Vinnan


Vinnan - 01.03.1998, Blaðsíða 16

Vinnan - 01.03.1998, Blaðsíða 16
Mikið brottfall úr framhaldsskðla hefur verið þekkt vandamál hér á landi árum saman. í stefnu ASÍ f menntamálum sem samþykkt var á síðasta þingi sambandsins vorið 1996 er sérstaklega fjallað um þetta vandamál og lögð áhersla á að f jölga verði námsbrautum og auka framboð starfsnáms. í Ijósi þessarar skýru stefnu og þess áhuga sem nú er kviknaður á þessu vandamálj í samfélaginu er þess að vænta að fulltrúar ASÍ verði kallaðir til samráðs við stefnumótun og ákvarðanatöku. ASÍ fagnar því að stefna sam- bandsins virðist nú eiga mikinn hljómgrunn. Atvinnuleysis- bætur rangt reiknaðar Fjöldi atvinnulausra fær of lágt bóta- hlutfall því orlof er ekki reiknað inn í starfstíma segir Agúst Oskarsson, for- maður Verslunarmannafélags Húsavík- ur í grein sem hann ritar í Vinnuna. Atvinnurekendum ber að fylla út vott- orð um starfstíma og starfshlutfall sem síðan er lagt til grundvallar við út- reikning atvinnuleysisbóta. Agúst bendir á að í þetta vanti hvernig orlof var með- höndlað við starfslok. Þar sem orlof reikn- ast sem frí á launum í ákveðinn fjölda daga koma orlofsdagamir inn í starfstím- ann á vottorði atvinnurekandans. En þar sem orlof er greitt inn á orlofsreikning eða greitt út síðasta starfsdag, eru áunnir orlofsdagar ekki reiknaðir inn í starfstím- ann. Það getur valdið lægra bótahlutfalli. Agúst segir nauðsynlegt að breyta vottorð- um atvinnurekenda þannig að hluti fólks sé ekki að tapa réttindum sínum. Ikeaí Rúmeníu Frá því að breska stórblaðið Sunday Times greindi frá ömurlegum kjörum og aðstæðum verkafólks í rúmenskri húsgagnaverksmiðju sem framleiðir vörur fyrir Ikea, hefur Norræna bygg- inga- og tréiðnaðarmannasambandið rannsakað málið. Norskir tréiðnaðar- menn hafa krafist þess að vörur frá Ikea verði sniðgengnar. Norræna sambandið á nú viðræður við verkalýðsfélög í Rúmeníu og aðal- stöðvar Ikea í Kaupmannahöfn. Formaður sambands norskra tréiðnaðarmanna, Anton Solheim, segir viðskiptasiðferði Ikea vera forkastanlegt og Norðurlöndun- um til skammar. Um 900 verkamenn starfa við verk- smiðjuna Magura Codlea. Þeir vinna 44 stunda vinnuviku og fá um 30 krónur á tímann sem er langt undir meðallaunum í rúmenskum iðnaði. Starfsmenn búa í hús- um sem þeir þurfa að greiða leigu af til verksmiðjunnar. Aðstæðurnar segir Sunday Times heilsuspillandi vegna lélegrar upphitunar og hreinlætisaðstöðu. Hver fjölskylda býr í einu herbergi og deilir salerni með fimmtán öðrum fjöl- skyldum. Sænska sjónvarpið sýndi fyrir nokkru heimildamynd þar sem því var haldið fram að fyrirtækin Ikea og Hennes og Mauritz beittu undirverktöku kerfisbundið til að þrýsta niður verði og losna við ábyrgð á rekstrinum. Beðið laga um kvótabraskið Sjðmenn og útgerðarmenn bíða nú frumvarps frá svokallaðri þríhöfðanefnd sem stjórnvöld skipuðu til að freista þess að leysa úr djúpstæðum ágreiningi um kvótabrask og fiskverðs- myndun. Mistakist stjórnvöldum að leysa deiluna með þessari lagasetningu er vandséð hvernig ríkisstjórnin getur komið að málinu í framhaldinu. egar ríkisstjómin hugðist stöðva verkfall sjómanna með lögum, sem m.a. fólu í sér bann við öllum aðgerðum af þeirra hálfu fram á sumar, ákváðu sjómenn að bjóðast til þess að fresta verkfalli sínu. Samhliða gáfu þeir stjórnvöldum allan þann tíma til að semja laga- frumvarp sem þau höfðu ætlað sér samkvæmt sínu eigin