Vinnan


Vinnan - 01.02.1998, Blaðsíða 12

Vinnan - 01.02.1998, Blaðsíða 12
 Ólaunaðir verkamenn í Rússlandi Einn af hverjum fjórum rúss- neskum verkamönnum, meira en 20 milljón manns, fær ekki útborgað reglulega og tafir á launagreiðslum geta orðið allt upp í sex og jafnvel tólf mánuð- ir. Margir fá útborgað í framleiðsluvörum verk- smiðjunnar sem þeir vinna hjá. Moskvits verksmiðjumar framleiddu um 200 þúsund bíla á ári fyrir fáein- um árum og höfðu um 25 þúsund manns í vinnu. A síðastliðnu ári var framleiðslan komin í 2000 bíla eftir að hafa legið niðri í heilt ár. Borgar- yfirvöld í Moskvu lofuðu að greiða hundruðum manna sem voru endur- ráðnir þau laun sem þeir áttu inni en sú varð ekki raunin. Greiðslurnar voru smáræði og í ofanálag komust verkalýðsfélögin að því að til var leynireikningur í verksmiðjunni með milljarði rúblna (175 þúsund dollur- um). Frá því í september síðastliðn- um hafa starfsmennimir fengið greitt í varahlutum. Samstarfsmaður þeirra innan verksmiðjunnar kaupir síðan brettin, dekkin eða stýrin á 80% af opinberu verði. -Þetta er fáránlegt segja starfs- mennimir, en neyðast til að sætta sig við fyrirkomulagið. Þetta er þó engan vegin einsdæmi. Samkvæmt skýrslu rannsóknarstofnunar iðnaðarins í Moskvu sem unnin var í samvinnu við Háskólann í Warwick á Bret- landi, fær einn af hverjum átta Rúss- um greitt á svipaðan hátt. Verkamenn í Ivanova textílverksmiðjunum eiga nú heilu staflana af lökum en þeir sem vinna í postulínsverksmiðjum Gus-Chmstlany em að „safna“ krist- alsvösum. Verkafólk í Akhtuba verk- smiðjunum í Volgograd hafa mánuð- um sarnan orðið að láta sér nægja pakka af sérstökum apparötum. WSwMMmmm UMTALSVERÐAR BREYTINGAR hafa á undanförnum árum verið gerðar á sviði rafmagnsöryggismála til að mæta kröfum nýrra tíma. Allar miða þær að auknu rafmagnsöryggi og bættri þjónustu við neytendur. LÖGGILDINGARSTOFA fer nú með yfirumsjón rafmagnsöryggismála en faggiltar skoðunarstofur annast rafmagnseftirlit. Aukin ábyrgð HÚSEIGENDUR og umráðamenn húseigna bera ábyrgð á að raflagnir og rafbúnaður á þeirra vegumséuílagi. Þeim ber að lagfæra strax það sem aflaga fer og kalla til fagmenn ef nauðsyn krefur. LW ij Meiri kröfur RAFVERKTAKAR og rafveitur eiga aðvinna eftir gæðakerfi sem tryggir að öll verk séu yfirfarin í verklok og að þau uppfylli settar kröfur um öryggi. Framkvæmdar eru úrtaksskoðanir í stað þess að opinberir eftirlitsmenn taki hvert verk út eins og áður var. Leiði skoðun í Ijós að ekki hafi verið farið að reglum hefur Löggildingarstofa rétttil að grípa til viðeigandi ráðstafana. Löggiltir fagmenn RAFVERKTAKAR sem fengið hafa löggildingu hafa einir heimild til þess að annast rafverktöku og bera ábyrgð á þeim rafverkum sem falla undir lög og reglugerðir um raforkuvirki. Löggildingarstofa löggildir rafverktaka að uppfylltum skilyrðum um menntun, kunnáttu, búnað og aðstöðu. Ábyrgir seljendur RAFTÆKJASALAR og innflytjendur rafbúnaðar þurfa að geta sýntfram á uppruna og eiginleika þeirrar vöru sem þeir hafa á boðstólum og eru ábyrgir fyrir því að hún uppfylli settar kröfur. Vegna vaxandi alþjóða- samstarfs, m.a. vegna samninga um gagnkvæma viðurkenningu á prófunum og vottunum, er ekki lengur talin þörf á að skoða allan .. .. __ rafbúnað áður en hann fer á markað hérlendis. _ ML R Breytt eftirlit RAFMAGNSEFTIRLIT RÍKISINS hefur verið lagt niður. Nú annast óháðar og faggiltar skoðunarstofur rafmagnseftirlit í umboði Löggildingarstofu. Skoðunarstofurframkvæma úrtaksskoðanir en einnig er farið eftir ábendingum sem berast til Löggildingarstofu, m.a. frá almenningi. VANTAR ÞIG UPPLYSINGAR? Hafðu samband við Löggildingarstofu. ERT ÞÚ IVAFA UM RAFMAGNSÖRYGGI