Vinnan


Vinnan - 01.02.1998, Side 1

Vinnan - 01.02.1998, Side 1
Lágmarkslaun Furðulegar umræður hafa verið á þingi um lögbindingu lágmarkslauna. Auðvitað eiga lágmarkslaun að gilda um allan vinnumarkaðinn, en það er þegar tryggt með lögum að umsamdir launataxtar gildi sem lágmarksviðmiðun. í 1. gr. laga um starfskjör launafólks nr. 55 1980, með síðari breytingum, segir: „Laun og önnur starfs- kjör, sem aðildarsamtök vinnumarkaðarins semja um, skulu vera lágmarkskjör, óháð kyni, þjóðerni eða ráðningartíma fyrir alla launamenn í viðkom- andi starfsgrein á svæði því er samningurinn tek- ur til. Samningar einstakra launamanna og at- vinnurekenda um lakari kjör en hinir almennu kjarasamningar ákveða skulu ógildir." Vinnutími r Amörgum vinnustöðum hafa verið að eiga sér stað breytingar á skipulagi vinnunn- ar vegna nýrra reglna um há- marksvinnutíma og lágmarks- hvíldartíma. Starfsmenn Flug- leiða á Keflavíkurflugvelli kynntu sér málið. Bls. 3 Sjúkrasjóðir Samvinna á milli sjúkrasjóða verkalýðsfélaga gæti verið mun meiri en, er í dag og þró- ast í samruna eða sameiningu, segir Hildur Kjartansdóttir, varaformaður Iðju, sem skrifar um samræmingu reglna sjúkra- sjóða. Bls.7 Elliær? Danir óttast að unga fólkið sé að hverfa úr starfi verkalýðshreyfingarinnar. Öldr- unarmerki séu farin að sjást á hreyfingunni. Danska alþýðu- sambandið hefur hrundið af stað herferðinni MindScope sem á að höfða til ungs fólks og fá það til liðs við stéttarfé- lögin. Bls. 13 Listasafn ASÍ Listasafn ASÍ hefur nú starf- að í rúmt ár í nýjum húsa- kynnum, hinum glæsilega Ás- mundarsal við Freyjugötu. Gestum safnsins fjölgar stöðugt og biðlisti er eftir að fá að sýna f húsinu. Rætt er við Kristínu Guðnadóttur, forstöðu- mann safnsins, og dagskrá árs- ins 1998 birt. Bls. 5 Aukinn launamunur Laun verkakvenna hafa dregist aftur úr launum verkakarla. Sjómannaverkfall Sjómenn eru komnir f verkfall eft- ir stranga en árangurslausa samningafundi sl. vikur. For- svarsmenn sjómanna voru svart- sýnir í upphafi verkfalls. -Staðan er í hörðum hnút, sagði Sævar Gunnarsson, formaður Sjómanna- sambandsins. -Það eru 13 mán- uðir síðan samningar sjómanna urðu iausir og við höfum ekki enn fengið raunhæfar viðræður. Deilan snýst ekki um launatölur heldur þátttöku sjómanna í kvóta- kaupum útgerða og einhliða ákvörðun útgerðanna á verði aflans. -Það þarf að taka fyrir þetta, segir Sævar. -Við erum að reyna í þriðja skipti að fá útgerðarmenn til að fara eftir gerðum samningum og lögum í þessum efnum. Arið 1994 var tek- ist á um sömu mál og aftur í verk- fallinu 1995. Að sögn Sævars hafa útgerðarmenn ekki reynst tilbúnir að fara þær leiðir sem eru færar, þrátt fyrir að dóntar hafi fallið sjó- mönnum í vil. Sævar er ekki bjartsýnn á lausn deilunnar. -Mér virðist, að eftir ótímabærar yfirlýsingar ráðherra líti útgerðarmenn svo á að stjórn- völd leysi málið fyrir þá og skeri þá niður úr snörunni einu sinni enn. Þeir búast greinilega við því að sett verði lög á okkur. Eg vil hins vegar leysa málið við samningaborðið, segir Sævar Gunnarsson. Athuganir Hagdeildar ASÍ staðfesta að launamunur verkakvenna og verka- karla hef ur verið að aukast síðasta áratuginn. Þessi þróun virðist ekki hafa orðið hjá öðrum starfsstéttum. Skýringin felst að hluta til í ýmsum pólitískum aðgerðum sem hafa komið hart niður á konum, að mati forsvars- manna Verkamannasam- bandsins. Björn Grétar Sveinsson, formaður VMSI, og Sigríður Ólafsdóttir, varaformaður, benda á að á undafömum áram hafi stórir hópar verkakvenna, sem stóðu veikast fyrir á vinnumarkaði, orðið sérstak- lega hart fyrir barðinu á marg- víslegri hagræðingu og niður- skurði. -Stórir hópar verkakvenna hafa orðið fórnarlömb póli- tískra aðgerða á undanfömum árum, segir Bjöm Grétar. I því sambandi bendir hann á almenn útboð ríkis og sveitar- félaga á ræstingum og niður- skurðinn í heilbrigðiskerfinu, sem víða hafi verið mætt með því að segja upp lægst launaða fólkinu og bjóða ráðningar með lakari kjörum og meiri vinnuskyldu. -Nýjasta dæmið er á Sjúkrahúsinu á Isafnði þar sem reynt var að beygja starfs- konumar í eldhúsinu til að taka á sig kjaraskerðingu, segir Bjöm Grétar Sveinsson. Sjá nánar á baksíðu og Iréttaskýringu á bls. 15. IFRIMEÐ FJOLSKYLDUNA ...á eigin bíl til Evrópu. NORRÆNA FERÐASKRIFSTDFAN Laugavegur 3 • sími 562 6362 • smyril-iceland@isholf.is Austfar • Fjarðargötu 8 • 710 Seyðisíjörður • Sími 472 1111

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.