Vinnan


Vinnan - 01.01.1998, Blaðsíða 7

Vinnan - 01.01.1998, Blaðsíða 7
\v hugtök sem vísa til framtíðar Stýrimannaskólinn í Reykjavík Innritun á 30 rúmlesta námskeiðin sem hefst 12. janúar stendur yfir. Upplýsingar í símum: fax: 551-3194, 551-3046, 562-2750. Guðmundur Þ Jönsson, formaður Iðju, vill nota hugtökin sérblálfaður og sörhæfðup. Hugtök notum við til þess að skil- greina, flokka, aðgreina og sam- eina. Þau nýtast okkur misjafnlega vel til þess að fá merkingu í fyrirbær- in sem okkur mæta. Þau geta jafnvel orðið okkur til trafala þegar þau em notuð á breyttum og nýjum tímum en eru mnnin upp úr vemleika sem var. Okkur er til dæmis tamt að nota ófag- lærður í daglegu tali um fólk sem ekki hefur lært sérstaka iðn. Hafi það nokkum tíma átt vel við þá er þetta hugtak ónothæft orðið og getur bein- línis hamlað eðlilegri framþróun í at- vinnulífi Islendinga. Það lýsir van- skilningi á aðstæðum í nútíma iðnaði og er oft notað í niðrandi merkingu að ósekju. 3 SSH CKJC^ •' Í3» :Ö" wsi Ekki lengur einföld störf Orðið ófaglærður er raunar ekki að finna í íslenskum orðabókum hvemig sem á því stendur. I safni Orðabókar Háskólans má þó finna ýmis dæmi um notkun þess áður fyrr um ólærða menn sem unnu einföld störf með iðnlærðum. „Ofaglærðir verkamenn vinna einföld störf, sem má skilja og inna af hendi þegar við fyrstu kynni,“ segir í Hugi og hönd eftir Poul Bahn- sen frá 1952. Þarna er tvennt að athuga: I fyrsta lagi vinnur verkafólk í iðnaði við margháttuð störf sem krefjast leikni og kunnáttu. Það vinn- ur við dýrar vélar sem em vandasam- ar og viðkvæmar í meðförum. Það getur skipt sköpum hvemig farið er með vélar sem kosta milljónatugi króna. Minnstu mistök geta kostað milljóna tjón. Hér er því ekki um að ræða einföld störf sem má skilja og inna af hendi á svipstundu. I öðm lagi er enginn þörf á því að taka fram að verkamaður sé ófag- lærður. Það er fullkomlega nóg að- greining að segja iðnverkamaður eða Hugtakið ófaglœrður heyrir sögunni til, segir Guðmundur Þ Jónssonformaður Iðju. Myndin er úr Kassagerð Reykjavíkur. iðnaðarmaður, verkamaður eða vél- smiður, verkakona eða fatahönnuður vilji menn gera greinarmun á þeim sem lokið hafa Iðnskóla og hinum sem það hafa ekki gert. flllt launatólk á að mennta sig Stundum er viðbótin ófaglærður greinilega notuð til þess að upphefja þá skólagengnu á kostnað hinna og er það miður vegna þess að atvinnu- greinin, iðnaðurinn, þarf á því að halda að allir starfsmenn eigi kost á menntun og starfsþjálfun. Nýbreytni og vöruþróun er krafa dagsins í öllum iðnaði eins og tekið er fram I ályktun Landssambands iðnverkafólks um mennta- og atvinnumál. Fyrirtæki sækja hinar ýmsu vottanir og gæða- stimplanir á vöm sína og framleiðslu meðal annars út á starfsmenntun starfsmanna sinna. Launafólk, atvinnurekendur og hið opinbera þurfa að snúa sér að því fyrir alvöm að skapa leiðir til þess að gefa öllu launafólki og atvinnulausum kost á almennri grunnmenntun og sífelldri starfsmennun sem getur orðið gmnd- völlur aðlögunar að ömm breytingum á vinnumarkaði. Traust og fjölbreytt undirstöðumenntun, ásamt góðri verk- og tækniþekkingu treystir und- irstöðu þróunar og framfara í þessu landi. Það er þess vegna sem æ meir er farið að hugsa um starfsmenntun á gmndvelli atvinnugreina. Allt launa- fólk innan einnar og sömu starfs- greinar þarf að eiga fjölbreytta mögu- leika á starfsmenntun, þjálfun og sér- hæfingu. Ekkert ófaglegt við störf í iðnaði Það er ekkert „ófaglegt“ við það að vinna þau störf sem unnin em í verk- smiðjum í dag. Það þarf þvert á móti að viðhafa mjög „fagleg" vinnu- brögð. Ef litið er á nokkur störf í verksmiðjuiðnaði þá sjáum við strax að um mjög vandasama og mikla ná- kvæmnisvinnu er að ræða. Islensk fataframleiðsla er á háu stigi. Um- búðaiðnaðurinn er andlit íslenskrar framleiðslu á alþjóðavettvangi og þar er eingöngu notast við flóknar og dýrar vélar. Veiðarfæraiðnaðurinn í landinu er hátækniframleiðsla sem kallar á mikla árvekni og færni. Þannig mætti lengi telja sanninda- merki um að það er ekkert ófaglegt við störf í íslenskum iðnaði. Þau kalla þvert á móti á mikla þjálfun og vem- lega fæmi starfsmanna. Við þurfum að sameinast um að nota ný hugtök sem lýsa betur störf- um í íslenskum iðnaði en þau gömlu. Iðnverkamaðurinn og iðnverkakonan eiga sinn sjálfsagða hefðarrétt. Orðið starfsmaður hlýtur einnig að