Vinnan


Vinnan - 01.04.1998, Blaðsíða 5

Vinnan - 01.04.1998, Blaðsíða 5
Heilsufarslegt vandamál samfélaginu. Tryggja verður sjálf- stæðan rétt beggja foreldra til fæðing- arorlofs. Þá er einnig brýnt að réttur til fæðingarorlofs verði aukinn og or- lofstímabil lengt. Vinna þarf að því að nýgerður samningur Evrópusamtaka launa- fólks og atvinnurekenda um „for- eldraorlof ‘ taki gildi hérlendis þannig að foreldrar í fullu starfi fái betri möguleika til að sinna bömurn sínum á fyrstu árunum. I kjarasamningum verði hugað að möguleikum á sveigj- anlegum vinnutíma þannig að fjöl- skyldufólk hafi möguleika á að sam- ræma vinnu og fjölskyldulíf. Þá þarf að tryggja möguleika á dagvistun fyrir börn undir tveggja ára aldri. Jafnframt þarf að hvetja sérstaklega til þess að feður nýti sinn rétt til fæð- ingar- og foreldraorlofs ekki síður en mæður." Ráttarstaða íslenskra foreldra er slæm Á Islandi er fæðingarorlof styst og verst greitt af Norðurlöndunum, ein- ungis 26 vikur. Danskir foreldrar eiga rétt á 28 vikna greiddu fæðingarorlofi og allt að 52 vikna foreldraorlofi utan þess. I Svíþjóð er sami réttur samtals 64 vikur, í Noregi 52 og Finnlandi 44. ^ Islenskt launafólk á væntanlega eftir að geta nýtt sér foreldraorlof innan skamms því Evrópusamtök verkalýðsfélaga (ETUC) og atvinnu- rekenda (UNICE, CEEP) hafa gert rammasamning um foreldraorlof sem veitir öllum foreldrum rétt til allt að þriggja mánaða orlofs til að annast börn sín fram til átta ára aldurs. Full- trúar bæði ASÍ og VSÍ tóku þátt í gerð samningsins. Foreldraorlofið á að vera liður í því að samræma fjölskylduábyrgð og þátttöku á vinnumarkaði sem og jafna stöðu kynjanna. Samningurinn felur í sér að hvort foreldri skuli eiga rétt á minnst þriggja mánaða orlofi frá vinnu vegna fæðingar eða ættleið- ingar bams til viðbótar við hefðbund- ið fæðingarorlof. Foreldraorlofið skal tekið á fyrstu 8 æviámm bamsins og er ekki framseljanlegt milli foreldra. Samningurinn er rammasamning- ur sem felur í sér lágmarksákvæði fyrir Evrópska efnahagssvæðið en framkvæmd og útfærsla hvílir á hverju landi fyrir sig. Með tilskipun Evrópusambandsins er samningurinn hins vegar orðinn bindandi fyrir öll Möguleikar fjölskyldufólks á að deila með sér ábyrgð á heilmilislífi og þáttttöku á vinnu- markaði hafa verið takmarkaðir. Ihaldssemi samfélagsins, tregða við að viðurkenna rétt feðra til umönn- unar barna sinna og skortur á fjöl- skyldustefnu á vinnumarkaði hafa valdið því að konur þurfa að standa undir tvöföldum kröfum, á vinnu- stað og sem mæður. Afleiðingamar koma niður á heilsu þeirra eins og komið hefur fram á ráðstefnum um heilsufar kvenna, sem haldnar hafa verið á Akureyri og í Reykjavík á sl. vikum. aðildarríki EES sem ber að taka upp reglur tilskipunarinnar í síðasta lagi 3. júní nk. Ríkisstjómin hefur nú til- kynnt að samningurinn verði tekinn í gildi hérlendis á næstunni. Nú eru heildarsamtök launafólks í Evrópu að þrýsta á um að aðildarrík- in fjármagni orlofið líkt og fæðingar- orlof því að án greiðslna er hætt við að rétturinn verði aðeins táknrænn. Tími til að endurskoða iæðingarorloískerlið Breytingar á lögum um fæðingarorlof sem tryggja sjálfstæðan rétt karla á almennum