frumvarpi. Mistakist þríhöfðanefndinni að leysa úr málinu á tilskyldum tíma er því vandséð hvaða rök ríkis- stjómin hefur fyrir því að grípa inn í kjaradeiluna á nýjan leik. Sjómenn hafa ítrekað að megin- markmið þeirra sé að fá útgerðar- menn til að fara að lögum og kjara- samningum með því að tryggja eðlilega verðmyndun á fiski og koma í veg fyrir þátttöku sjómanna í kvótakaupum útgerða. Þetta kalla þeir kvótabrask og segja að ógni starfsöryggi sínu og geri útgerðar- mönnum kleift að ákvarða kjör sjó- manna einhliða. Allar tilraunir til lagasetningar sem ekki taka á þessari meinsemd sem sjómenn mega búa við einir allra starfsstétta á landinu, eru Sameiningarbylgja? Sókn og Félags starfsfólks í veitingahúsum eru nú aö ræöa hugsanlega sameiningu viö Dagsbrún-Framsókn. Laugardaginn 28. febrúar var svo boðað til fundar formanna fimm verkalýðsfélaga á noröanveröum Vest- fjörðum til aö ræöa hugsanlega sameiningu. Aö sögn Péturs Sigurðssonar, formanns Verkalýðsfélagsins Baldurs, er verið að fylgja eftir skipulagsumræöum frá síðasta þingi Alþýðusambands Vestfjarða og einnig virðist sem almennt sé mjög mikill vilji til þess víða um land að verkalýðsfélögin byggi sig upp sem stærri og sterkari einingar en áður. F“R C5TYRK1IR mrnm A m. A M A m A m. A m Mæðraskoðun á launum Frá og með 1. mars tóku gildi nýgerðir samningar ASI við alla viðsemjendur sína um mæðra- skoðun. Með þeim er tryggt að allar þungaðar konur eigi rétt á að fara í mæðraskoðun í vinnu- tíma án launaskerðingar. Samningurinn sem er viðbót við aðalkjarasamninga, er gerður við VSI, Vinnumálasambandið, ríkið, Reykjavíkurborg og samn- inganefnd sveitarfélaga og á því að ná til allra félagsmanna ASI. Með honum er verið að hrinda í framkvæmd einum þætti tilskipun- ar Evrópusambandins um vinnu- vernd og réttindi þungaðra kvenna. Félagsmálaráðuneytið óskaði eftir því í haust að samið yrði um gildistöku þessara réttinda og er því nú lokið. Vegabréf á vinnumarkaði Verkamannasambandið hefur endurútgefið hið vinsæla „Vegabréf á vinnumarkaði" fyrir ungt fólk á leið út í atvinnulífið. Ný útgáfa er tals- vert breytt, yfirbragðið er léttara og efnisatriðum hefur verið bætt við. í vegabréfinu er að finna upplýsingar um réttindi og kjör á vinnumarkaði, starfsemi verkalýðsfélaga og þá þjónustu sem þau veita auk þess sem áhersla er lögð á að segja ungu fólki frá því hvert það getur leitað eftir frekari upplýsingum um aðstoð. Vegabréfið er 24 síður í handhægu broti (passar í vasa). Hægt er panta Vegabréfið á skrifstofu VMSÍ, sími 562 6410, tölvupóstur vmsi@vortex.is. dæmdar til að mistakast og þar með hefði ríkisstjórnin glatað því eina tækifæri sem hún fékk upp í hend- umar til að taka á málinu. Mikill verð- munur á leikskólum Samstarfsverkefni ASÍ, BSRB og Neytendasam- takanna hefur gert verðsam- anburð á leikskólagjöldum stærstu sveitarfélaga í febrú- ar. í Ijós kom að mikill verð- munur er milli sveitarfélaga og er hann meiri fyrir for- gangshópa en hjón og sam- búðarfólk. Verðmunur fyrir fullan leikskóladag eða átta stundir er 43% fyrir hjón og sambúðarfólk, en 76% fyrir forgangshópa. Hjá síðar- nefnda hópnum eykst mun- urinn enn sé litið á níu stunda leikskóla og verður 89%. Sjá nánan á blaðsíðu 2. L o k a o r ð i | Ráðhenna boðar lausn á húsnæðisvanda smælingjanna: Ha, húsbnt ?!? H/lér tisyrúisl þú alltal vera aö tala am úrúlúús!

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.