Vinnan


Vinnan - 01.01.1998, Blaðsíða 13

Vinnan - 01.01.1998, Blaðsíða 13
Dnsta þarf af hreyfingunni Verkalýðshreyf ingin þarf að verða nútímalegri til þess að fálagsmennirnir uppgötvi aftur gildi samstöðunnar, segir Hans Jensen, formaður danska al- þýðusambandsins. -Baráttan fyrir uppbyggingu velferðar- samfélags er svo gott sem unn- in. Það þarf nýja hugsun til að laða að nýja meðlimi. Danska alþýðusambandið er að verða 100 ára gamalt og nú er unnið að því hörðum höndum í höf- uðstöðvum þess að afmá þunglama- lega stofnanaímynd sambandsins og skapa því ferskt og nútímalegt yfir- bragð. Hamskiftin eru nauðsynleg til þess að LO geti aflað sér félags- manna, sér í lagi á meðal ungs fólks. A því ári sem liðið er frá því Hans Jensen tók við stjómartaumunum í LO hafa aðalstöðvamar verið endur- skipulagðar, nýtt fréttabréf er farið að koma út og fest hafa verið kaup á lóð þar sem nýjar aðalstöðvar sambands- ins munu rísa. Formaðurinn vill að LO verði opnara, sýnilegra og ágengara. Það ferli er komið af stað en aðildarsam- bönd LO, 23 talsins, verða að taka þátt í nútímavæðingunni. -Það þarf að vera áhugavert að vera félagi í verkalýðshreyfingunni en eitt af vandamálum okkar er að við höfum gleymt áróðrinum. Við höfum tekið því sem gefnu að fólk sækist eftir aðild, segir Hans Jensen. Hans telur að sérhver launamaður eigi að vera félagi í verkalýðsfélagi vegna þess að félagið eigi þátt í að gera hann hæfari til að þróa líf sitt. - Hlutverk verkalýðshreyfingarinnar hefur breyst úr því að vera eftirlitsað- ili með samningaferli í það að vera frumkvöðull ásamt fólkinu á vinnu- stöðunum. Enn þörf fyrir félögin Margt ungt fólk lítur á verkalýðs- hreyfinguna sem „tryggingafélag". Snýst starfið aðallega um gruppeliv... og lífeyri? -Nei, það er margt sem enn þarf að berjast fyrir, því margir atvinnu- rekendur snuða starfsfólk sitt enn í dag. En við höfum vrkkað út starf- semi okkar og það eru þær breytingar sem ég velkist í vafa um hvort við völdum. Margt ungt fólk heldur að allar þær stofnanir og öll þau tækifæri sem standa því til boða hafi verið til stað- ar frá örófi alda. Að ekkert hafi orðið til fyrir tilstuðlan manna og engu verði breytt. Ég held enn að það þurfí stóra og öfluga hreyfíngu til að skapa einstaklingunum tækifæri. Því sterk- ari félagsskap sem við höfum, þeim mun fleiri tækifæri getum við skapað einstaklingunum. Hefur verkalýðshreyfingin leyst verkefni sín? -Við höfum náð því markmiði sem verkalýðshreyfingin lagði upp með um 1890. Grunnþarfimar höfurn við uppfyllt: Fólk hefur mat dagsdag- lega, mannsæmandi íbúðir og skóla- göngu fyrir bömin. Við höfum byggt upp velferðarsamfélag sem orðið er svo gott að það eru engin einstök at- riði sem Danir þarfnast. Það em frek- ar ytri atriði eins og almennileg heil- brigðisþjónusta, of langir biðlistar og of fáar lausnir fyrir böm. Ef Dönum verður komið í þá aðstöðu að félög eins og verkalýðshreyfingin byggir á em ekki til staðar munum við enda með grjóthart samfélag þar sem fólk þarf að berjast fyrir sig sjálft gegn öllum öðmm. Við viljum hafa samfé- lag sem af umhyggjusemi skiptir sér af hinum veikast settu og gefúr öllum