Vinnan


Vinnan - 01.02.1998, Blaðsíða 3

Vinnan - 01.02.1998, Blaðsíða 3
Á f jölmörgum vinnustöðum reynir á nýjar vinnutíma- og hvíldartímareglur sem samið var um á síðasta ári. Þetta á ekki síst við um starfsemi Flugleiða á Kef lavíkurflug- velli. Fulltrúar starfsmanna og stjórnendur fyrirtækisins hafa að undanförnu verið að fara yfir framkvæmd samninganna og þau álitamái sem upp hafa komið. Nokkrir full- trúar starfsmanna, flestir trúnaðarmenn, komu saman á skrifstofu ASÍ fyrir skemmstu til að afla sér upplýsinga og fræðslu um samningana og undirbúa sam- eiginlegan kynningarfund starfsmanna og stjórnenda Flugleiða um málið Starfsmenn flugvallarins vinna nú saman eins og í einu stéttarfélagi, því síðastliðið haust gerðu Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og ná- grennis, Verkalýðs- og sjómannafélag Sandgerð- is, Verkalýðs- og sjómannafélag Gerðahrepps og Verkalýðsfélag Grindavíkur með sér samstarfs- samning um sameiginlegt félagssvæði á Kefla- víkurflugvelli. Þar eru nú þrjú félög með nána samvinnu eftir að Vlf. í Garði var sameinað Vlf. Keflavíkur og nágrennis. Um er að ræða allt flugvallarsvæðið, jafnt Flugstöð Leifs Eiríksson- ar sem og varnarsvæðið. -Það hafa engir hnökrar verið á samvinnunni, segir Baldur G. Matthíasson, formaður VI. og sjómannafélagsins í Sandgerði, -og jafnvel meiri samvinna framundan. -Fólk hugsar á sama hátt, hvar í félagi sem það er, bætir Bjami Pétursson við. -Fólk vill vinna sem ein heild. Áður voru hópamir hver í sínu félagi og þeir spiluðu á það atvinnurekendumir. Vigdís Sigurjónsdóttir er trúnaðarmaður í Flugeldhúsinu þar sem starfa um 50 manns, en starfsmannafjöldinn fer langt yfir 100 á sumrin. -Þá er þetta líklega stærsta eldhús landsins, segir hún. Vigdís segir fólk leita til sín ef þörf sé á og yfirleitt gangi þá ágætlega að leysa úr málunum. Hún segist hafa farið á eitt trúnaðarmannanám- skeið fyrir fáeinum árum og hafa haft mjög gott af því. Vigdís hefur árum saman tekið þátt í samningum við fyrirtækið og líst því ágætlega á að setjast niður vegna vinnutímans. -Þetta snýr aðallega að frítökuréttinum, ítrekar Baldur, -og það er mikið í húfi. Við sjáum sókn- arfæri í þessu. Árangurinn veltur þó á samstarfsviljanum er viðurkennt. -Hvað hann varðar, er þó allt á góðri leið, segir Sigurbjörg Eiríksdóttir sem er trúnað- armaður í veitingadeildinni. -Andinn er ágætur á vinnustaðnum núna enda er léttara yfir fólki ef vinnuveitandinn sýnir mannlega kurteisi, nálgast fólkið og skoðanir þess. -Það hefur oft tekið furðulangan tíma fyrir yfirmenn fyrirtækisins að komast úr Reykjavík í Flugstöðina, bætir einhver við. Reglur um vinnutíma og lágmarkshvíld Á fyrri hluta árs 1997 tóku gildi hér á landi samningar um vinnu- tíma og hvíldartíma á milli heild- arsamtaka launafólks og atvinnu- rekenda. Samningamir em byggð- ir á tilskipun Evrópusambandsins nr. 93/104 frá 23. nóvember 1993, en hún er hluti af samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Mark- mið tilskipunarinnar er að setja lágmarkskröfur til að stuðla að umbótum, einkum varðandi vinnuumhverfi, til að tryggja ör- yggi og heilsuvemd launafólks. Þá var í kjarasamningunum sl. vor gengið frá frekari útfærsla ákvæðanna um lágmarkshvíld, vikulegan frídag og hvfldarhlé. Lögfesting 11 stunda iivíldar Lágmarkshvíld starfsfólks var lengd úr 10 klukkustundum í 11 með breytingum á lögum um að- búnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, nr. 46/1980 (vinnu- vemdarlögunum) sem tóku gildi 1. október sl. Þar með er 11 tíma hvfldin orðin að lögum fyrir allt launafólk, ef frá er talin vinna sjó- manna á haft úti og flugliða. Með þessari breytingu nær 11 klst. lág- markshvfldin til mun stærri hóps en vinnutímasamningurinn sem gerður var af ASÍ og viðsemjend- um þess, til staðfestingar vinnu- tímatilskipun ESB. Upplýsingarit á leiðinni Allt frá því að samningurinn var gerður, hefur mikið verið spurt um ýmis álitamál vegna framkvæmd- ar hans, einkum hvað varðar á- kvæðin um lágmarkshvfld og há- marksvinnutíma. Þorri fyrirtækja og starfsmanna þeirra virðist því taka samninginn af fullri alvöru og hefur verið að laga sig að þeim breytingum sem af honum leiða. Nú er unnið að sérstöku upp- lýsingariti um samninginn og túlkun hans sem koma mun út á næstunni. Lágmarkshvld og Meginreglan er 11 stunda samfelld hvíld á sólar- hring. Almennt er óheimilt aö vinna umfram 13 stundir á sólarhring og aldrei má skipuleggja vinnu lengur. Veröi því viðkomið skal hvildin veitt á bilinu frákl. 