Vinnan


Vinnan - 01.01.1998, Blaðsíða 15

Vinnan - 01.01.1998, Blaðsíða 15
Menntun alla ævi „Auhin hagsæld og atvinna og bætt lítsgæði hér á landi í tramtíðinni munu byggjast á pví að við virkjum mannauðinn. Menntun tólks alla ævina er undirstaða pess að skapa megi verðmæti með hagnýtingu pekkingar." Úr stefnuytirlýsingu 38. pings Alpýðusambandsins. Á myndinni eru Sóknarkonur á námskeiði. Þekking og menntun, einkum verk- og tæknimenntun, skipta sífellt meira máli fyrir samfé- lagið og viðgang þess. Um leið gera tækniþróun og breytt skipulag vinnunnar æ ríkari kröfur til fyrirtækja og starfs- manna þeirra. Til að standast þessar kröfur verður launafólk að eiga möguleika á að bæta við sig menntun og þjálfun. Þessi þróun hefur leitt til þess að menntamálin verða sffellt mikilvægari þáttur f starfi verkalýðshreyfingarinnar. Um 40% hvers árgangs, eða alls um 60 þúsund manns á vinnu- markaði, hafa ekki aðra formlega menntun að baki en grunnskólanám. Við þennan hóp hefur verkalýðs- hreyfmgin sérstakar skyldur og hann þarf sérstaklega að hafa í huga þegar kemur að menntun á vinnumarkaði. Fólk þarf að eiga leið til að afla sér þeirrar grunnmenntunar sem upp á vantar. Mat á reynslu og hæfni fólks úr atvinnulífinu er um leið forsenda þess að fjölda launafólks verði opnuð leið inn í skólakerfið. Þá eru ýmiss konar tómstundanámskeið oft fyrsta skrefið og verða oft til þess að fólk heldur áfram námi. I samþykktum síðasta þings ASI segir meðal annars: „í atvinnumálum er lögð áhersla á að auka aðlögunar- hæfni atvinnulífsins með símenntun starfsfólks. Með bættri starfsþjálfun, aukinni framleiðni og hagnýtingu þekkingar á að ná því markmiði að kjör hérlendis verði sambærileg við það besta sem gerist í nágrannalönd- unum. Stóraukna áherslu verður að leggja á fullorðinsfræðslu, starfsþjálf- un og símenntun. Við skipulag starfs- þjálfunar verður að hafa í huga að sí- menntunin nýtist ekki aðeins til að þjálfa fólk í sinni starfsgrein heldur veiti því einnig tækifæri til að reyna sig á nýjum sviðum. I framtíðinni munu þekking og menntun, einkum verk- og tækni- menntun, skipta sífellt meira máli fyrir samfélagið og viðgang þess. Þróun í tækni og skipulagningu vinn- unnar gerir stöðugt ríkari kröfur til fyrirtækja og starfsmanna þeirra um þekkingu og hæfni til að bregðast við breytingum og tileinka sér nýjungar. Þau samfélög sem leggja áherslu á uppbyggingu og þróun þekkingar munu helst geta boðið þegnum sínum áhugaverð störf, góð kjör og félags- lega velferð.“ Menntun alla ævina - símenntun Símenntun, eða menntun alla ævina, er lykillinn að framtíðarsýn Alþýðu- sambandsins í menntamálum. Grunn- og framhaldsskólinn á að tryggja öll- um ungmennum trausta almenna þekkingu og hæfni til starfa í at- vinnulífinu og til að afla sér frekari menntunar. Ekki síður er mikilvægt að fullorðið fólk hafi greiðan aðgang að grunnmenntun hafi það verið skamman tíma í skóla og haft lítil not af skólagöngu sinni í æsku. Með öfl- ugri og sívirkri endur- og eftirmennt- un verður að tryggja þeim sem komnir eru út á vinnumarkaðinn framboð og möguleika til að bæta stöðugt við þekkingu sína og færni með skipulegum hætti. Þannig verður launafólk að eiga möguleika á að takast á við breytingar og fylgja eftir þróun á sínu sviði eða mennta sig til nýrra starfa. Verkalýðshreyfingin hefur lagt mikla áherslu á almenna menntun fyrir þá sem eru komnir af hefð- bundnum skólaaldri, þ.e. fullorðið fólk. Almenn menntun eflir sjálfs- traust, styrkir sjálfsmyndina og eykur þor og kjark en einnig skiptir miklu máli að verið er að