vinnuntarkaði til tveggja vikna sjálfstæðs fæðingarorlofs tóku gildi um sl. áramót. Ljóst er að með ákvörðun ríkisstjómarinnar og breyt- ingu á fæðingarorlofslöggjöfinni er verið að bregðast við kröfum sam- taka launafólks um aukinn rétt for- eldra, bæði feðra og mæðra, til fæð- ingar- og foreldraorlofs. Þrátt fyrir að breytingamar feli í sér framför er ljóst að þær era engan veginn fullnægjandi. Eftir stendur krafa verkalýðshreyfingarinnar um róttækar réttarbætur fyrir foreldra. Með breytingunum er haldið áfram að mismuna launafólki varðandi greiðslur í fæðingarorlofi eftir því hjá hverjum það starfar. Þannig er greiðslur til feðra sem starfa hjá ríki og sveitafélögum verulega hærri en greiðslur til feðra sem starfa á almenna vinnumarkaðnum. Með breytingunum er feðrum tryggður sjálfstæður réttur til tveggja Svo virðist sem heilsa ungra úti- vinnandi kvenna með börn sé að verða alvarlegt vandamál, til að mynda hefur komið í ljós í sænskri könnun að heilsufar þessa hóps er mun lakara en annarra á vinnumark- aði. Sama sýnir könnun sem gerð var meðal útivinnandi kvenna í Bretlandi árið 1994. Konumar eru 10-20% líklegri til að vera þjakaðar af streitu en karlamir. Ingólfur V. Gíslason, frá skrif- stofu jafnréttismála, ræddi þessi mál á ráðstefnu í Reykjavík í byrjun árs. Ingólfur hefur kannað viðhorf ís- lenskra karla til jafnréttis og hvemig vikna fæðingarorlofs sem taka má hvenær sem er á fyrstu átta vikunum eftir fæðingu eða heimkomu barns, þegar um er að ræða ættleiðingu eða barn er tekið í varanlegt fóstur. Þá skal réttur föður vera fjórar vikur ef um er að ræða alvarlegan sjúkleika barns eða alvarleg veikindi móður. Jafnframt á faðir rétt á fæðingarorlofi í tvær vikur til viðbótar fyrir hvert bam umfram eitt. Tekjuskerðiog má ekki hindna töko orlofs ASI bendir á að tekjuskerðing for- eldra í fæðingarorlofi megi ekki standa í vegi fyrir töku þess. Sam- kvæmt nýju lögunum er gert ráð fyrir að hámark greiðslu til feðra á al- mennum vinnumarkaði sé kr. 32.155 fyrir tvær vikur. Þá er verið að reikna með fæðingarstyrk í hlutfalli við or- lofslengd og fæðingardagpeningum í 14 daga. Þetta er undir lágmarkslaun- um sem eru orðin kr. 70 þúsund á mánuði frá og með I. janúar sl. Hins vegar er körlum sem starfa hjá ríkinu tryggður réttur til fullra dagvinnu- launa í fæðingarorlofi auk helmings af meðaltals yfirvinnu og vaktaálagi. Meðallaun karla hjá ríki og borg voru á 2. ársfjórðungi 1997 um 164 þúsund og á almennum markaði vel á 2. hundrað þúsund með öllu. Það er því ljóst að karlar sem vinna hjá rík- inu munu fá að meðaltali meira en helmingi hærra íæðingarorlof en karlar á almennum markaði. Einnig lítur út fyrir að karlar á almennum verkaskiptingu er háttað á heimilum þeirra. I ljós kom að þótt karlamir tækju þátt í heimilisstörfunum væri það iðulega á forsendum kvennanna og þegar þær gæfu kallið. „Hún ræður þessu alveg“ eins og einn við- mælenda hans orðaði það. Ingólfur hefur bent á að bættar aðstæður karla til að sinna fjöl- skyldu og bömum gætu verið lykill- inn að bættu heilsufari kvenna. Konur væm að sjálfsögðu engar of- urkonur sem gætu sinnt fullu starfi innan sem utan heimilis. „Það sem maður vildi gjama sjá gerast er