tækifæri. Ég er ekki að tala um að all- ir eigi að verða eins heldur að allir fái tækifæri til að nýta hæfileika sína. Vaxandi ábyrgð Hvað hratt breytingunum á verkalýðs- hreyfingunni afstað? -Þegar Berlínarmúrinn féll breytt- ust pólitískir möguleikar Dana. Það varð hugarfarsbreyting. Ekki var lengur aðeins um tvo kosti að ræða, kapítalisma og marxisma. Við þurft- um að hugsa upp á nýtt til að endur- nýja möguleika dansks launafólks. Aður fyrr var það vélin sem réð hraða verkafólksins, nú em það nýir hlutir sem fólk þarfnast. Mannlegir hæfileikar á borð við sköpunarkraft, samskipti og þátttöku í skipulagningu eigin vinnu hafa fengið miklu meira vægi. Þar með öðlast fólk aukna ábyrgð, samkennd og skuldbindingar. Jafnframt eykst viljinn til að sjá að breytingar eru nauðsynlegar til þess að fyrirtækið geti haldið samkeppnis- stöðu sinni. Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir verkalýðshreyfinguna ? -Þegar starfmennimir fara að taka til muna aukinn þátt í starfsemi fyrir- tækisins þarfnast þeir annars konar þjónustu stéttarfélagsins. I gamla daga gerðu stéttarfélögin kjarasamn- inga og settar voru reglugerðir sem áttu að verja einstaka starfsmenn gegn yfirgangi og grófri misnotkun atvinnurekandans. Skyndilega þurft- um við ekki lengur að siga lögregl- unni á atvinnurekendur og verja kjarasamningana með kylfu í hönd. Nú þurfum við að mennta félags- menn okkar til þess að þeir geti sjálfir séð um viðræðumar við atvinnurek- andann, búa þá af stað með nýjustu menntunarmöguleikana, nýjustu kenningamar o.s.frv. Við erum að breytast úr því að vera stéttapólitískt forvígisafl í að vera hluti af ferlinu, hluti af dýnamískri þróun. Ef við gemm það ekki geta félagsmennimir ekki farið á skrifstofu félagsins og fengið aðstoð við að leysa vandamálin og þá snúa þeir sér eitthvert annað. Hvernig munuð þið koma í vegfyr- irþað? -Með því að einbeita okkur að grundvallaratriðunum, nefnilega skipulagningu félagsmannanna úti á vinnustöðunum. Við leggjum stöðugt fleiri samningsatriði í hendur félags- manna á hverjum vinnustað fyrir sig þar sem samið er um laun innan marka miðstýrðs rammasamnings. Þetta eykur áhrifamátt félagsmann- anna. Lyklakippur eða árangun Er helsta vandamál LO þá ekki að innan þess eru 23 aðiladarsambönd sem öll vilja halda sínu, skapa sér eigin ímynd o.s.frv.? -Jú, það er engin þrýstingur á breytingar. Ef krafan um breytingar kemur frá deildunum munu breyting- ar eiga sér stað. Ótrúlega margir halda að samböndin og LO lifi sínu eigin lífi. Fjölmörg sambönd eru ánægð með tengslin eins og þau em í dag. Almennt séð er verið að búa til boli, regnhlífar og upptakara með nafni hvers sambands og slagorðum á sem eiga að sýna að þetta er gott samband. Þannig reyna menn að út- skýra tilvist sína. Náist ekki faglegur árangur hafa menn lyklakippuna. Þetta er mjög alvarlegt ástand sem við í LO viljum gjarna breyta. Ef verkalýðshreyfingin verður markmið í sjálfu sér hefur okkur mistekist, markmiðið er það eitt að hjálpa fé- lagsmönnunum. Bogense og Bpussel Hvert verður meginverkefni verka- lýðshreyfingarinnar íframtíðinni? -Það er tvennt sem stefnt er að núna. Það þarf að færa