Vinnan


Vinnan - 01.03.1998, Blaðsíða 13

Vinnan - 01.03.1998, Blaðsíða 13
£r 1 e^n I Barnavinna eykst í flfríku Vinnandi börnum í Afríku mun fjöiga um allt aö milljón á ári ef núverandi ástand í efnahags- og félagsmálum verður viðvarandi, að mati ILO, Alþjóðavinnumála- stofnunarinnar. ILO áætlar að fjöldi vinnandi barna í Afríku geti vaxið úr 80 milljónum í yfir 100 milljónir um árið 2015. Ástæðan er sívaxandi fátækt og lélegt efnahagsástand í álfunni. Hlutfall vinnandi barna (5-14 ára) í heim- inum er nú hæst í Afríku, 41% en fer yfir 50% í einstökum löndum. Félagar fangels- aðir í Kína Kínverski verkalýðsforinginn Wang Hongxue hefur farið fram á það við Jang Zemin, forseta landsins, að félagsmönnum hreyfingarinnar sem fangelsaðir voru vegna mótmæla við niður- skurði í ríkisútgjöldum og krafna um frjálsa verkaiýðshreyfingu verði sleppt úr haldi. Wang segir að einhver verði að geta staðið upp fyrir hönd verkamannanna sem eru að missa vinnuna og fá ekki grundvallarréttindi sín virt. Óróleiki á vinnumarkaði er mikill ( Kína enda er nú talið að alls muni um 11 milljónir manna missa vinnuna við niðurskurðaraðgerðir ríkisstjórnarinnar. Stjórnvöld ótt- ast uppreisn og hafa því tekið hart á mótmælum verkafólks. Ný lágmarkslaun í Eistlandi Ný lágmarkslaun í Eistlandi hafa verið ákveðin með þríhliða samn- ingum verkalýðshreyfingar lands- ins, atvinnurekendasamtakanna og ríkisstjórnarinnar. Nýju lág- markslaunin eru 1100 eistneskar krónur sem svarar til um 65 þús- undir íslenskra króna. Fyrir einu og hálfu ári síðan krafðist verka- lýðshreyfingin hækkunar lág- markslauna úr 680 ekr. í 1200 ekr. Það þótti óréttmæt krafa en hefur þó að mestu leyti náðst fram, skref fyrir skref. Metatvinnuleysi í Þýskalandi Atvinnuleysi jókst mjög í Þýska- landi í desember og þar eru nú meira en 4,5 milljónir manna án atvinnu eða 11,8% vinnuaflsins. Atvinnulausum Þjóðverjum fjölg- aði um 199.900 í desember eða í 4.521.600 manns sem er met í jólamánuðinum. í fyrrum Vestur- Þýskalandi er atvinnuleysið 9,9% en í fyrrum Austur-Þýskalandi 19,4%. Fjölskylduleyfi í Japan Atvinnumálaráðuneytið í Japan hefur lagt drög að nýrri löggjöf um fjölskylduleyfi sem lögð verð- ur fyrir japanska þingið innan skamms. Lögin munu veita japönsku launafólki rétt á að taka sér leyfi til að annast fjölskyldu- meðlimi: Foreldra, maka eða börn. Reiknað er með að starfs- fólk í fjölskylduleyfi fái greidd 25% launa sinna gegnum atvinnuleys- istryggingakerfið, í að hámarki þrjá mánuði. Sameinaði lífeyrissjóðurinn ► Niðurstaða ársrei 1997 iKnings Rekstrarreikningur Iðgjöld Lífeyrir Fjárfestingartekjur Fjárfestingagjöld RekstrarkostnaSur ASrar tekjur Önnur gjöld Matsbreytingar Hækkun á hreinni eign á timabilinu: 1.399.923 1.210.149 -720.519 -635.497 2.108.260 1.874.597 -26.741 -23.070 -36.555 -34.071 23.920 23.989 -17.527 -56.807 515.994 461.917 klrom omn 1 mm inr 3.246.754 24.329.832 2.821.207 21.508.625 Hrein eign í árslok til greiðslu lífeyris: Efnahagsreikningur 31.12.1997 Fjárfestingar Kröfur ASrar eignir ViSskiptaskuldir Hrein eign til greiðslu lífeyris: 27,576.586 24.329.832 27.407.588 24.177.190 87.119 135.577 160.890 40.093 27.655.597 24.352.860 -79.011 -23.028 27.576.586 24.329.832 Lífeyrisskuldbinding