Vinnan


Vinnan - 01.03.1998, Blaðsíða 12

Vinnan - 01.03.1998, Blaðsíða 12
Barnafjölstyldur í brennidepli Norska alþýðusambandið hefur lagst gegn hugmyndum um umönnunarstyrk og telurþœr andsnúnar konum. Sambandið vill heldur auðveldafeðrum að vera heima með börnunum. Barnafjölskyldur og aðstæður þeirra hafa verið í brennidepli í Noregi að undanförnu. Norska ríkisstjórnin vill greiða foreldr- um svokallaðar umönnunarbæt- ur til að annað þeirra geti verið heima með börnunum. LO, norska alþýðusambandið, og norski verkamannaflokkurinn hafa hafnað slíkum hugmynd- um og segja þær afturhvarf til þeirra tfma þegar konur komust ekki út á vinnumarkaðinn. Norski verkamannaflokkurinn lagði fyrir skömmu fram mótsvar við hugmyndum ríkisstjómarinnar um umönnunarstyrk til bamafjölskyldna. Th0rbjörn Jagland, formaður verkamannaflokksins, hefur gagnrýnt umönnunarstyrkinn harðlega. -Það á eftir að koma í ljós hvort hann verður að veruleika, sagði hann og útilokaði ekki að fyrirkomulagið yrði dregið til baka ef verkamannaflokkurinn kæm- ist til valda á ný. Fjölskyldustefna verkamanna- flokksins er í fimm liðum. Öll böm eiga að komast að á bamaheimili fyrir árið 2000. Foreldrar skulu aðeins greiða fyrir þann tíma sem bamið er í leikskólanum. Foreldraorlof lengist um 52 vikur, í tvö ár, áfram með 80% tekjutengingu. Orlofstímann á að vera hægt að nýta sveigjanlega á tíu ára tímabili, til dæmis með framlengingu á sumarfríi, styttri vinnutíma, eða ein- faldlega sem langt leyfi frá störfum. Rétt feðra til orlofs á að bæta og fjöldi vikna sem bundnar em föðumum á að aukast úr fjómm í átta. Eingreiðsla við fæðingu verði aukin fyrir þá sem ekki % - . - Tölvunámskeið við allra hæfi Tölvuskóli Prenttæknistofnunar hefur starfað frá árinu 1991 og verið menntasetur upplýsingatækni og fjölmiðlagreina, þar sem tölvukennsla er byggð á faglegum grunni. Við kennslu starfar aðeins færasta fagfólk á sínu sviði, og til að tryggja hámarksárangur af námskeiðum þá er kennt í fámennum hópum. Hringið og biðjið um námskeiðaskrá í síma 562 0720. Hér er listi yfir nokkur af þeim námskeiðum sem boðið er upp á Macintosh grunnur Heimasíðugerð QuarkXPress Tölvuumsjón FreeHand Grafísk hönnun Skönnun Myndvinnsla í tölvum Photoshop Margmiðlun með Director Hönnun tímarita Office 97 Tölvuskóli Prenttæknistofnunar Sími: 562 0720 • http://www.apple.is/prent/ hafa öðlast orlofsréttindi. -Þetta er heildstæð fjölskyldu- stefna sem á að henta ólíkum lífsstíl. Þörfin breytist og er ekki sú sama þegar börnin eru lítil og þegar þau eru komin í skóla, segir Thorbj0m. Hann upplýsti að heildarkostnaður við lengt fæðingarorlof gæti orðið um fimm milljarðar norska króna (nærri 50 milljarðar íslenskra króna) en benti jafnframt á að peningamir væm skatt- skyldir. Raunkostnaður væri mun lægri. Fæðinpporlof eða umönnunarstyrkur? Valgerd Svarstad Haugland, barna- og fjölskyldumálaráðherra, styður margar af hugmyndum verkamanna- flokksins, en vísar á bug aðalatriðinu, lengra foreldraorlofi. Hún spyr sig að því hvers vegna tillögumar séu fyrst settar fram núna eftir að flokkurinn hefur setið ámm saman í stjóm. Val- gerd hengir sig þó fyrst og fremst í að Thorbjóm Jagland segist ætla að af- nema umönnunarstyrkinn þegar flokkurinn kemst til valda. Hún segist þó líta á tillögur flokksins sem stuðn- ing við að athyglinni sé beint að fjöl- skyldum með ung böm. Almenningur virðist þó ekki standa með Valgerdi. Fjórir af hverj- um fimm segja nei við bamastyrk og vilja frekar að fæðingarorlofið verði lengt, samkvæmt könnun sem gerð var í Noregi í febrúar. Spurt var hvaða fyrirkomulag fólk myndi kjósa ef styðja ætti betur við bakið á fjöl- skyldum með böm undir þriggja ára aldri, ef kostnaður væri jafnmikill við þau öll. 19% völdu umönnunarstyrk, 28% hærri bamabætur og 52% lengra fæðingarorlof. Könnunin var gerð daginn eftir að