Vinnan


Vinnan - 01.02.1998, Blaðsíða 11

Vinnan - 01.02.1998, Blaðsíða 11
Elliær verkalyðshreyfing? Eiga þau börn sem nú eru að vaxa úr grasi ekki eftir að vilja starfafyrir verkalýðshreyfmguna? Er unga fólkið að verða fráhveift hreyfmgunni? -Danska alþýðusambandið lítur á þetta sem vandamál og œtlar að hrinda afstað átaki til að virkja unga fólkið félagslega. -Það vantar endurnýjun í té- lagsstarfið. Ef verkalýðshreyf- ingin finnur ekki nýjar leiðir til að ná í unga fólkið, enda stétt- arfélögin sem gamalmenna- klúbbar, segir danska aiþýðu- sambandið (LO) sem ætlar að verja sem samsvarar 180 millj- ónum íslenskra króna til að kveikja í unga fólkinu -félags- lega. Innan við hálf milljón af 1,5 milljón félagsmanna LO er undir þrítugu. Fjöldi ungs fólks á námskeiðum LO hefur auk þess fallið úr 7000 árið 1990 í 4000 árið 1996. Meðalaldur- inn er nú 44 ár, 10 árum hærri en í Noregi. -Meiri hluti forsvarsmanna stéttar- félaganna hefur misskilið þróunina. Þeir halda að unga fólkið sé ekki lengur samtaka, af því að er ekki lengur virkt innan félaganna. Þess í stað ætti verkalýðshreyfingin að líta sér nær, skoða uppbyggingu sína og endumýja innra starfið, segir Dennis Lund, fyrrverandi æskulýðsfulltrúi LO. Hann varar við öldrunarmerkj- um á dönsku verkalýðshreyfingunni. -Ef þróuninni verður ekki breytt á næstu árum mun félagsstarfið lenda í alvarlegum vanda, segir Dennis. -Við eigum sjálf sökina á því að þetta hefur gengið svona langt. Unga fólkið nennir ekki að taka þátt í starfi verkalýðshreyfingarinnar eins og hún er uppbyggð í dag, segir Claus Jörg- ensen, núverandi æskulýðsfulltrúi LO. www.mindscope.dk LO er að skipuleggja herferð á lands- vísu sem á að vekja unga fólkinu nýja sýn á félagsmálin. Herferðin á að hjálpa ungum trúnaðarmönnum að ná til unga fólksins á vinnustöðunum og herferðin snýr beint að unga fólk- inu, meðal annars með auglýsingum í kvikmyndahúsum. Herferðin kallast MindScope og LO hefur ákveðið að setja um 180 milljónir ísl. króna í þetta verkefni sem á að vekja nýjan áhuga á verka- lýðshreyfingunni. MindScope gerir upp við fjöldann allan af fyrri stefn- um verkalýðshreyfingarinnar. Þannig á MindScope ekki að kenna unga fólkinu réttar skoðanir. Markmiðið er að virkja það og síðan er vonast til þess að það taki að sér verkefni fyrir hreyfinguna. -Það getur vel endað með því að þau hafi engan áhuga á að taka þátt í starfi verkalýðshreyfingarinnar en það er áhætta sem við verðum að taka, segir Brian Sebens, en hann stýrir MindScope verkefninu sem staðsett er í háskólanum í Esbjerg. MindScope inniheldur meðal ann- ars áætlun um menntun. Markmiðið er að gera ungt fólk að útsendurum svo það geti komið verkefnum af stað innan síns svæðis. Þá er ekki að- eins átt við fagleg verkefni heldur hvað sem ungt fólk gæti haft áhuga á. -Verkefnið MindScope er tilraun til að finna nýjar leiðir til að virkja launafólk. Og þar með að gefa fag- lega starfinu nýja ásjónu, segir Claus Jörgensen. Ný venkefni -Verkalýðshreyfingin þarf að finna sér algerlega ný verkefni ef hún á að lifa af í framtíðinni, segir Johannes Andersen, lektor við háskólann í Ála- borg . -Verkalýðshreyfingin er búin að byggja upp kerfi þar sem flest virkar af sjálfu sér. Með samningum er séð til þess að vandamálin eru leyst áður en þau verða of flókin. Við fáum nærri sjálfkrafa leiðréttingu launa okkar. Vandamálið er að þetta kerfi gerir fólk minna virkt. Það er engin ástæða til að vera virkur. Þess vegna verður þetta erfiðara í framtíðinni, segir Johannes Andersen. -Vandamál verkalýðshreyfingarinnar er einnig að hún getur ekki án félagsmannanna