Vinnan


Vinnan - 01.01.1998, Blaðsíða 8

Vinnan - 01.01.1998, Blaðsíða 8
Stelpur í hárgreiðslu og strákar í smíði Svala Jónsdóttip, fjölmiðlafræðingur, skrifar. Kynskipting á íslenskum vinnu- markaði hefur breyst talsvert á undanförnum áratugum. Konur hafa í auknum mæli farið í nám í greinum þar sem karlmenn voru áður í meiri- hluta. Þannig er hlutur kvenna um eða yfir 40 prósent í mörgum deild- um Háskóla Islands, svo sem í lög- fræði, læknisfræði og viðskiptafræði. Iðnnám er hins vegar enn mjög kynskipt og þar virðist þróunin vera mjög hæg. Konur eru ráðandi í nokkrum greinum eins og hár- greiðslu, snyrtifræði og tækniteiknun en í öðrum iðngreinum hafa aðeins örfáar konur lokið prófi. Samkvæmt upplýsingum frá menntamálaráðuneytinu hefur til dæmis aðeins ein kona lokið sveins- prófi í pípulögnum og enginn karl- maður hefur enn tekið sveinspróf í snyrtifræði. I húsasmíði eru átta kon- ur í hópi 2.370 sveina og í rafvirkjun hafa sex konur lokið sveinsprófi. Tuttugu konur eru sveinar í hús- gagnasmíði og af 642 sveinum í hár- greiðslu eru 33 karlar. „Löggiltar iðngreinar eru mjög fastar í hefðinni og þetta er ein afleið- ing þess,“ segir Ingi Bogi Bogason, upplýsinga- og fræðslufulltrúi Sam- taka iðnaðarins. Samtök iðnaðarins eru aðili að samvinnuverkefni sem nefnist INN og er ætlað að kynna iðnnám fyrir nemendum í efstu bekkjum grunn- skólans. Það verkefni hefur ekki beinst sérstaklega að því að hafa áhrif á val kynjanna á iðngreinum. „Mark- miðið var einfaldlega að kynna grein- arnar eins og þær eru,“ segir Ingi Bogi. „Það væri hins vegar áhugavert að skoða hvort hægt sé að hafa áhrif á þessa hefðbundu skiptingu." Fátt eitt hefur verið gert til þess að hafa áhrif á kynskiptingu í iðngrein- um hér á landi. Fyrir rúmum áratug tók Akureyri þátt í norrænu verkefni sem nefndist Brjótum múrana og hafði það markmið að breyta hefð- bundinni kynskiptingu á vinnumark- aði. Guðrún Hallgrímsdóttir starfaði með verkefnisstjóra að þessu átaki og segir hún að meðal annars hafi verið stofnaðir stuðningshópar fyrir stelpur sem voru í iðnnámi. Einnig vann verkefnisstjórnin með stjórnendum Verkmenntaskólans á Akureyri að því að hvetja stelpur til þess að fara í iðnnám. „Við héldum fundi með stelpun- um sem voru í þessu námi og þær tóku líka þátt í ráðstefnu í Osló þar sem þær sýndu sínar iðngreinar,“ segir Guðrún. Hún segir að árangur- inn af verkefninu hafi verið jákvæður en meira þurfi til. „A hinum Norðurlöndunum hefur verið gert miklu meira í þessum mál- um. Þar er gert ráð fyrir að hlutfall kynjanna í námsgreinum eigi að vera jafnt en hér mætum við oft því við- horfi að ekkert sé að. Ef stelpur vildu fara í iðngreinar þá gerðu þær það bara.“ Að minnsta kosti eitt fyrirtæki, Póstur og sími hf„ hefur haft sam- band við verkmenntaskólana með það í huga að auka hlut kvenna í hefðbundnum iðngreinum hjá fyrir- tækinu. „I jafnréttisáætlun Póst- og síma- málastofnunar er sett fram það mark- mið að fjölga konum í hefðbundnum karlagreinum og öfugt en hér eru að- eins örfáar konur í störfum rafvirkja, rafeindavirkja og símsmiða," segir Erna Arnardóttir, jafnréttisfulltrúi Pósts og síma hf. Hún segist vera að skoða ýmsar leiðir fyrir Póst og síma til þess að ná þessum markmiðum, svo sem starfskynningu, námsstyrki og fleira. „Auðvitað eru skiptar skoðanir um það hvort að jafnrétti náist með því að fjölga konum í karlastörfum og öfugt," segir Erna. „Sumir hafa þá skoðun að það eigi að virða sérkenni og sérstaka hæfileika kynjanna. Mörg af þessum störfum hjá okkur ættu þó að geta höfðað til beggja kynja“. am Öryggismál eru sérþekking okkar Kynniö ykkur vöruúrvaliö og leitiö upplýsinga hjá starfsmönnum okkar VIÐURKENNDAR VÖRUR Samninga- ráðstefna fyrir konur Samband starfsfóiks í matvæla- og þjónustu- störfum í Noregi gerði at- hygliverða tilraun sl. haust. Sambandið bauð einungis konum á ráð- stefnu sína um samninga- mál. Alls 25 konur sem eru trúnað- armenn víðv vegar um Noreg komu saman á Sörmarka til að undirbúa sig fyrir kjarasamn- ingana sem gera á næsta vor. Þær urðu allar að taka virkan þátt í hópstarfi og líta gagnrýn- um augum á gamla samninga- texta til að finna betri lausnir. Dagskráin var þétt í tvo heila daga og á þeim tíma var farið í mikilvægustu atriðin sem snúa að samningagerð, innihald samninga, fagmenntun, launa- flokkahækkanir og jafnréttis- mál. -Við höfum komist að því að margt er öðruvísi en það á að vera úti á vinnumarkaðin- um. Lítið er að gerast á vinnu- stöðunum og við urðum ein- faldlega að grípa í taumana. Þess vegna ákváðum við að halda þessa ráðstefnu, segir Johnny Hagen, varaformaður sambandsins, en hann átti hug- myndina að kvennaráðstefn- unni sem allar konur í stjórn sambandsins voru skyldugar til að mæta á. -Konur verða sjálfar að fara að taka ábyrgð, segir Johnny. - Þær geta ekki lengur látið körlunum það eftir. I sambandi eins og okkar, með 40% konur, vantar bara að þær láti til sín taka. Þær hafa oft sama bak- grunn og karlamir en þora ekki að láta í sér heyra. A ráðstefnu eins og þessari fá þær sjálfsör- yggið sem þarf auk þess sem þær kynnast reynslu annarra kvenna. Skeifan 3h - Sími 588 5080 - Fax 568 0470 LO-Aktuelt, 16/1997

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.