til greiSslu lífeyris 01.01.1997 23.828.000 KostnaSur viS aukningu lífeyrisréttinda frá 01.07.1 997 2.715.000 Aukning lífeyrisskuldbindinga vegna nýrra matsaSferSa 1.650.000 Almenn aukning lífeyrisskuldbindingar á árinu 1.952.000 Lífeyrisskuldbinding til greiSslu lífeyris 31.12.1997 30.145.000 Endurmetin eign til greiSslu lífeyris 31.12.1 997 31.986.000 Eign umfram skuldbindingu: 1.841.000 Ýmsar kennitölur LífeyrisbyrSi 51,5% 52,7% KostnaSur í % af iðgjöldum 2,6% 2,8% KostnaSur í % af eignum 0,1% 0,2% Raunávöxtun miSaS við vísitölu neysluverSs á ársgrundvelli 8,4% 8,3% Hrein raunávöxtun miSaS viS vísitölu neysluverðs á ársgrundvelli 8,2% 8,0% Fjöldi virkra sjóðsfélaga, ársmeðaltal 8.703 8.436 Fjöldi lífeyrisþega í desember 2.615 2.408 Starfsmannafjöldi 11 10 • • ávöxtun Sameinaði lífeyrissjóðurinn er einn stærsti lífeyrissjóöur landsins. Rekstur hans er óháður verðbréfafyrirtækjum og leitast er við að ávaxta hann sem best að teknu tilliti til áhættu. ■ Eignir að fullu á móti skuldbindingum Arlega fer fram tryggingarfræSileg úttekt á stöðu sjóðsins og hefur hann frá upphafi átt að fullu eignir á móti skuldbindingum. ■ Aukning elli- og örorkulífeyrisréttinda A aðalfundi sjóSsins 28. apríl 1997 var samþykkt að auka elli- og örorkulífeyrisréttindi. KostnaSarauki við hin auknu réttindi nam 2.715 millj. kr. ■ Nýjar matsaðferbir Aukning er á lífeyrisskuldbindingum um 1.650 millj. kr. á árinu 1997 m.a. vegna þess að teknar hafa verið í notkun nýjar töflur um lífslíkur, sem sýna að lífaldur karlmanna hefur aukist verulega á síSustu árum. ■ Tvenns konar öryggi SameinaSi lífeyrissjóSurinn býður sjóSsfélögum sínum upp á tvenns konar öryggi í lífeyrismálum. Annars vegar hefðbundna tryggingu í lífeyrissjóði og hins vegar lífeyrissparnað, þar sem um er aS ræSa sérsparnaS hvers og eins. I Lífeyrissjóður Félagar í lífeyrissjóði sem byggirá samtryggingu tryggja hverjir aSra eftir ákveSnum reglum og eru því í reynd félagar í tryggingafélagi. Ellilífeyrir er greiddur ævilangt. Eftirlifandi maka og börnum er tryggður fjölskyldulífeyrir við fráfall sjóSsfélaga. einu^staS hja_ trausturrTsjóSi lífeyrissjóSurinn Græddur er geymdur lífeyrir Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík Sími 510 5000, Myndsendir 510 5010 Grænt númer 800 6865 Samtrygging sjóðsfélaga tryggir þeim örorkulífeyrir sem verSa fyrir langvinnum veikindum eSa alvarlegu slysi. Allir félagsmenn aSildarfélaganna eiga rétt á aðild að sjóSnum óháS aldri, heilsufari eSa kynferSi. GreiSslur úr samtryggingarsjóði miSast viS það iðgjald sem sjóðfélagi greiSir. Samtrygging í lífeyrissjóSi er nauðsyn öllum. ■ Lífeyrissparnaður Viðbótarsparnaður hjá lífeyrissjóSi tryggir þér og þínum aukið fjárhagslegt öryggi. Hann er góð viSbót viS þá tryggingu sem skylduiðgjaldið veitir, >en kemur ekki í hennar staS. Lífeyrissjóður og lífeyrissparnaður Ellin sem tryggja þér og þínum fjárhagslegt öryggi og frelsi í ellinni. Stjórn Sameinaða lifeyrissjóðsins: 11. febrúar 1998 Benedikt DavíSsson, Guðmundur Hilmarsson Hallgrímur Gunnarsson, Oskar Mar, Steindór Hálfdánarson og Örn Kjærnested Jóhannes Siggeirsson, framkvæmdastjóri Heimasiða: www.lifeyrir.rl.is Vinnan 13

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.