Vinnan


Vinnan - 01.03.1998, Blaðsíða 1

Vinnan - 01.03.1998, Blaðsíða 1
nnan Blað Alþýðusambands Islands • stofnað 1943 • 3. tbl. mars1998 Stjórnandi himintunglanna Vinnuveitendasambandiö telst vera samband atvinnurekenda samkvæmt Félagsdómi og þarf því aö láta hvert aðildar- félag fyrir sig taka ákvöröun um beitingu verkbanns. Þetta kom sjómönnum ekki á óvart en setti framkvæmdastjóra VSÍ svo úr jafnvægi að hann kallaði eftir því aö Félagsdómur yrði lagöur niöur og landslögum breytt þegar í staö svo VSÍ þyrfti ekki aö hrófla viö virðulegum samþykktum sínum. Það er ekki aö spyrja aö lítillætinu í þessum herbúðum. Vinnustaðir f vítahring Þegar leita á skýringa á auknum launamun kynjanna meðal verkafólks er nauðsyn- legt að skoða hvað hefur verið að gerast á stórum vinnustöð- um kvenna. í eldhúsum, við ræstingar og umönnunarstörf hefur vinnuálag verið að aukast og starfsaldur að lækka. Sam- kvæmt athugunum Sóknar hef- ur þeim starfsmönnum fækkað mjög sem hafa lokið starfs- tengdum námskeiðum. Guðrún Kr. Oladóttir, varaformaður Sóknar, segir nauðsynlegt að kanna hvað sé að á þessum vinnustöðum enda virðist félagslegi þátturinn alveg hafa orðið útundan við hagræðingar síðustu ára. Fjöldi stöðugilda hefur horfið á síðustu þremur árum en í flest öllum tilfellum þarf enn að skila sömu vinnu. Að mati Guðrúnar hefur álagið einfaldlega aukist á þá starfs- menn sem eftir eru. Hún segir flatan niðurskurð bitna verst á þeim starfs- mönnum sem ekki hafa menntun og sérhæfingu til að tryggja stöðu sína og þetta séu fyrst og fremst kvenna- hóparnir sem vinna í eldhúsum og við ræstingar. Valdimar Guðmannsson, formað- ur Verkalýðsfélagsins Samstöðu, segir að víða um Norðurland hafi verið reynt að mæta flötum niður- skurði með því að stytta vinnutíma fólks í eldhúsi og við ræstingar án þess að umfang hafi minnkað. Hann segir að nú sé fólk að hætta vegna vinnuálags sem hafi unnið á sama stað árum saman. - Við erum nýbúin að semja til þriggja ára um kjarabætur fyrir fólk með lægstu launin og þá er gripið til þess að stórskerða kjör fólks með þessum hætti, segir Valdimar. - Það kemur að því að fólk getur ekki hlaujiið hraðar til að mæta þessu. A ísafirði hættu starfsmenn í eld- húsi og við ræstingar vegna breytinga á vinnufyrirkomulagi sem þýddu stóraukið álag án þess að það yrði bætt í launum. Pétur Sigurðsson, for- maður Baldurs, segir að það vanti til- finnanlega verklýsingar fyrir fólk í ýmsum störfum svo ekki sé hægt að fækka bara og auka álagið á þá sem eftir eru. Ályktun VMSÍ Framkvæmdastjórn Verkamanna- sambandsins hefur krafist þess að forsvarsmönnum stofnana sem ætla að grípa til hagræðingaraðgerða, verði gert skylt að láta kanna félags- legar afleiðingar þeirra. Þá verði full- trúum starfsfólks gefinn kostur á að fjalla um málið og koma skoðunum sínum á framfæri. Bent er á að al- mennt starfsfólk heilbrigðisstofnana hafi mátt sæta uppsögnum og kjara- skerðingum samhliða auknu vinnuá- lagi og minnkandi atvinnuöryggi. Sýktip vinnustaðir - Við verðum að kanna af hverju fólk tollir ekki lengur á þessum vinnu- stöðum, segir Guðrún. - Hvers vegna Húsnæðisvandi streymir yngra fólk í gegn? Við höf- um upplifað margar hagræðingarút- tektir en enginn virðist skoða félags- legar afleiðingar þeirra eða áhrifin á líðan fólks. Stundum vantar allt að 11 manns í vinnu í stóru eldhúsunum því það fæst ekki mannskapur. Svo þegar einhver veikist þá er