vera not- að jöfnum höndum. Til aðgreiningar mætti nota sérþjálfaður eða sérhæfð- ur verkamaður eða starfsmaður. Sér- þjálfaður verkamaður væri þá sá starfsmaður sem fengið hefði stutta þjálfun á ákveðnu sérsviði. Sérhæfð- ur gæti sá talist sem lokið hefði ákveðnu réttindanámi eins og tilskilið er í kjarasamningum, t.d. sérhæft starfsfólk í fiskiðnaði sem lokið hefur 40 stunda réttindanámi. Öll störi eru þekkingarstörf Þannig lýsir hið aðgreinandi hugtak einhverri viðbótarfæmi eða viðbótar- þekkingu sem viðkomandi verka- maður eða verkakona hefur aflað sér en gefur ekki til kynna að um fá- kunnáttu sé að ræða eins og hugtakið ófaglærður óneitanlega gerir. Niðurstaða mín er því þessi: Hug- tökin sérþjálfaður og sérhæfður vísa til nútíðar og framtíðar í íslenskum iðnaði en hugtakið ófaglærður heyrir sögunni til. Öll störf í iðnaði eru að verða þekkingarstörf og til þess að leysa þau af hendi þarf starfsmenn sem eru háskólamenntaðir, fram- haldsskólamenntaðir, iðnlærðir, sér- hæfðir og sérþjálfaðir. Danir vilja vinna heima Ný Gallup könnun í Danmörku sýnir að um það bil sjötti hver Dani vinnur heima við með að- stoð tölvutækninnar. Meira en annar hver Dani vill gjarna vinna heima en þó ekki dags daglega heldur aðeins einn til tvo daga f viku. Við meira en 25 tíma á viku segja flestir nei. Aðeins 13% hafa engan áhuga á að nýta tæknina til að vinna heima. s Astæðumar sem fólk gefur fyrir því að vilja vinna heima við hluta úr vikunni eru íýrst og fremst frelsi til að ráða vinnutímanum en 48% nefndu frelsið sem aðalrök. Aðeins 6% nefndu bamagæslu sem ástæðu en 23% sparnað í ferða- kostnaði. Stöðugt fleiri Danir eru famir að vinna að einhverju leyti heima. Þó svo að flestir þeirra séu háskóla- menn og annað langskólagengið fólk er að verða mikil breyting þar á. Um 7% félagsmanna í danska al- þýðusambandinu (LO), eða um 90 þúsund manns, vinna hluta af sinni vinnu heima með hjálp tölvunnar en 26% faglærðra innan LO. Um það bil fimmti hver LO meðlimur, eða um !8%, metur það sem svo að hann sinni verkefnum í vinnunni sem hann gæti hæglega unnið heima. Fjarvinna eða heimastörf eru tal- in hafa blómstrað í Danmörku vegna þess að bæði atvinnurekend- ur og launafólk hafa farið að leggja áherslu á sveigjanleika. Tæknin er auk þess orðin almenn á sama tíma og launafólk fer fram á betra sam- spil milli vinnu og frístunda, heils- dagsstarfs og ungra barna. Fólk er farið að gera kröfu um að geta skipulagt virku dagana sjálft og gef- ið þeim nauðsynlegan sveigjan- leika. Verkalýðshpeylingin jákvæð Hinn mikli áhugi starfsfólks og at- vinnurekenda fyrir fjarvinnu hefur ýtt á dönsku verkalýðshreyfinguna. Fyrir tíu árum síðan leit verkalýðs- hreyfingin á fjarvinnu sem ógnun sem gæti orðið til þess að konumar yrðu sendar heim til að hræra í pott- unum og hreinrita á tölvuna. Menn óttuðust að til gæti orðið nýr frum- skógarvinnumarkaður lausráðins fólks. Með kjarasamningunum í Dan- mörku á sl. ári var fyrir alvöru reynt að ná utan um fjarvinnuna. Nú lítur verkalýðshreyfingin jákvæðum augum á þetta fyrirkomulag vinn- unnar meðal annars telur hún það vera lið í því að gera annað stórmál að veruleika; atvinnulýðræðið, á- hrifamátt starfsfólksins varðandi skipulagningu og uppbyggingu vinnunnar. Verkalýðshreyfingin vonar að með nýju samningunum verði unnt að koma í veg fyrir þær hættur sem fjarvinna býður upp á. Til að mynda verði unnt að tryggja að starfsfólk endi ekki á því að vinna fullan vinnudag heima við, einangrað frá vinnufélögunum og fari á mis við félagsskapinn sem hafa má af vinn- unni. Einnig verði komið í veg fyrir að fólk vinni á lakari kjörum en kjarasamningar kveða á um. I samningunum 1997 fékk meira en ein milljón launamanna fjar- vinnuákvæði inn í kjarasamninga. 620 þúsund starfsmenn bæjar- og sveitarfélaga, starfsfólk sjúkrahús- anna í Kaupmannahöfn, ásamt 60 þúsund launamönnum í bankageir- anum, fengu ítarleg ákvæði um fjar- vinnu; um vinnutíma og yfirvinnu, vinnuumhverfi og skilgreiningar á því hver eigi að greiða fyrir vinnu- aðstöðuna, tekið var á tryggingum og hvemig atvinnurekandinn getur fylgst með framvindu vinnunnar. Sams konar samninga hafa mörg önnur samtök launafólks skuld- bundið sig til að gera, meðal annars fyrir ríkisstarfsmenn og verslunar- og skrifstofufólk. Aktueh20.ll 1997 Vinnan 7

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.