Verkamannaflokkur- inn lagði fram tillögu um tvöföldum fæðingarorlofsins. lUorska alþýðusambandið vill lengna feðraorlof LO í Noregi, norska alþýðusamband- ið, lítur á hugmyndir ríkisstjómarinn- ar um umönnunarstyrk sem atlögu að rétti kvenna til að vinna úti og afla sér tekna. LO í Osló orðar það svo að hugmyndin endurspegli áratuga göm- ul viðhorf til kvenna. Varaformaður LO, Gerd-Liv Valla, er þó ekki fullkomlega sátt við tillögur verkamannaflokksins um lengra foreldraorlof. Hún vill að helmingurinn verði bundinn föðum- um. -Pabbinn verður að fara heim. „Svipa og gulrót“ em tækin sem við verðum að nota, segir Gerd-Liv. Ekki er enn búið að taka tillögurnar fyrir innan LO, en hún segir að LO styðji hugmyndir um að fæðingarorlof verði lengt um eitt ár sem taka megi þar til bamið verður 10 ára. En Gerd-Liv set- ur skilyrði fyrir stuðningi LO, að feðr- um verði sérmerktur mun stærri hluti en lagt er til. -Eg efast um að við komumst mik- ið lengra á vinnumarkaðnum nema pabbinn fari heim. Eg held líka að karlmenn þurfi á meiri samskiptum við bömin sín að halda. Eg vil hvorki að við fömm 50 ár aftur í tímann þeg- ar konumar voru heima, né til hins svokallaða jafnréttis minnar kynslóð- ar. Margt ungt fólk í dag hefur séð hvernig við konurnar höfum þrælað okkur út. Við höfum stritað við að vera jafnokar karlmannanna utan heimilis- ins en okkur hefur ekki tekist það á heimavelli. Ég vil sjá að bæði kyn séu á vinnumarkaði og bæði vinni heima, segir hún. Sylvia Bmstad, formaður kvenna- hreyfingar verkamannaflokksins, stendur á bak við tillögur miðstjómar- innar um að tvöfalda feðrakvótann úr fjómm vikum í átta. Hún lítur einnig á það sem möguleika að lögfest verði lengra orlof sem þá verði bundið föð- umum. -Það er augljóst að feður þurfa að taka lengri hluta orlofsins til hags- bóta fyrir bömin, atvinnulífið og jafn- réttið, segir hún. Umönnunarstyrkurinn getur búið til nýja stéttaskiptingu Umönnunarstyrkurinn getur komið í veg fyrir að hópur bama fái nauðsyn- lega örvun, segir prófessor Steinar Strpm. Hann telur fyrirkomulagið geta leitt af sér aukna stéttaskiptingu. Steinar gagnrýndi tillögur ríkisstjóm- arinnar á ráðstefnu LO og verka- mannaflokksins. Hann hélt því fram að það væm augljóslega þeir með lág- ar eða miðlungs tekjur sem veldu að vera heima með börnunum. Konur með meðaltekjur og hærri sem óskuðu að vera virkar á vinnumarkaði, en vildu spara barnagæslupeninga myndu segja já við umönnunarstyrk og ráða sér dagmömmu, en konur með mikla menntun og há laun myndu velja leikskóla. -Það er engin tilviljun hvaða böm em heima hjá mömmu, eða hjá dag- mömmu. Böm sem em heima eða hjá dagmæðrum geta átt á hættu að fá ekki sömu örvun og ef þau hefðu farið á leikskóla, sagði Steinar. Steinar velti því upp hvort framundan væri ný stéttaskipting þar sem menntaðar konur með sterka stöðu á vinnumarkaði hefðu böm sín í fáum, góðum leikskólum, en konur með litla eða miðlungs menntun yrðu sífellt meira heima við, yrðu utangátta á vinnumarkaði og með börn sem fengju verri skilyrði bæði uppeldis- fræðilega og hvað umhverfi og aðstæð- ur varðar. http://www.aftenposten.no Félagsmennirnir í ASÍ-félögun- um sem mættu á fundi forseta ASÍ á Norðurlandi í mánuðinum og lögðu sitt af mörkunum til að verkalýðshreyfingin geti staðið undir kröfum framtíðarinnar. Þórarinn V. Þórarinsson fyrir bráðfyndin viðbrögð við úr- skurði Félagsdóms um ólögmæti verkbanns VSÍ. Verkalýðsfélögin á Húsavík fyrir þá frábæru hugmynd að bjóða sjómönnum í verkfalli upp á tölvunámskeið. Kristján L. Ragnarsson, LÍÚ, fyrir sérlega spaugileg um- mæli í útvarpinu í upphafi sjó- mannaverkfalls. Kristján gaf lítið fyrir nauðsyn þess að hafa mat- svein um borð í skipi enda sæi hann nú bara sjálfur um að malla sér 1944 rétti þegar konan færi i saumklúbb. 12 Vinnan

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.