Vinnan


Vinnan - 01.02.1998, Blaðsíða 2

Vinnan - 01.02.1998, Blaðsíða 2
Fundað um framtíð hreyfingarinnar Fundaherferð ASI umframtíð verkalýðshreyfingarinnar hefst á Akureyri. Staifsmennirnir í slippnum þar í bœ munu örugglega ekki láta fundina fram hjá sérfara. Fulltrúar frá Alþýðusam- bandinu eru að leggja af stað í fundaherferð um landið til að ræða framtíð Genfar- skólinn Norræni Lýðháskólinn í Genf, Genfarskólinn, verður haldinn dagana 24. maí til 21. júní 1998. Gen- farskólinn er ætlaður virk- um félagsmönnum í stéttar- félögunum. Æskilegt er að þeir búi yfir þekkingu á starfsemi stéttarfélaga og samtaka þeirra og hafi áhuga á alþjóðastarfi verka- lýðshreyfingarinnar. Skólinn er haldinn á sama tíma og þing Alþjóða- vinnumálastofnunarinnar stendur yfir. Nemendur kynnast þinghaldinu og stofnuninni (ILO). Einnig kynnast þeir norrænu sam- starfi á vettvangi ILO og ýmsum alþjóðasamtökum verkalýðshreyfmgarinnar. Umsækjendur þurfa að geta talað og ritað eitt norð- urlandamál. Ekki er krafist mikillar þekkingar á ensku. Um 40 nemendur sækja skólann á hverju ári og eiga íslendingar rétt á að senda tvo utan. Er þá miðað við að annar þeirra komi frá ASÍ og hinn frá BSRB. MFA greiðir námskeiðs- gjöld og veitir ferðastyrk til nemandans frá ASI. Umsóknum um skólavist skal skila til MFA, Menn- ingar- og fræðslusambands alþýðu, Grensásvegi 16a. Nánari upplýsingar veitir Þráinn Hallgrímsson, full- trúi MFA í stjóm skólans, í síma561 1100. og starfsemi verkalýðs- hreyfingarinnar. Herferðin er farin til að fylgja eftir samþykkt síðasta sam-, bandsstjórnarfundar ASÍ, þar sem skipulagsnefnd sambandsins var falið að hef ja víðtækar umræður um skipulagsmál í samráði við forseta ASÍ, formenn lands- og svæðasambanda og miðstjórn. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, segir tilganginn með fundunum vera að vekja félags- menn í aðildarfélögum sam- bandsins til umhugsunar og fá fram umræðu um framtíðarupp- byggingu verkalýðshreyfingar- innar. Hann bendir á að í álykt- un sambandsstjórnarfundarins hafi meðal annars verið lögð áhersla á að skoða eigi viðhorf aðildarfélaganna og félags- manna þeirra til skipulagsmál- anna og verkefna einstakra stofnana ASÍ. Ræða eigi hvem- ig samtakamáttur hreyfingar- innar verði best tryggður og hvernig bregðast skuli við breytingum á „umhverfi" verkalýðshreyfingarinnar, t.d. breytingum vegna afskipta stjómvalda af innri málefnum hreyfingarinnar. Þá eigi að Eitt af þeim nýju námskeiðuin sem nú eru í boði hjá MFA, er námskeið Sigrúnar Jóhannes- dóttur um skapandi hugsun við lausn verkefna. Sigrún segist fyrst og fremst notast við hugmyndir Edwards de Bonos og kynna nýjar hug- myndir sem notaðar hafa ver- ið í viðskiptalífinu og skólum til þess að nálgast lausn verk- efna á annan hátt en gert hef- ur verið. -Þetta er námskeið fyrir alla sem standa frammi fyrir því að leysa vandamál, hvort sem það ræða stöðu og hlutverk gmnn- einingarinnar og hvernig félagsmenn í einstökum félög- um sjái fyrir sér þá þjónustu sem þeir telja nauðsynlegt að verkalýðsfélagið þeirra veiti. Auk þess megi búast við að fjölmörg önnur atriði berist í tal á fundunum. Reiknað er með að öll aðild- er í einkalífinu eða á vinnustað, segir Sigrún. -Edward de Bono kallar hugmyndir sínar sex hatta aðferðina. Hann notar tákn og liti til að fá fólk til að hugsa í öðrum brautum en það er vant að gera og í víðara sam- hengi þannig að komið verði í veg fyrir að hugsunin lokist inni í einni braut. Aðferðin byggist á eins kon- ar hlutverkaleik þar sem allir þátttakendur setja upp mismun- andi lita hatta, hvem á eftir öðr- um. Litirnir tákna hver sinn sjómarhól sem horft er á hug- arfélög Alþýðusambandsins verði heimsótt í fundaherferð- inni sem áætlað er að ljúki á næsta vetri. Byrjað verður á Norðurlandi og er Akureyri fyrsti viðkomustaður funda- manna. Fyrstu fundimir verða haldnir þann 8. febrúar nk. og verða nánar auglýstir fyrir við- komandi félagsmenn. myndir frá, til að mynda sjónar- hól tilfinninga, jákvæðrar afstöðu, neikvæðra viðhorfa og skipulagningar. Námskeiðið Skapandi hugs- un við lausn verkefna, verður haldið mánudaginn 9. febrúar kl. 13:00-17:00 í húsnæði ASÍ að Grensásvegi 16a. Um önnur námskeið og fundi Menningar og fræðslu- sambandsins má lesa á Alþýðu- sambandsvefnum: http://www.asi.is/mfa Skapandi hugsun við lausn verkefna FORMFEGURÐ tráBERKER ARSYS® er til í fimm mLsmunancli gerðum. ARSYS® er ný og ghesileg lína af rofum og tenglum. ARSYS® sameinar fonnfegurð og g;eði. ' EHF -þjónusta í þína