að karlar verði í auknum markaði þurfi að uppfylla strangari formskilyrði en ríkisstarfsmenn, sbr. að vera í hjúskap eða skráðri óvígðri sambúð. Auk nýju ákvæðanna um sjálf- stætt fæðingarorlof feðra er í lögum um fæðingarorlof kveðið á urn sex mánaða almennt fæðingarorlof. Móður er heimilt að framselja hluta af almenna fæðingarorlofinu til föður eftir að hún hefur sjálf nýtt að lág- marki einn mánuð. Um greiðslur til feðra sem nýta rétt til töku almenna fæðingarorlofsins gildir sú regla að þeir eiga rétt til greiðslu fæðingar- dagpeninga frá Tryggingastofnun enda leggi þeir niður launaða vinnu þann tíma. Þeir miðast við atvinnu- þátttöku og eru að hámarki 1.240 kr. á dag. Fæðingarstyrkur er greiddur til móður. Tími til að endurskoða keriið Eins og oft hefur verið bent á er réttur foreldra til fæðingarorlofs og for- eldraorlofs mun lakari hérlendis en annars staðar í Norður-Evrópu, bæði hvað varðar lengd orlofs og greiðslur. Þetta á sérstaklega við um almenna vinnumarkaðinn. Kerfið er auk þess á margan hátt orðið ósamkvæmt sjálfu sér og ómarkvisst. ASI segir augljóst að taka þarf upp reglurnar um fæðingarorlof og endurskoða kerfið í heild sinni. Að- laga þarf réttindi íslenskra foreldra að nútímakröfum og þeim skuldbinding- um gagnvart launafólki sem íslensk stjórnvöld hafa tekið á sig með al- þjóðlegu samstarfi. Það er til dæmis Jafnrettið eykst þegar norðar dregur Það er ekki aðeins á Islandi sem þessi spurning um sam- hæfingu atvinnu- og fjöl- skyldulífs veldur fólki andvök- um. Alls staðar er verið að leita leiða til að tengja saman vinnu og fjölskyldulíf. Enn þá lendir það þó á konunum að sinna tvöfaldri vinnu, eins og nýleg könnun í Evrópu sýnir fram á. önnun Eurostat, tölfræðiskrif- stofu ESB, sýnir að jafnréttið eykst þegar norðar dregur, ef svo má segja, þótt staðfest sé að flestar kon- ur séu í raun í tvöfaldri vinnu við þvotta, bamagæslu og þrif að lokn- unt hefðbundnum vinnudegi utan heimilisins. í Suður-Evrópu virðast konur ekki geta reiknað með aðstoð frá eiginmanni sínum eða sambýlis- manni en það breytist þegar norðar dregur. Danskir karlar eru til að mynda mun samstarfsfúsari og næstum jafnmargir danskir karlar og konur sinna bömunum. Hvað Evrópusambandið í heild varðar sýnir rannóknin að 69% kvenna en aðeins 27% karla sinna bömum sínunt í meira en fjóra tíma á dag. Bamauppeldið er því kvenna- svið eins og sagt er í skýrslunni. Þegar litið er á heimavinnandi húsmæður lenda Danir neðst á list- anum með aðeins 4% kvenna heima við. (Evrópuráðinu finnst það svo lág tala að það segir hana vart töl- fræðilega marktæka). I Portúgal eru 22% kvenna heimavinnandi en Irar slá öll met með 60% kvenna heima við. Evrópuráðið bendir á að hús- móðurhlutverkið sé tengt menntun, þar sem um helmingur allra heima- vinnandi húsmæðra hafi enga eða mjög takmarkaða menntun að baki. Sérfræðingar ráðsins könnuðu einnig hvort konurnar væru ham- ingjusamar eða sátttar við stöðu sína. Niðurstaðan var sú að heima- vinnandi húsmæður voru ekki eins ánægðar og konur sent höfðu starf úti á vinnumarkaðnum. Evrópskum konum virðist líða best ef þær geta unnið úti. 16% heimavinnandi hús- mæðra í ESB eru ósáttar við hlut- skipti sitt en aðeins 