Vinnan


Vinnan - 01.02.1998, Blaðsíða 6

Vinnan - 01.02.1998, Blaðsíða 6
Er verkalýðshrejfi ngin að missa takið? Verkalýðshreyfingin á það á hættu að missa takið á félags- mönnum sínum. Nú á dögum samsama launamenn sig frekar vinnustaðnum en stéttar- félaginu. Verkalýðsreyfingin á erfitt með að standa undir nýj- um kröfum launafólks, segir Uffe Palludam hjá hinni svokölluðu framtíðarrann- sóknastofnun Dana. Bjartsýnismenn segja að verka- lýðshreyfmgin standi nú frammi fyrir einhverju mest krefjandi verk- efni sínu frá upphafi en svartsýnis- menn segja hreyfinguna vera í verstu kreppu sem yftr hana hafi dunið. I þjónustu- og upplýsingasam- félagi nútímans breytist vinnuhugtak- ið svo ört að verkalýðshreyfingin á erfitt með að fylgjast með. Uppbygg- ing hreyfingarinnar og starfsgreina- blokkir höfða ekki til félagsmanna nútímans sem heldur ekki stökkva á samningsbundin tilboð. Launafólk samsamar sig í sífellt auknum mæli vinnustaðnum og verkefnunum þar, en ekki félaginu og félagsstarfinu. -Þegar iðnaðarsamfélagið var að verða til, fóru menn í vinnuna til að afla sér peninga. Markmiðin með vinnunni vom há laun, stuttur vinnu- tími og góð vinnuskilyrði og í stuttu máli sagt er það þetta þrennt sem verkalýðshreyfingin hefur unnið að, segir Uffe. Hann telur að verkalýðs- hreyfingin hafi að mestu leyti náð þessum markmiðum. I nútímasam- félaginu séu hinar veraldlegu þarfir að mestu uppfylltar og þess vegna sé markmiðið með því að fara til vinnu miklu flóknara en aðeins að fá laun. Það sýni sig meðal annars í því að stöðugt fleiri leggja meira upp úr innihaldi vinnunnar en laununum. Meiri kröfur til vinnunnar -Einstaklingarnir hafa persónulega þörf fyrir að uppgötva sjálfa sig og það gerir aðrar kröfur til vinnunnar. Menntunarstigið hækkar og fólk hef- ur meiri trú á sjálfu sér og öðlast auk- ið sjálfstraust. Það leiðir til þess að fólk hugsar sjálfstæðara og gerir kröfur til vinnustaðarins um að það geti styrkt sig sjálft með vinnunni. Það veldur því að kerfið sem verka- lýðshreyfingin hefur byggt upp lendir í kreppu, segir Uffe. Fjöldaframleiðsla í iðnaði er enn til staðar en í mörgum tilvikum hafa vélar leyst fólkið á gólfinu af hólmi. I staðinn á starfsfólkið að þróa fram- leiðsluna, hugsa um söluna, stjóma og gera áætlanir. Gerðar em allt aðrar kröfur til fólks en ef það væri alveg ómenntað. I iðnaðarsamfélaginu var vinnan erfið, nauðsynleg og hægt var að mæla hana í tíma. Frítíminn var afslöppun, endumæring og fólk var heima við. I þessu nýja samfélagi snýst vinnan um að bera ábyrgð. Lík- amlega erfiðið er það sem maður ger- ir í frítíma sínum, líkamsrækt til dæmis. Vinnu- og frítíma hugtökin em að renna saman. -Kröfurnar til vinnunnar í þessu nýja samfélagi eru, að hún á að vera skemmtileg, skapandi, tilbreytinga- rík, spennandi og maður á að geta hitt annað fólk. Þetta er sama skilgrein- ingin og á frítímanum. Og í þessum leik á verkalýðshreyfingin erfitt með að taka þátt. Fálagslegur lílsstíll En hvað getur verkalýðshreyfingin gert? Uffe Palludan bendir á tilraun HK, danska verslunar- og skrifstofu- mannasambandsins, til að koma á eins konar 24 tíma félagsaðild. Sam- bandið uppgötvaði að skilin milli vinnu og frístunda væm að hverfa og reyndi því að gera félagsaðildina að lífsstíl. Það féll hins vegar ekki í kramið. -Það er ekki hægt að búa til lífsstíl fyrir fólk í samfélagi einstaklinga, segir Uffe. -HK lenti til dæmis í sam- keppni við aðdáendaklúbba fót- boltaliðanna. I staðinn bendir Uffe á, að stéttarfélag geti starfað fyrir alla vinnufélagana á hverjum vinnustað í stað þess að vinna fyrir ákveðna starfsgrein. Það er tilvalið en engin ný hugmynd. Hugmyndina um slík félög má rekja allt aftur til síðustu aldamóta. -Menn eru ekki lengur félagar vegna þess að þeir em í sömu starfs- grein. Nú eru það verkefnin í vinn- unni sem málið snýst um. Þannig var það ekki áður þegar hver starfsgrein vann eins og sér að sínum verkefn- um. Uffe Palludam er ekki í vafa um að verkalýðshreyfingin sé í miklum vanda. Það verður stöðugt erfiðara að virkja félagsmennina til starfa og sækja stuðning fyrir hagsmunabarátt- una. -Fjölmiðlar em stöðugt að mála skrattann á vegginn og geta alltaf dregið fram einhvem sérfræðing sem heldur því fram að nú sé fjandinn laus. Þess vegna verður ómögulegt að setja sig inn í hluti sem virðast fjarlægir. Menn geta til dæmis ekki áttað sig á því hvort ósonlagið er að hverfa. Þess vegna einbeita flestir sér að því sem stendur þeim næst. Fólk verður stöðugt einstaklingssinnaðra og það gerir félagasamtökum á borð við stéttarfélögin, stjómmálaflokkana og náttúruvemdarsamtökin erfiðara að halda í félagsmennina. -Tilhneig- ingin er sú að fólk einbeiti sér að öðr- um hlutum en félagsstarfi. Hinn „pólitíski neytandi“ er nýtt hugtak sem keppir við eldri skifgreiningar. Hann skilur sig frá með því að hafa ekki áhuga á samvinnunni og sinna ekki félagsstarfi, segir Uffe Pallud- am' Jyllandsposten 3. des. 1997 Finnar fá hækkanir Víðtækt samkomulag hefur verið gert milli aðila vinnu- markaðarins og stjórnvalda í Finnlandi og nær það til 98% launafólks í landinu. Samkomu- lagið gildir til tveggja ára og tryggir launafólki 1,6% launa- hækkun hvort ár. Framlag ríkis- stjórnarinnar felst í skattalækk- unum upp á nokkur prósentu- 6 Vinnan

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.