bæta kunnáttu fólks í íslensku, stærðfræði, tungu- málum og samfélagsgreinum. Þekk- ing í þessum gmnngreinum, sem fólk hefur jafnvel farið á mis við í skóla- kerfinu á bams- og unglingsárum sín- um, er undirstaða frekara náms og forsenda aðlögunarhæfni og nauð- synlegra viðbragða í síbreytilegu at- vinnulíft. I mörgum tilfellum er einhvers konar tómstundanám nauðsynlegur aðdragandi að almennu námi fullorð- ins fólks með skamma skólagöngu að baki. Tómstundanámið getur hjálpað fólki við að losna við námsótta og koma sér af stað. Þannig hafa fjöl- margir stigið fyrsta skrefið til frekara náms á námskeiðum á vegum Mímis- Tómstundaskólans sem rekinn er í húsnæði Alþýðusambandsins að Grensásvegi 16a. Mörg stéttarfélög niðurgreiða námskeið skólans fyrir félagsmenn sína. Sams konar náms- aðstoð frá stéttarfélögunum er einnig hægt að fá í margs konar annað nám, til að mynda í öldungadeildir fram- haldsskólanna. Menntun í atvinnulífinu Starfsmenntun í atvinnulífi sker sig á ýmsan hátt frá starfsnámi í skólakerf- inu. Menningar- og fræðslusamband alþýðu, fræðslustofnun ASI, leggur mikla áherslu á að starfsmenntun í skólakerfinu geti aldrei komið í stað starfsmenntunar í atvinnulífinu því það er þar sem endurnýjunin fer fram. En tengsl skóla og atvinnulífs em einnig mjög mikilvæg og þau er reynt að tryggja með framhaldsskóla- lögunum. Verið er að ná til hópa sem em í starfi eða til fólks sem vill komast í vinnu t.d. eftir að hafa verið heima- vinnandi. Þá er verið að treysta stöðu þeirra hópa sem standa höllum fæti á vinnumarkaði vegna lítillar eða engr- ar verkmenntunar eða starfsmennmn- ar í skólakerfinu. Vegna þessa verður starfsmenntun í atvinnulífinu að vera tiltæk og aðgengileg hvenær sem er og fyrir hvem sem er. Hún verður að vera sveigjanleg eftir þörfum og að- stæðurn hverrar starfsgreinar og um leið undirbúningur undir frekari starfsmenntun. Grundvallaratriði er að starfsmenntunin sé hagnýt fyrir þá sem hennar njóta og framkvæmdin sé þannig að fólk sem ekki er vant bók- námi geti nýtt sér fræðsluna. Um menntun í atvinnulífinu segir í nýlegri skýrslu Rannsóknarþjónustu Háskólans, „Þörf atvinnulífsins fyrir þekkingu“: „A vinnumarkaði gengur þekking og reynsla kaupum og söl- um. Við erum vönust því að meta þekkingu manna af því námi sem þeir hafa gengið í gegnum í skóla. Sí- breytilegt samfélag og ævilöng menntun veikja slíka mælikvarða. Þeir sem nýta tíma sinn til símennt- unar þurfa að eiga þess kost að fá þekkingu sína metna af óháðum aðil- um. Þeir eiga jafnframt að eiga þess kost að fá leiðsögn um hvar þekkingu þeirra er ábótavant til að gegna ákveðnum störfum og á hvern hátt þeir geta bætt þar um. Til þess þarf að setja á laggimar öfluga starfs- og námsráðgjöf, ekki einungis fyrir skólafólk heldur og fyrir alla sem em að mennta sig. Vísasta leiðin til að efla símenntun er að hjálpa fólki við að meta árangur sinn í þekkingaröfl- uninni.“ Staðan erlendis Alþýðusambandið hefur lagt áherslu á að haftn verði markviss vinna sem leiði til bættrar þekkingar og hæfni á öllum sviðum hér á landi sambæri- legrar við það sem best gerist á meðal annarra þjóða. Með því móti megi þróa samfélag sem tryggi launafólki fulla atvinnu, góð kjör og eftirsóknar- verð lífsskilyrði án tillits til þess hvaða störfum það gegni. Forsendur stefnumótunar og framkvæmdar á þessu sviði séu áhrif og virk þátttaka verkalýðshreyfingarinnar og aðila vinnumarkaðarins. Þau lönd sem helst er horft til em þau sem fremst standa í starfs- menntamálum. Samkvæmt upplýs- ingum frá Tölfræðistofnun ESB (Eurostat) eru