðurkenningu fyrir góðan aðbúnað á vinnu- stað félagsmanna. Viðurkenn- ingin hefur verið veitt þeim vinnustað sem aðbúnaðar- nefnd félagsins telur skara fram úr og vera til fyrirmyndar í þessum málum. Viðurkenning- in hefur fallið í góðan jarðveg og verið atvinnurekendum hvatning til bætts aðbúnaðar og starfsmönnum til góðrar um- gengni. í fréttatilkynningu frá TR segir að þrátt fyrir að aðbúnað- ur sé í dag almennt betri en fyr- ir áratug, hafi niðurstaða að- búnaðarnefndar félagsins orðið sú að enginn staður sem hún skoðaði hafi þótt skara svo fram úr að hann verðskuldaði viðurkenninguna. Ný deild í Verkamannasambandinu Deild starfsfólks í þjónustustörf- um hefur verið stofnuð innan Verkamannasambands ís- lands. Verkamannasambandið skiptist því í fjórar deildir fram- vegis; deild starfsfólks við byggingar og mannvirkjagerð, deild fiskvinnslufólks, deild starfsfólks hjá ríki og sveitarfé- lögum og hina nýju þjónustu- deild. Formaður hinnar nýju deildar er Ragna Larsen, Sel- fossi. 2 Vinnan

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.