Vinnan


Vinnan - 01.01.1998, Blaðsíða 12

Vinnan - 01.01.1998, Blaðsíða 12
Geta venjulegir pabbar keppt við Power Rangers plasthetj- urnar um athygli drengjanna? -Hvað fær maður mörg „körl“ fyrir að skipta um dekk ef 10 körl eru hámark karlmennsk- unnar? -Hvað felst annars í karlmennskuhugmyndinni? Svörin voru færri en spumingamar á karlaráðstefnu MFA í desember sl. Ráðstefnugestir vom sammála um að vel hefði tekist til og efnið orðið allt í senn líflegt, áhugavert og skemmtilegt í meðförum ræðumanna. Um 60 manns sóttu ráðstefnuna og nær eingöngu karlar þótt hún hefði verið öllum opin. Fyrirlesarar stóðu innan og utan verkalýðshreyf- ingarinnar og ræddu urn allt frá kjara- samningum til kynlífs. Snorri Konráðsson, framkvæmda- stjóri MFA, fjallaði um karlinn sem fyrirmynd og uppalanda. Snorri kynnti sínar fyrirmyndir til leiks, David Crokket, Ivar bjarndýrsbana og Ama í Hraunkoti, en játaði síðan að hafa ekki bein til að lenda á jörð- inni eftir flug um háloftin eins og Superman, ætti hann að vera fyrir- mynd síns stráks og afastráks í dag.Hann velti því fyrir sér hvemig maður ætti að vera sem pabbi og afi, hvernig hægt væri að standast við- miðun við hetjur nútímans.-Ég held að pabbar og afar eigi að vera vinir lítilla stráka, sagði hann. -Pabbar eiga að vera hjálparsveitin þegar stráka vantar aðstoð. Pabbar eiga að vera baksviðs þegar strákum er óhætt. Pabbar eiga að vera fyrirstaðan þegar strákar taka að renna út af brautinni. Pabbar eiga að vera hetjur stráka með því að vera stoðir þeirra. Og Snorri hélt áfram að ræða pabbahlutverkið: -Fyrir utan skilning þeirra á hlutverki sínu sem uppalend- ur, hæfileika til að kenna og ala upp og vilja til að rækta garðinn sinn þarf tíma. -Þessi tími þarf að vera á vöku- tíma barnsins og unglingsins. Þarna eigum við karlar mikið verk óunnið. Við þurfum að forgangsraða á nýjan leik og setja hlutverk okkar sem fjöl- skyldufeður í efsta sæti. Mælikvarðinn á karlmennskuna Karl Agúst Ulfsson kynnti nýja mælieiningu „karl“ (sbr. mælieining- una newton sem Newton karlinn fann upp). Eitt karl -j mörg körl og reiknað eftir karlmannlegri frammistöðu. En hvað er karlmannleg frammistaða velti Karl fyrir sér? -Að skipta um dekk gefur eitt karl, að gera við bilað tæki tvö o.s.frv. Er kannski karlmannlegast að vera eins og styttan af útilegumanninum; brjótast í gegnum bylinn með konuna á bakinu og krakkann í fanginu? Útilegukarlinn kemur í land Konráð Alfreðsson, formaður sjó- mannafélags Eyjafjarðar, talaði um útilegukarlinn, sjómanninn og tilfinn- ingar hans við að hitta fjölskylduna milli túra. Konráð var þriggja barna faðir þegar hann réð sig á frystitogara sem var úti um mánuð í senn. Iðulega sigldu menn marga túra í röð: -Inniverumar tóku oft gríðarlega á. Fyrst og fremst gengu bömin fyrir. Þau vom að fá pabba í land, dýrling- urinn var kominn heirn með geisla- baug yfir höfðinu. Hann varð að taka þátt í öllu sem þau voru að gera og allt varð að gerast þennan stutta tíma sem stoppað var í landi. Það var bar- átta um athyglina og ef eitthvað kom upp á og ég þurfti að taka í taumana, eins og foreldrar gera, þá var það alltaf gríðarlega sárt fyrir þau og tár fóm að renna. Pabbi átti ekki að vera vondi karlinn. Það var alltaf mamma sem setti reglumar sem þau áttu að fara eftir en pabbi rnátti ekki taka í taumana. Ég upplifði mig fyrir vikið sem minna foreldri og fann að ég hafði lítið af hlutverki mínu sem upp- alanda að segja. Ég