ÞITT? Ábyrgðin er þín. Fáðu löggilta fagmenn í lið með þér. Löggildingarstofa Rafmagnsöryggisdeild Síðumúla 13 • Sími: 568 1122 *Fax: 568 9256 Löggildingarstofa hefur yfireftirlit með: • vörnum gegn hættu og tjóni af völdum rafmagns • háspenntum raforkuvirkjum og neysluveitum • innri öryggisstjórnun rafveitna og rafverktaka • markaðsgæslu raffanga Löggildingarstofa annast: • löggildingu rafverktaka • samningu og túlkun reglna á rafmagnssviði • leyfisveitingu til faggiltra skoðunarstofa og eftirlit með þeim • miðlun upplýsinga til fagmanna og almennings Akhtuba er nefnilega hætt að vera aðalvopnaframleiðandi sovjéska hersins. Verksmiðjan varð að finna nýju framleiðslu eftir að kalda stríð- inu lauk og framleiðir nú vörur fyrir kynlífsmarkaðinn. Engin laun Þessir verkamenn geta þó prísað sig sæla því í mörgum tilvikum fá menn ekkert að launum. Milljónir manna hafa engin laun fengið mánuðum saman. Fyrmefnd skýrsla greinir frá því að 40% verkamanna segjast að- spurðir ekki hafa fengið útborgað fyrir síðastliðinn mánuð, 54% ófag- lærðra verkamanna höfðu ekki fengið laun. Aðeins fjórðungur hafði fengið greitt á réttum tíma og að fullu í pen- ingum. 5% Rússa, nærri fjórar millj- ónir manna, hafa ekki fengið greidd laun í meira en hálft ár. Áætlað er að samanlögð upphæð ógreiddra launa í landinu sé um 10 milljarðar dollara eða um 700 milljarðar króna. Það er svipuð upphæð og nemur öllum greiddum launum í Rússlandi í fimm vikur. Til að fullkomna myndina ætti einnig að reikna með skuldum al- mannatryggingakerfisins. Því að þrátt fyrir að staðið hafi verið við loforð um að greiða þriggja milljarða doll- ara lífeyrisskuldir í júlí á síðstliðnu ári hafa orðið tafir í allt að sex mán- uði, misjafnt eftir svæðum, hvað varðar greiðslu fjölskyldubóta og at- vinnuleysisbóta. Áhyggjup verkalýðs- hreyfingarinnan Milljónir Rússa þurfa að bregða fyrir sig margvíslegum úrræðum til að lifa af. Eftir vinnudag í verksmiðjunni verður verkamaðurinn leigubílstjóri. Smæstu landskikar eru þaulnýttir því þar er ræktað grænmeti fyrir fjöl- skylduna og jafnvel til að selja. Efna- hagur er að verða óformlegri og spill- ing er hluti af kerfinu. Á fyrri helmingi ársins 1997 fimmfaldaðist fjöldi verkfalla miðað við fyrra ár. Að meðaltali voru gerð 5000 verkföll á mánuði frá janúar til mars. Þrátt fyrir að ástandið virðist hafa róast að undanfömu, meðal ann- ars vegna þess að lífeyrisskuldirnar vom greiddar og lofað var að greiða launaskuldir innan hersins, er fólk enn þá mjög órólegt. Verkalýðshreyf- ingin í landinu hefur þungar áhyggjur af gangi mála. Samband frjálsra verkalýðsfélaga beinir spjótum sínum að ríkisstjóminni en einstök stéttarfé- lög hafa herjað á atvinnurekendur enda eru nú orðið aðeins 20% at- vinnurekstrarins í eigu hins opinbera. Ástandið er, að einhverju leyti, sagt óþroskuðu bankakerfi að kenna en spilling og fjárdráttur eiga sinn þátt í því hvemig komið er. Spilling í stjórnun Dæmin um spilllingu em fjölmörg. I Kirov, þar sem verkamennimir höfðu ekki fengið útborgað mánuðum sam- an, voru forstjórarnir að verðlauna sjálfa sig með íbúðum og utanlands- ferðum og laumuðust í fjárhirslur fyr- irtækisins hvenær sem þeim hentaði. Forstjóri málmverksmiðju sem ekki hafði getað greitt verkamönnum sín- um laun í átta mánuði reyndist hafa notað fé fyrirtækisins til að lána fjöl- skyldu sinni og jafnvel greiða henni bónus og setja hana þar með á launa- skrá. I Ivanova hindmðu launaskuldir upp á tvær milljónir dollara forstjór- ann ekki í að bæta 12 lúxus bifreið- um við einkabflaflota sinn, þar með talið fjórum Mercedes Bens 600. Trade Union World 2197 12 Vinnan

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.