verið ef starfsemin á að halda áfram. Þess vegna verður að finna leið til að laða að félagsmenn. Verkalýðshreyf- ingin neyðist til að bjóða upp á eitt- hvað fleira. Eitthvað sem gerir líf okkar og vinnu meira spennandi. Dsýnileg breyting -Verkalýðshreyfingin hefur frekar horft á mjúku málin eins og til dæmis starfsmannastefnu en beinar launa- hækkanir síðstliðin ár. En fólk hefur ekki tekið eftir því, segir Dennis Lund. -Og ef fólk heldur að verka- lýðshreyfingin hugsi enn aðeins um launahækkanir og vill sjálft ekki setja launahækkun efst á forgangslistann þá velur það auðvitað ekki verkalýðs- hreyfinguna, segir Dennis. Brian Sebens tekur undir með hon- um. -Ef þróuninni verður ekki snúið við munu skapast alvarleg vandamál í framtíðinni. Ef unga fólkið vill ekki lengur sækja fagleg námskeið þá missir það af inngönguleiðinni í fag- lega starfið. Núna nær verkalýðs- hreyfingin í rniklum mæli í trúnaðar- menn sína og leiðtoga á þessum nám- skeiðum. En eldhugamir sem eiga að víkka út starfsemina, þeim er að fækka. Unga íólkið vantar Margir innan dönsku verkalýðshreyf- ingarinnar óttast framtíðina vegna þess að þeim virðist unga fólkið vera að svíkja lit. Ástandið er verst hjá SiD, danska verkamannasambandinu, sem hefur misst um 7000 félagsmenn undir 25 ára aldri á um þremur árum. -Ný hugsun er að breiðast út, að hver sé sinnar gæfu smiður. Við erum að upplifa það að unga fólkið er að verða meira einstaklingshyggju- fólk, segir Morten Kaspersen frá SiD. SiD tekur það mjög alvarlega að unga fólkið skuli ekki kjósa að vera félagsbundið. -Það er erfiðara nú til ................................... Bón dags að hvetja ungt fólk til félagsað- ildar. Flestir hafa flotið í gegnum líf- ið án þess að þurfa að berjast fyrir neinu, segir Steen Andersen, SiD. Til þess að ná nýjum félagsmönn- um fer SiD út í tækniskólana og býð- ur nemendum þeirra að ganga í félag- ið. Mikilvægustu rökin eru sem fyrr að sem SiD-félagi gangi maður inn í samninga um laun og vinnuskilyrði, vinnuumhverfi og öryggismál. Unga fólkinu bjóðast einnig ýmsar trygg- ingar á hagstæðu verði. Danskir málmiðnaðarmenn hafa orðið varir við nokkra fjölgun félags- manna á undanförnum árum. Samt sem áður er Wilhelm Jörgensen ritari sambandsins var um sig þegar talið berst að framtíðinni. -Á næstu árum eru að koma fámennari árgangar og samtímis yfirgefa fleiri aldraðir vinnumarkaðinn. Það mun merkja fækkun félagsmanna. -Stóriðjan, verður fámennari og fámennari vegna lokunar fyrirtækja, en mikill uppgangur er í tölvugeiranum. Á tölvu- og tæknisviðinu er mesti vaxt- arbroddurinn. Hér er flest unga fólkið í vinnu og þangað þurfum við að leita ef við ætlum að fá það til liðs við félögin. Jyllands-Posten 3. des. 1997 og FokuslAktuelt 3.jan. 1998. Verðmæti vinnunnar felast ekki síst í þekkinguni sem að baki býr. Hluti af starfskjörum félaga í Félagi járniðnaðarmanna felst í rétti þeirra til að efla og auka faglega þekkingu með því að sækja tækninámskeið Fræðsluráðs málmiðnaðarins. Ör þróun og margvíslegar breytingar eiga sér stað í þeim fjölmörgu atvinnugreinum sem störf félaga í Félagi járniðnaðarmanna ná til. Tækninámskeið Fræðsluráðs málmiðnaðarins eru því eðlilegur og nauðsynlegur hluti af starfinu. Skráning á tækninámskeiðin fer fram hjá Félagi járniðnaðarmanna. FELAG JARNIÐNAÐARMANNA SUÐURLANDSBRAUT 30 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 533 6020 • FAX 553 9375 - Með hagsmuni felagsmanna að leiðarljósi - Opið alla daga nema sunnudaga - og þvottastöðin hf. Sóltúni 3, sími 551 4820 Vinnan 11

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.