Skandinavía og Hol- land fremst í flokki hvað varðar menntun og þjálfun launafólks. Af 8,1 milljón manna yfir 30 ára aldri í Evrópu sögðust 5,6% aðspurðra launamanna hafa tekið þátt í starfs- þjálfun/menntun sl. mánuð. Hæst var hlutfallið í Svíþjóð, 17,6%. Eurostat segir að yngra fólk fái yf- irleitt meiri þjálfun eða menntun en eldri samstarfsmenn þess. Konur virðast einnig iðnari við þátttökuna en karlar (6,5% kvenna og 5% karla). Loks virðist það staðreynd að því meiri menntun eða hæfni sem fólk hefur þeim mun betri em möguleikar þess á að bæta við sig menntun. Af þeim sem höfðu lengri menntun að baki fengu 11,5% starfsþjálfun en að- eins 2,6% þeirra sem höfðu skamma skólagöngu að baki, gagnfræðapróf eða gmnnskólapróf. Þátttaka í alþjóðlegu samstarfi um menntun hefur farið ört vaxandi enda er slíkt samstarf sérstaklega mikil- vægt fyrir smáþjóð eins og Islend- inga . Með samstarfi við aðrar þjóðir Evrópu á sviði þróunar og nýsköpun- ar í fræðslustarfi verður til dýrmæt þekking og reynsla sem nýtist við uppbyggingarstarfið innanlands. Sér- staklega hefur samstarfið við hin Norðurlöndin skilað miklu hvað varðar starfsmenntun í atvinnulífinu og almenna fullorðinsfræðslu. Sækja þarf fram í starfsmenntun Mikilvægustu verkefni verkalýðs- hreyfingarinnar í starfsmenntamálum em öflug sókn í starfsmenntun fyrir launafólk og full þátttaka í skipulagn- ingu, framkvæmd og stjómun starfs- menntunar í skólakerfinu, svo áfram sé vitnað í stefnuyfirlýsingu ASI. Gagnsemi laganna um starfs- menntun í atvinnulífinu er ótvíræð. Hins vegar þarf að auka fjármagn til þessarar starfsemi verulega. Starfs- menntun í skólakerfinu verður að takast vel og virk þátttaka stéttarfé- laga mun hafa mikið að segja um að breyta áformum í vel heppnaða starf- semi. Verkalýðshreyfingin verður að taka enn ríkari þátt í framkvæmd starfsmenntunar ásamt því að stuðla að virkri þátttöku starfsgreina í starfs- menntun. Ríkisvaldið þarf að leggja fram miklu meira fé en það gerir nú sam- kvæmt lögunum um starfsmenntun í atvinnulífinu. Fyrirtæki verða að koma inn í þessa starfsemi í auknum mæli með fjármagni, samstarfi við stéttarfélögin um skipulag, undirbún- ing og framkvæmd og gera starfs- fólki sínu auðvelt að taka þátt í starfs- menntun m.a. í vinnutíma. Stéttarfé- lögin verða enn að herða róður sinn í starfsmenntun enda er takmarkið starfsmenntað launafólk. Atvinnulífið, fyrirtækin og stéttar- félögin, verða að taka á sig sinn hluta ábyrgðarinnar af starfsmenntun m.a. með því að leggja fram fé og þekk- ingu. Starfsmenntun í skólakerfinu verður því aðeins öflug að stéttarfé- lögin leggi verulega vinnu af mörk- um við skipulagningu, framkvæmd og stjórnun þessa framfaramáls. Stéttarfélögin búa yfir mikilli þekk- ingu um störf og starfsgreinar. Þessa þekkingu verður að flytja inn í skól- ana. Gífurleg vinna er framundan vegna undirbúnings fyrir starfmennt- un í skólum. Afar miklir hagsmunir em í húfi. Eins og önnur menntun er starfsmenntun ráðandi um velfamað og kjör launafólks. Atvinnulífið nær ekki að dafna nema í krafti menntun- ar og þekkingar. El áætlanir þínar eru til eins árs shaltu sá korni. Eí þær eru til tíu ára, skaltu gróðursetja tré. Gildi þær í 100 ár, skaltu mennta tólkið. Sáir þú korni í eitt skipti, uppskerð pú einu sinni. Gróðursetjir pú eitt tré, uppsker pó tíu sinnum. Menntir pú tnlkið, uppsker pú hundrað sinnum. Getir pú manni tisk, hefur hann mat í eitt mál. Kennir pú houum að veiða, hefur hanu mat alla ævi. Kuan-Tzu, óOOf.kr. Vinnan 15

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.