varð líka að gæta þess að konan yrði ekki útundan og öll þessi spenna gerði það að verkum að lítið þurfti til að upp úr syði. Fús- lega skal ég viðurkenna að það kom fyrir að ég lokaði mig af um stund inni á klósetti eða einhvers staðar þar sem maður var einn vegna þess að þetta vom stundum mikil tilfmninga- leg átök. Illlenn verja meiri tíma í landi -Þegar ég var svo aftur kominn út á sjó fór ég að velta því fyrir mér hvað ég hefði gert vitlaust heima og hvernig ég ætlaði að gera hlutina næst. Allt var skipulagt út í ystu æsar, næsta innivera yrði svo sannarlega betri en síðasta. Svo þegar að næstu inniveru kom þróuðust hlutimir á ein- hvem allt annan veg en ætlað var. Ég var einfaldlega eins og gestur á heim- ilinu - ekki hluti af daglegu rnynd- inni. Konráð sagði þó að hann teldi sjó- mannslíf sitt í heild hafa verið gott þrátt fyrir þessa neikvæðu mynd. Það hafi gengið fyrir að skaffa fjölskyld- unni nóg, hann hafi aldrei hugsað um það þá hvernig honum sjálfum liði. Hann benti á að margir kæmust ekki klakklaust í gegnum þetta sjómanns- líf. Sorglega margir hefðu leitað sér huggunar í áfengi til að komast í gegnum þessi andlegu átök. Sem bet- ur fer hefði þó orðið breyting þar á í seinni tíð. Breytingar hefðu einnig orðið á lífi togarasjómanna því ekki tíðkist lengur að menn taki marga túra í röð. Menn deili jafnvel plássi og fari annan hvern túr til að geta varið meiri tíma með fjölskyldunni. - Það getur komið niður á tekjum en þá eru menn að taka eigið líf og fjölskyldunnar fram yfir veraldlegu gæðin, sagði Konráð. Staða forsjárlausra foreldra oft slæm Hver er þessi erki-karl sem lög og kjarasamningar miðast við? Skyldi hann vera til? Ástráður Haraldsson, lögmaður ASÍ, og Þórarinn V. Þórar- insson, framkvæmdastjóri VSI, ræddu urn karlinn í lögum og kjara- samningum. Ástráður benti á að þótt lög samfélagsins væru yfirleitt samin af karlmönnum og miðuð við þarfir karlmanna væru þau úr takt við raun- veruleikann. Sá karl sem miðað væri við væri vinnudýr sem aldrei yrði misdægurt, hann væri kvæntur en hefði engan áhuga á fjölskyldu sinni og eiginkonan væri heimavinnandi. Sem dæmi nefndi hann að staða láglaunakarla sem greiddu meðlag með tveimur, eða jafnvel fleiri böm- um gæti orðið mjög slæm og þeir hefðu enga möguleika á félagslegri aðstoð. Athyglin hefði beinst að ein- stæðum foreldrum sem vissulega hefðu það síður en svo gott en þessi hópur hefði orðið útundan í umræð- unni. Fjölmenni van á karlaráðstefnu MFA sem halúin var í Rúgbrauðsgerðinni 6. des. sl. ísland í tölum Hagtölur mánaðarins hafa að geyma ítarlegar tölfræði- upplýsingar um íslenska hagkerfið. Reglulega birtast upplýsingar um m.a.: • Peningamál • Greiðslujöfnuð • Ríkisfjármál • Utanríkisviðskipti • Framleiðslu • Fjárfestingu • Atvinnutekjur .-j j /j Einnig eru birtar yfirlitsgreinar 41,5 ' um efnahagsmálin í Hagtölum mánaðarins. Túlkið tölurnar sjálf. Pantið áskrift að Hagtölum mánaðarins. Askriftarsíminn er 569 9600. I9öi 457 301 68C 716 834 1.154 4.34b 44 901 957 372 2.728 409 3.312 978 .100 5.CB2' 31.899 16.888 18.969 1.059 1 602 3.754 5.1 4.753 5. .376 2.1 25 jjjt.927 4, 124 1 1.334 1 u 26 1.000 11.909 887 1 082 340 385 9.015 13.265 2- 1.425 1.098 1.430 1.014 1 5s.- 410 73U 738 803 437 17.879 19 020 386 200 5.198 6M: 1.037 900 1.692 4A 2324/ 295 l A N ^ SEÐLABANKI ÍSLANDS KALKOFNSVEGI1,150 REYKJAVIK, SIMI 569 9600 12 Vinnan

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.