Vinnan


Vinnan - 01.02.1998, Blaðsíða 5

Vinnan - 01.02.1998, Blaðsíða 5
Kristín Guðnadóttir, forstöðumaður Listasafns ASI. Styrkur ListasafnsiiiN felst f breiddinni Dagskrá Listasatns ASÍ árið 1998 Listasafn ASÍ hefur nú starfað í eitt ár í nýjum húsakynnum, hinum glæsilega Ásmundarsal við Freyjugötu. Forstöðumaður safnsins, Kristín Guðnadóttir, segir aðsókn að safninu fara ört vaxandi og bið sé nú eftir að fá að sýna í húsnæðinu. Hún bendir á að dagskrá ársins sá fjölbreytt og spennandi og margt á döfinni. -Þetta er skemmtileg blanda af öllum mögulegum listgreinum, segir Krist- ín um dagskrá ársins. -Við verðum til dæmis með grafík, skúlptúr, ker- amik, textíl og málverk. Listamenn- irnir eru jafnt komungir sem látnir eldri listamenn. Styrkur safnsins felst í miklli breidd í sýningarhaldi. Kristín segir aðsókn að safninu fara stöðugt vaxandi. Húsið sé búið að sanna sig og það sé mikilvægt að vera miðsvæðis í fallegu húsnæði. Þannig hafi um 800-900 manns komið á fyrstu sýningu ársins sem þyki mjög gott. Auk sýninga í As- mundarsal em nú 45 vinnustaðasýn- ingar í gangi auk þess sem verið er að undirbúa fjórar. Að sögn Krist- ínar er mikil eftirspum eftir vinnu- staðasýningum. -Augu fólks em að opnast fyrir því að það skiptir miklu máli að hafa fallegt umhverfi á vinnustaðnum og samtímis er verið að rækta listsýn fólks, segir hún. Þpíp sýningapsalip Kristín leggur áherslu á fjölbreyti- leikann í sýningum safnsins og bendir á að í raun séu þrír sýningar- salir í húsinu. Oft séu mjög ólíkar sýningar í gangi í þeim. Hún segist stefna að því að hafa alltaf verk úr eigu safnsins í svokallaðri Arinstofu en síðan séu Gryfjan og Asmundar- salur leigð út. Kristín segist telja að Listasafn ASI gegni ekki síður mikilvægu hlutverki nú en við stofnun þess, í upphafi sjöunda áratugarins. Metn- aðurinn sé í það minnsta mjög mikill hjá rekstrarstjóm safnsins. Stapfað fpá 19G1 Listasafn ASI var stofnað árið 1961 að frumkvæði iðnrekandans og bókaútgefandans Ragnars Jónssonar í Smára en hann lagði gmndvöllinn að safninu með því að gefa ASI mál- verkasafn sitt -um 120 myndir flest- ar eftir þekktustu myndlistarmenn þjóðarinnar; Asgrím Jónsson, Gunn- ar Scheving, Jóhannes Kjarval, Jón Stefánsson, Júlíönu Sveinsdóttur, Nínu Tryggvadóttur, Svavar Guðna- son, Þorvald Skúlason og fleiri. Osk Ragnars var sú að koma á fót al- þýðulistasafni sem komi listinni á framfæri við vinnandi fólk í landinu. Listasafn ASI hefur alla tíð starfað með þetta að leiðarljósi og hefur meðal annars sérhæft sig í myndlist- arsýningum sem settar eru upp á vinnustöðum og í stofnunum víða um land. 10. -25. janúar Ásmundarsalur og Gryfja: Fyrir- myndarfólk, FÍT, myndskreytingar. 31. janúar-15. febrúar Ásmundarsalur: Riekoo Yamazaki og Eiko Kuboza (kalligrafi og dans). Gryfja: Inga Rósa Loftsdóttir (málverk). Arinstofa: Ný aðföng Listasafns ASÍ. 21. febrúar-8. mars Ásmundarsalur: Kristinn E. Hrafns- son (skúlptúr). Gryfja: Margrét Jónsdóttir (málverk). Arinstofa: Ný aðföng Listasafns ASÍ. 14.-29. mars Ásmundarsalur: Sigurður Magnús- son (málverk). Gryfja: Steingrímur Eyfjörð (innsetning). Arinstofa: Ný aðföng Listasafns ASÍ. 4.-19. apríl (Páskar) Ásmundarsalur: Þorbjörg Þorvalds- dóttir (Ijósmyndir). Gryfja: Þorgerður Sigurðardóttir (ikonar) Arinstofa: Kristinn Pétursson, verk í eigu Listasafns ASÍ. 25. apríi -10. maí Ásmundarsalur: Guðrún Gunnars- dóttir (textíll). Gryfja: Camilla Vasudeva (pappírsverk). Árinstofa: Kristinn Pétursson, verk í eigu Listasafns ASÍ. 23. maí - 5. júlí (Listahátíð) Ásmundarsalur og Gryfja: Ágúst Petersen. Tilraun um tilgerðarleysi (portrett). Arinstofa: Listasmiðja barna. 11. júlí - 3. ágúst Ásmundarsalur: Nanna Bisp Buchert (Ijósmyndir). Gryfja: Guðný Halldórsdóttir (teikningar). Arinstofa: Sumarsýning. Verk í eigu Listasafns ASÍ. 8. -23. ágúst Ásmundarsalur: Guðmundur Ingólfs- son, Wayne Guðmundsson (Ijósmyndir). Gryfja: Gréta Mjöll Bjarnadóttir. Arinstofa: Sumarsýning. Verk í eigu Listasafns ASÍ 29. ágúst -13. september Ásmundarsalur: Sigríður Ólafsdóttir (málverk). Gryfja: Helena Guttormsdóttir (málverk). Arinstofa: Verk í eigu Listasafns ASÍ. 19. september - 4. október Ásmundarsalur: Þóra Sigurðardóttir (skúlptúr). Gryfja: Jun Kawaguchi (postulínslágmyndir). Árinstofa: Verk í eigu Listasafns ASÍ. 10.-25. október Ásmundarsalur: Sigrid Valtingojer (grafík). Gryfja: Ólöf Erla Bjarnadóttir (keramik). Arinstofa: Verk í eigu Listasafns ASÍ. 31. október-15. nóvember Ásmundarsalur: Katrín Sigurðardóttir (innsetning). Gryfja: Guðrún Einarsdóttir (málverk). Arinstofa: Verk í eigu Listasafns ASÍ. 21. nóvember-6. desember Ásmundarsalur: Anna Þóra Karls- dóttir (textíll). Gryfja: Sigríður Ágústsdóttir (keramik). Arinstofa: Verk í eigu Listasafns ASÍ. E sem auðvelt er að leysa = ™ BH hitablásarar eru hljóölátir, fyrirferöarlitlir, Z I kraftmiklir og umfram allt hlýlegir í viðmóti. * i lér er íslensk framleiðsla með áratuga _ reynslu. Bjóðum ráðgjöfvið uppsetningu, ■■ ásamt fullkominni viðhaldsþjónustu. " Vandaöur festibúnaður fylgir öllum *m hitablásurum frá okkur, I BUKKSMIÐJAN ^ i Sntiðshöfða 9 - 132 Reykjavik 7 4 o S Simi 587 5699- Fax 567 4699 <iiui.injjv;-iirm> 11111111111111111111111111111111111ÍV 5

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.