7% útivinnandi kvenna segjast ósáttar. Sérstaka at- hygli vekur að í Grikklandi og á ítal- íu segist þriðjungur heimavinnandi kvenna vera ósáttur. Flestar óánægðu - eða ósáttu „Hamingja konunnar lelst í því að vera eilítt í vinnunni!" konumar voru í Grikklandi og Ítalíu, Danmörku ánægðar nteð stöðu sína. en hins vegar eru tvær af hverjum þremur heimavinnandi konunt í mæli sjálfstæðir gerendur á heimil- um sínum,“ sagði Ingólfur. „Bæði sökum þess að þeir vilji það og sök- um þess að konurnar veiti þeim rými til þess. Og ég held að bömin og staða foreldra gagnvart þeim sé um margt lykilþáttur í því ferli. Að sjálfstæð umhyggja og umönnun karla rnuni bæði auka skilning þeirra og þekkingu á mörgum duld- um þáttum heimilisrekstrar og gera konum ljóst að þeir geta þetta ekkert síður en þær, þó þeir ef til vill geri eitthvað öðruvísi.“ staðreynd að ísland er eina landið á Evrópska efnahagssvæðinu sem ekki er með tekjutengdar greiðslur í fæð- ingarorlofi. ASI hefur sýnt fram á að Evr- óputilskipun um vinnuvemd og rétt- indi bamshafandi kvenna og kvenna með bam á brjósti hafi ekki verið tek- in í gildi á fullnægjandi hátt hérlend- is. Tilskipunin kveður meðal annars á um að konur eigi rétt á að a.m.k. 14 vikna fæðingarorlofi á launum sem ekki em lakari en þær fengju í veik- indum. Þetta hafa stjórnvöld viljað túlka sem sjúkradagpeninga Trygg- ingastofnunar en þeirri túlkun hefur ASÍ mótmælt. í viðtali hér aftar í blaðinu segir Sinead Tieman, starfsmaður jafnrétt- ismála hjá ETUC, Evrópsku verka- lýðshreyfingunni, að breyta þurfi þessari Evróputilskipun vegna þess að sums staðar fái konur ekki að halda launum sínunt heldur þurfi að sætta sig við sjúkrapeninga. Sinnead nefnir sem dæmi að fyrirtæki sendi konur heim á sjúkrapeningum í stað þess að færa þær til í starfi, eins og tilskipunin kveður á um, ef um hættuleg störf er að ræða. Þessi gagn- rýni getur allt eins átt við túlkun ís- lenskra stjómvalda. Lykilatniði á leið til Iramtíðar Samræming atvinnu- og fjölskyldu- lífs er verkefni sem verkalýðshreyf- ingin þarf að taka á af fullri alvöru. Margir segja að vinna að þessu verk- efni sé eitt af lykilatriðunum á leið verkalýðshreyfingarinnar til framtíð- ar. Verkefnið snýst fyrst og fremst um lífsgæði, hvað menn vilja fá út úr vinnunni. Það er einmitt það sem verkalýðshreyfingin hefur verið að beina athyglinni að á sl. ámm jafnt á Evrópuvettvangi sem innan einstakra aðildarríkja. Ekki endilega pening- amir í launaumslaginu heldur aukin lífsgæði. Jafnréttis- og fjölskyldu- nefnd ASI boðar til þessarar ráð- stefnu til þess að komast nær þessu takmarki. Markmiðið er að kynna hugmyndir sambandsins og hvetja til aðgerða, jafnt á vinnumarkaði sem í pólitfk. Arfur fortíð- arinnar r Iamerískri teiknimyndaseríu sem Doonsbury heitir spunnust eftirfarandi samræður milli hjóna. Hún spyr: „Af hverju er ég stöðugt með samviskubit yfir því að ég sé ekki nægilega mikið með syni okkar? Ekki hefur þú neitt samviskubit.“ Og hann svar- ar: „Það er ósköp einfalt. Þú ert miklu minna með honum en mamma þín var með þér og ég er miklu meira með honum en pabbi var með mér.“ Ingólfur V. Gíslason 5

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.