Vinnan


Vinnan - 01.01.1998, Blaðsíða 10

Vinnan - 01.01.1998, Blaðsíða 10
Konnr bíða með menntnnina Barnlausar konur eru einna duglegastar við að sækja sér menntun á vinnumark- aði. Konur með börn bíða hins vegar með námið þar til þau eru flutt að heim- an. Þessu er öfugt farið með karlana því þegar börnin flytja að heiman hætta karlarnir að mennta sig. Þetta er meðal þess sem rannsókn á símenntun félags- manna í FTF í Damörku (samtök opinberra starfsmanna) leiddi f Ijós. FTF fékk vinnuhóp um starfsmenntun og full- orðinsfræðslu við háskólann í Hróarskeldu til að gera rannsóknina og náði hún til 3252 fé- lagsmanna FTF. Auk þess voru tekin viðtöl við forsvarsmenn vinnustaða, skóla og viðtöl við einstaka félagsmenn. Rannsóknin sýnir að bamlausar konur taka einna virkastan þátt í menntastarfi en konur með börn liggja undir meðaltalinu. Þessu er öfugt farið með karlana. Karlar með börn á heimilinu eru yfir meðaltalinu en barnlausir karlar undir því. Konumar virðast gæta bam- anna þar til þau flytja að heiman. Síðan afla þær sér aukinnar menntunar. Karlamir aftur á móti sinna menntun sinni meðan bömin eru ung og hætta þegar þau flytja að heiman. FTF telur niðurstöðumar sýna að þörf sé á að jafna tækifæri kynjanna á vinnumarkaði. Kurt Koudahl Petersen, menntamálafulltrúi FTF, segir það ekki koma á óvart að konur með ung böm taki síður þátt í menntun en bamlausar konur, þær séu yfirleitt bundnar af því að keyra bömin og sækja í gæslu. -Um fjórði hver FTF félagi svarar því til að fjölskyldulífið hindri hann í að afla sér menntunar. Það að karlar og konur skuli bregðast misjafnlega við árekstmm eða togstreytu milli fjölskyldulífs og eftir- menntunar stafar af fjölskyldumynstrinu, segir Kurt. -Þess vegna er mikilvægt að fá fram um- ræðu um að feður bera jafn mikla ábyrgð á bömunum og mæðumar. Og mikilvægt er að vinnustaðir taki tillit til þess að bamafólk hefur auka byrðar. Kurt segist ekki hafa skýringar á því hvers vegna karlar hætti að hafa áhuga á menntuninni eftir að bömin flytja að heiman en segir það vera eitt af því sem litið verður frekar á. Menntun eykur starfsöryggi Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að því minni eftirmenntun sem fólk hefur aflað sér, því meiri áhyggjur hefur það af atvinnuleysi. Þeir sem ekki höfðu sótt námskeið undangengið ár höfðu mestar áhyggjur af því að missa vinnuna. Um fjórðungur svarenda sagðist hræddur um að hæfni þeirra stæðist ekki kröfur vinnumarkað- arins. Um 50% félagsmanna FTF höfðu ekki sótt sér menntun, þrír fjórðu hlutar þeirra höfðu annað hvort aldrei sótt námskeið eða einungis í fimm daga eða skemur. Þegar litið er á það sem Okkar vöru ur stoppa stutt Forsenda lágs vöruverðs er mikill veltuhraði, hagkvæm eigin framleiðsla og trygg viðskiptasambönd erlendis. Mikill veltuhraði ræðst meðai annars af öruggum flutningum. Þaö er eitt af okkar aðal markmiðum að afhenda vörur til viðskiptavina okkar eins fljótt og hægt er. Það er okkar trú að þannig fáum við fleiri ánægða viðskiptavini og lægra vöruverð. hindrar fólk í að afla sér menntunar kemur í ljós að í langefsta sæti er fjármagn vinnustaðarins til námskeiða. Næst kemur annríki á vinnustað, skortur á afleysingafólki, skortur á upplýsing- um um námskeiðsmöguleikana, ekki er hægt að fá frí og að atvinnurekandinn vill ekki borga. I rannsókninni var litið sérstaklega á þátt trúnaðarmanna í menntamálunum. Trúnaðar- mennimir sem svöruðu sögðust ekki hafa neinu sérstöku hlutverki að gegna í skipulagningu námskeiða og innan við helmingur þeirra taldi sig vera færa um að taka þátt í heildarskipu- lagningu eftir- og endurmenntunar á vinnu- staðnum. Innan við fimmtungur þeirra taldi sig geta aðstoðað einstaka félagsmenn við að skipuleggja endur/eftirmenntun sína. Aktuelt 25.11.1997 og Fællesraadet 11197 E r I e n t # Hlutastörf misalgeng í ESB IEvrópusambandsríkjunum vinna um 16% fólks á vinnu- markaöi hlutastörf, segir í skýrslu Eurostat, tölfræðistofn- unar Evrópuráðsins. Umfang hlutastarfa er mjög breytilegt milli ESB-landanna. Lægst er hlutfallið í Grikklandi eða 5% og á Ítalíu 7%. í Svíþjóð er hlutfallið 23%, í Bretlandi 24% en hæst er það í Hollandi, 38%. Skv. skýrsl- unni vilja 63% hlutastarfsfólks undir 25 ára aldri ekki fulla vinnu. Af öllu hlutastarfsfólki í ESB vildu 18% frekar fá fulla vinnu. Finnland sker sig úr en þar myndu 46% hlutastarfsfólks viljafáfulla vinnu. Aðgerðir gegn atvinnuleysi í Bretlandi Ríkisstjórn verkamanna- flokksins í Bretlandi hefur lagt sérstakan skatt á fyrirtæki sem áður voru í eigu ríkisins, svo sem British Telecom og Brit- ish Gas. Skatturinn hefur fært um 300 milljónir íslenskra króna [ ríkiskassann og er ætlunin að nýta féð meðal annars til þess að koma ungu atvinnulausu fólki út á vinnumarkaðinn. Um 200 milljónir þræla í heiminum Um 200 milljónir mann í heiminum búa við skilyrði sem hægt er að skilgreina sem hreinan þrældóm. Þetta fólk er misnotað bæði kynferðislega og í ágóðaskyni, í vændi eða ódýrri framleiðslu, að sögn Pinos Arlacchi sem stýrir baráttu Sam- einuðu Þjóðanna gegn glæpa- starfsemi. -Reikna má með að í Suð-Austur Asíu hafi 60-70 millj- ónir kvenna og barna verið þvingaðar í kynferðislega þrælk- un á sl. 10 árum, segir Arlacchi. Hann bendirtil samanburðar á að á fjórum undangengnum öld- um hafi um 14 milljónir þræla verið seldar til nýlenduherranna. -Þrældómur er ein versta afleið- ing alheimsvæðingar viðskipta- lífsins, segir Arlacchi.

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.