23:00 til 06:00. Kjarasamningar banna beinlínis aö unnið sé um- fram 13 stundir á sólarhring nema í undantekningar- tilfellum viö sérstakar aöstæður. í slíkum tilvikum má vinnulotan þó aldrei veröa lengri en 16 stundir. Sé nauðsynlegt aö lengja vinnulotu í allt aö 16 stundir er meginreglan sú að veita skal starfsmanni 11 klst. samfellda hvíld strax í beinu framhaldi af vinnulotu. Starfsmaður heldur rétti sínum til fastra daglauna þótt hvíldin sé veitt í reglulegum vinnu- tíma. Með hugtakinu daglaun er átt við föst dag- vinnulaun auk vaktaálags. Starfsmaður á ekki að mæta til vinnu að nýju fyrr en 11 stunda hvíld er náð nema hann sé sérstak- lega beðinn um að koma fyrr. Dæmi: Venjubundinn vinnutími hefst kl. 8:00. Starfsmaður vinnur til kl. 23:00 á mánudegi. Að því loknu á hann að fá 11 stunda samfellda hvíld. Hann mætir aftur til vinnu kl. 10:00 á þriðjudegi og heldur óskertum daglaunum. Frestun hvíldar, Irítökuréttur Séu starfsmenn sérstaklega beðnir um að mæta til vinnu áður en fullum hvlldartíma er náð skapast frí- tökuréttur, 1 og 1/2 klst. í dagvinnu fyrir hverja klst. sem hvíldin skerðist. Ekki er heimilt að stytta hvíldina hámarksvinnutími meira en niður í 8 stundir eða um 3 stundir þannig að uppsafnaður frítökuréttur verður að hámarki 4 og 1/2 klst. (3x 1og 1/2). Vinni starfsmaður það lengi á undan frídegi eða helgi að ekki náist 11 stunda hvíld miðað við venju- bundið upphaf dagvinnu, öðlast hann frítökurétt með sama hætti og aðra daga. það er að segja óskert 11 stunda hvíld skal einnig veitt á undan frídögum. Heimilt er að greiða út álagið vegna frestaðrar hvíldar, 1/2 klst. fyrir hverja frestaða hvíldarstund. Skal það greitt með dagvinnukaupi. Ekki er heimilt að greiða frestuðu hvíldina út, aðeins álagið. Uppsafnaður frítökuréttur skal koma fram á laun- seðli og veittur í heilum eða hálfum dögum utan annatíma í samráði við starfsmenn. Vikulegur frídagur Meginreglan er einn frídagur í viku sem á að tengj- ast beint daglegum hvfldartíma. Starfsmaður á því að fá að minnsta kosti 35 stunda samfellda hvíld á viku. Að svo miklu leyti sem því verður við komið skal hvíldin vera á sunnudegi. Hægt er að fresta vikulegum frídegi í undantekn- ingartilfellum við sérstakar aðstæður eða ef um það hefur verið gerður kjarasamningur. Skal þá veitt samsvarandi frí innan 14 daga, þ.e. tveir frídagar í vikunni á eftir. DAGSBRÚN OG FRAMSÓKN STÉTTARFÉLAG verkamannalélagio Dagsbrún og verkakvennaféiaglD Framsökn verða Dagsörún © Framsókn -stéttarfélag Frá og með 1. janúar 1998 hættu félögin Verkamannafélagið Dagsbrún og Verkakvennafélagið Framsókn starfsemi sinni. Nýtt sameiginlegt stéttarfélag sem ber heitið Dagsbrún og Framsókn - stéttarfélag tók til starfa frá sama tíma. Heimilisfang nýja stéttarfélagsins er: Dagsbrún og Framsókn - stéttarfélag Skipholti 50d 105 Reyjavík Aðalsímanúmer: 56111 00 Faxnúmer: 561 68 68 Frá sama tíma lokaði skrifstofa Verkakvennafélagsins Framsóknar að Skipholti 50a. Hið nýja stéttarfélag tók við öllum skyldum og réttindum Dagsbrúnar og Framsóknar. Við viljum nota þetta tækifæri til að þakka öllum samskiptaaðilum gott samstarf við Verkamannafélagið Dagsbrún og Verkakvennafélagið Framsókn og setja fram þá ósk um leið að samskiptin við nýja stéttarfélagið verði farsælt. Dagsbrún og Framsókn - stéttarfélag Vinnan 3

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.