þágu- Vatnagörðum 10 - Sími 568 5854 - Fax 568 9974 L e i ð a r i • Skuggaleg þróun Kannanir Kjara- og félagsmálasviðs ASÍ sýna að launamunur verkakarla og verkakvenna hefur aukist á undanförnum árum. Ljóst er að launamunur kynjanna er ekki að aukast almennt heldur fyrst og fremst hjá þeim hópum sem standa veikast fyrir. Þetta er skugga- leg þróun sem verður að snúa við. Verkalýðshreyfingin hefur markvisst unnið gegn launamun kynjanna. Sú staðreynd að bilið er að aukast meðal verkafólks, er fyrst og fremst þjóðfélagslegt vandamál. Um er að ræða launamun vegna mismun- andi stöðu „hefðbundinna karlastétta" og „hefðbund- inna kvennastétta11. Vöxtur og þensla eru nú í hefð- bundnum karlastéttum en hinar hefðbundnu kvenna- stéttir nærast ekki á góðæri. Það vegur þungt í meðaltalsreikningum á launum að ýmsar pólitískar aðgerðir á undanförnum árum hafa komið mjög illa niður á kvennastéttum. Nefna má breytt form á ræstingum og niðurskurð í heilbrigðiskerfinu. Kvennastörfin lenda fyrst undir niðurskurðarhnífnum; byrjað er á að segja upp starfsfólki í umönnun, ganga- fólki, starfsfólki við ræstingar og í eldhúsi. Við hagstjórn hefur einfaldlega ekki verið tekið tillit til félagslegra þarfa og aðstæðna fólks. Mannlegi þátturinn hefur orð- ið útundan. Þetta er atriði sem evrópsk verkalýðshreyf- ing hefur lagt síaukna áherslu á. Ef til vill stöndum við frammi fyrir sömu þróun og verkalýðshreyfingin í Evrópu. Þar er vaxandi fjöldi starfa hlutastörf, tímabundin störf, störf sem leigð eru atvinnurekendum og verktakavinna. Þessum störfum sinnir fólk með litla menntun sem á erfitt með að ná fót- festu á hefðbundnum vinnumarkaði. Og þessi störf bjóðast fyrst og fremst konum. Við þessari þróun þarf samfélagið allt að bregðast með aukinni áherslu á menntun og starfsþjálfun og réttindi launafólks. Fyrirkomulag launaákvarðana skiptir meginmáli þegar kemur að launajafnrétti. Semja verður heildstætt í krafti heildarsamtaka á vinnumarkaði. Því félagslegri og gegnsærri sem ákvarðanir um launaþróun eru, því auðveldara er að tryggja launajafnrétti. Tryggja þarf launaumhverfi þar sem stærstur hluti launanna er á- kvarðaður félagslega, þ.e. með kjarasamningum, en ekki með ýmsum sporslum og yfirborgunum. Það er einmitt í sporslunum sem kynbundinn launamunur fyrir sömu störf verður til. í síðustu kjarasamningum var samið um ramma um vinnustaðaþátt kjarasamninga með tilstyrk trúnaðar- manna og stéttarfélaga. Þar með er hægt að semja á félagslegum grundvelli um skiptingu þess svigrúms sem kann að vera til staðar í einstökum starfsgreinum eða fyrirtækjum. Slíkt svigrúm hefur skilað sér í formi yfirborgana og sporslna og þá til karla mun frekar en kvenna. Vinnustaðasamningar geta því verið mjög á- hrifaríkt tæki til að draga úr launamisrétti. Forsenda þess er að trúnaðarmenn fái menntun og þjálfun og hafi góðan stuðning stéttarfélags síns. Grundvallaratriðið til að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði og þar með tekjumöguleika þeirra, er fjöl- skylduvænni vinnumarkaður: Jafnari réttur og mögu- leikar kynjanna til samvista við börn sfn og þar með jafnari tækifæri til atvinnuþátttöku. í þessu þurfa stjórn- völd að taka sig taki. Breyta þarf lögum um fæðingaror- lof og staðfesta Evrópusamþykktir um foreldraorlof og réttindi starfsfólks með fjölskylduábyrgð. Verkfall sjómanna Sjómenn sigldu flotanum í land í kjölfar langrar kjaradeilu. Hún er óvenjuleg fyrir þær sakir að ekki er verið að deila um launatölur og taxta heldur eðlilegt starfsumhverfi: Verið er að berjast gegn þátttöku sjómanna í kvótabraski útgerða og einhliða ákvörðunarvaldi útgerða á verði aflans. Um er að ræða atriði sem eru bundin, bæði í kjarasamninga og lög, auk þess sem dómar hafa fallið sjómönnum í vil. Sú staðreynd að útgerðarmenn fáist ekki til raunverulegra viðræðna er því í hæsta máta undarleg. Þessa deilu þarf að leysa með samningum. Lagasetning frá Alþingi mun einungis bjarga útgerðarmönnum fyrir horn til skamms tíma. Utgefandi: Alþýðusamband íslands. Ritnefnd: Ari Skúlason, Halldór Grönvold, Snorri S. Konráðsson. Ritstjóri: Brynhildur Þórarinsdóttir. Ljósm.: G. Róbert Ágústsson o.fl. Utlit: Sævar Guð- björnsson. Prófarkalestur: Ingimar Helgason. Afgreiösla: Grensásvegur 16a, 108 Reykja- vík. Sími: 581 30 44, fax: 568 00 93.Auglýsingar: Áslaug G. Niels- en og Guðmundur Jóhannesson, símar: 533 1850, fax: 533 1855. Umbrot: Blaðasmiðjan. Filmu- vinnsla og prentun: Prentsmiðjan Oddi. 2 Vinnan

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.