ekki feng- ið afleysingafólk heldur eykst bara álagið á hina. Afleiðingamar eru að þeir sem lenda oftar í því að veikjast hrökklast einfaldlega í burtu. Hér hjá Sókn emm við farin að fá símhring- ingar frá konum sem kvarta undan því að vinnufélagar þeirra veikist og mæti ekki til vinnu. Guðrún segir að skoða verði laun- in, álagið á starfsfólk, misskiptingu vinnumagns milli fólks, vinnuandann á staðnum og aðstöðuna sem boðið er upp á. Hún telur að ekkert muni ganga í að bæta ástandið á þessum vinnustöðum fyrr en búið sé að komast fyrir rætur vandans. í fréttaskýringu á bls. 15 er fjallað nánar um ástandið ng afleiðingar niðurskurðar. Hvernig byggjum við upp skipulag og starfshætti verkalyðshreyiingarinnar pannig að hún standi undir krölum framtíðarinnar? Þessari spurningu var varpað fram á Ijölmörgum fundum á IMorðurlandi í febrú- ar par sem forysta ASÍ ræddi við félagsmenn aðildarlélaganna. Þá var einnig larið í heimsúknir á vinnu staði. Hér eru peir Hervar Gunnarsson, 1. varaforseti ASÍ og Björn Grétar Sveinsson, lormaður Verka mannasambandsins, í géðum húpi starfsmauna og skagfirskra verkalýðsforingja að skoða starfsemi Sjáv arleðurs á Sauðárkrúki. í blaðinu er sagt frá umræðum á fyrsta fundinum sem haldinn var á Akureyri. láglaunafólks óleystur Húsnæðisnefnd ASÍ sendi frá sér yfirlýsingu vegna frumvarps félagsmálaráðherra um húsnæðismál þar sem fram kemur að vandi þess fólks sem nú á í greiðsluerfiðleikum vegna félagslegra eignar- íbúða og þeirra sem sem hvorki fá inni í almenna né félagslega húsnæðiskerfinu vegna lágra tekna er eftir sem áður óleystur. í frumvarpinu er hins vegar tekið á vanda Byggingasjóðs verkamanna og sveitarfélaganna. Að mati húsnæðisnefndar ASÍ er fjölmörgum spurningum enn ósvarað vegna frumvarpsins enda var ASI ekki með í ráðum við gerð þess þrátt fyrir kröfu þar um. ASÍ hafði mótað þá stefnu að veitt skyldu félagsleg lán til einstaklinga til kaupa á húsnæði á almennum markaði, í stað þess að binda lánin við ákveðið húsnæði. Þessa hug- rnynd er að finna í frumvarpi félags- málaráðherra en nefndarmenn vilja láta fara ítarlega ofan í saumana á útfærslu ráðherra til að rneta áhrifin á hag kaupenda. Samstarf verður milli ASÍ og BSRB við þá vinnu. En ljóst er að ýmsir óttast þá breytingu að ekki verði veitt félags- leg lán heldur eigi að afgreiða hinn félagslega þátt í gegnum vaxtabóta- kerfið. Bent hefur verið á að einföld breyting á bótakerfinu gæti sett fjár- hag fjölda fólks í uppnám. Þá er einnig bent á að enn vanti fjölmörg atriði í útfærslu vaxtabótanna, svo sem eins og með hvaða hætti núver- andi félagsmálaráðherra ætlar að standa við þau fyrirheit fyrirrennara sinna við ASI að tekin verði upp samtímagreiðsla vaxtabóta. Einnig vantar allar upplýsingar um það með hvaða hætti eigi að tryggja nægilegt framboð leiguhús- næðis á viðráðanlegu verði fyrir þann hóp sem ekki fær inni í félagslega húsnæðiskerfinu. ASI hefur einmitt lagt megináherslu á að félagslegum leigufbúðum, þar sem búsetuöryggi fólks er tryggt, verði fjölgað til muna. Skýrt verður að vera hver beri ábyrgð á þessu verkefni. Húsnæðisnefnd ASÍ hefur rætt um að frumvarpið feli í sér stóraukna gjaldtöku af fólki í félagslega hús- næðiskerfinu á öllum stigum, allt frá ráðgjöf til lántöku til umsýslu og inn- heimtu. Þessar auknu byrðar geta í sumum tilfellum numið tugum þús- unda.

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.