ákvarðanatök- una í sífellt meira mæli eins nærri einstökum félagsmönnum og mögu- legt er til þess að þeir uppgötvi á ný gildi verkalýðshreyfingarinnar og taki sjálfir þátt í að breyta daglegu lífi sínu. Hitt er að við verðum stöðugt alþjóðlegri. Og þar er þversögnin. Skilningurinn milli starfseminnar í Brussel og Bogense þarf að verða miklu meiri í framtíðinni, meðan vettvangurinn innanlands er að minnka. Hefur hver og einn félagsmaður tilfinningu fyrirþví hvaða þýðingu LO hefur fyrir hann? -Nei, ekki minnstu. Flestir þurfa að standa frammi fyrir neikvæðum félagslegum aðstæðum, til að mynda atvinnuleysi eða vinnuslysi, til að uppgötva gildi félagsaðildar. Ef LO útvegar félagsmönnum sínum ekki betra vinnuumhverfi og betri mennt- Hans Jensen,formaður danska alþýðusambandsins (LO), segir verkalýðshreyfingin þurfi að verða nútímalegri, opnari og ágengari. unarmöguleika þá skiptir LO engu máli. Stéttarfélögin skipta engu máli ef þau geta ekki búið félagsmönnum sínum betri tilveru. Það er litið á okkur sem stofnun og þess vegna þarf LO að verða sýni- legra og ágengara. Ég býst ekki við því að allir félagsmenn LO, ein og hálf milljón manns, muni elska sam- bandið en þeir eiga að geta skilið hvað við höfum að segja. Það eru fleiri sem vilja ræða við okkur núna og við viljum gjama taka þátt í um- ræðunum og setja mark okkar á þær. Núna talarþúfyrir tnunn 7,5 milljón- ar launamanna. Hversu margir fé- lagsmenn munu verða í LO eftir tíu ár? -Tvær milljónir ef verkefni okkar heppnast. Ég held að ég viti hvað þarf til. Þing okkar hefur tekið réttar ákvarðanir og það er okkar verkefni að fylgja þeim eftir. Félagsgjaldið hækkar stöðugt. Myndi lœkkun þess ekki hvetja fleiri til að gerastfélagsmenn? -Fleiri og fleiri aðildarfélög okkar finna fyrir auknum þrýstingi á að lækka félagsgjaldið. Það á að vera samhengi milli þess sem félagsmenn- imir fá frá félaginu sínu og því sem þeir þurfa að greiða til þess. Ég finn fyrir því að fólk í hreyfingunni er að verða meðvitaðra um fjármálin og það gæti verið markmið í sjálfu sér að lækka félagsgjöldin. Þegar þú tókst við formennskunni fyrir um ári síðan sagðir þú að LO œtti að verða opnara og ágengara. Eruð þið orðin ágengari? -Við erum í það minnsta orðin opnari. Við erum að þjálfa okkur í því en það er erfitt að breyta skipu- laginu og breytingamar taka tíma. Ég er viss um að við emm orðin opnari. Hvort við eram orðin ágengari, það verður samfélagið í kringum okkur að dæma um, segir Hans Jensen. Jyllands-Posten 3. des. 1997 HAGNÝTTR KSTRARNÁM Hagnýtt, alhliða háskólanám í rekstrarfræðum. Góður undirbúningur fyrir ábyrgðarstörf við rekstur og viðskipti eða fyrir framhaldsnám. I Fjármál, markaðsfræði, stjórnun, rekstrarumhverfi, , I _ lögfræði o.fl. r [[["Raunhæf verkefni og hópstarf w*" [[[”Þjálfun í samskiptum og tjáningu j v N| Áhersla á upplýsingatækni og alþjóðleg viðfangsefni Samvinnuhásk^Jjnn^ 'í Jj Bifröst Nettang: sum\ imuilniskólinnty bifröst.is t ... „ . i Veffang: http://vvww.bifr0st.is/ 1 hr. L ^ /\ T\ 311 Borgarnesi l_____c r • Sími: 435 0000 & Bréfasími: 435 0020 m ■,% i >. Vinnan 13

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.