Vinnan


Vinnan - 01.04.1998, Blaðsíða 9

Vinnan - 01.04.1998, Blaðsíða 9
Á heimasíðu ASÍ má lesa um Alpýðusambandið, Vlnnuna, Mennlngan og Iræðslusamband alþýðu, Listasalu ASÍ, Mími-Tómstundaskolann og komast í tengsl við aðrar síður víðs vegar um heim. ASÍ-vefurinn er enn í þrnun og mun lara hratt vaxandi á næstu vikum. Markmiðið er að hann verði „gátt" verkafólks að veraldarvefnum. þar sem það geti aflað sár allra upplýsinga um störf verkalýðshreyfingar og stefnu, sátt sár gögn og tengst fjölda annarra heimasíðna. ASÍ vefinn er að finna á http://www.asi.is ASÍ-vefurinn er enn í þróun og mun fara hratt vaxandi ánæstu vikum. Markmiðið er ASÍ-vefur- inn verði „gátt“ verkafólks að veraldarvefnum, vefurinn sem fólk heimsækir fyrst af öllum til að nálgast þar allar upplýsingar um störf verkalýðshreyfingar og stefnu, sækja sér gögn og tengjast fjölda annarra heima- síðna um verkalýðsmál, bæði aðijdarfélaga og sambanda ASÍ, stofnana sem snerta hags- muni launafóks innan lands og utan, auk hins alþjóðlega verkalýðsvefs. Hverju breytir ASI vefurinn fyrir vekalýðsfélögin ? I fyrsta lagi gerir þessi upplýs- ingabanki verkalýðshreyfingarinnar hverju einstöku félagi mun léttara að koma sér upp eigin heimasíðu á netinu. Félög og sambönd geta ein- faldlega byrjað á því að koma sér upp tiltölulega einföldum vef með helstu upplýsingum og aukið gild hans með því að tengjast við ASI-vefmn. í öðru lagi verður hægt að nálgast fjölda gagna á tölvutæku formi beint á ASÍ-vefnum. Þar má nefna sam- þykktir og fréttatilkynningar, upplýs- ingar og leiðbeiningar um mál á borð við Evrópureglur og samninga, upp- lýsingar um vinnurétt og margvísleg réttindamál, greinar og fréttaskýring- ar úr Vinnunni og loks er stefnt að því að koma upp „Upplýsingahand- bók ASÍ og MFA“ á vefnum. Með því að tengjast henni verður hægt að fá flestar þær upplýsingar sem nú er að finna í handbókum fyrir trúnaðar- menn auk hagnýtra leiðbeininga fyrir stjómir og starfsmenn stéttarfélaga á mörgum sviðum. Afhverju á verkalýðshreyfingin að netvœðast ? I fyrsta lagi leggur hin alþjóðlega verkalýðshreyfing sífellt meiri áherslu á að nýta veraldarvefinn til að miðla upplýsingum og vinna sjónar- miðum hreyfingarinnar fylgi. I öðru lagi er hægt að nýta verald- arvefinn til að nálgast mikið af gagn- legum upplýsingum, bæði innlendum og erlendum. I þriðja lagi fylgir netvæðingunni samband með tölvupósti en sú leið þýðir að við getum skipst á gögnum á tölvutæku formi með leifturhraða. I fjórða lagi má nýta þéttriðinn verkalýðsvef við kynningu á verka- lýðshreyfingunni, t.d. í skólum lands- ins. Unga fólkið hefur gaman af að sækja sér upplýsingar og vinna verk- efni sem tengjast þessum miðli. Afhverju tölvupósttengingu ? Hver vildi vera án faxtækis í dag? Tölvupósttenging er einfaldlega næsta skref: Við skrifum texta og setjum upp í ritvinnsluforriti eða vinnum útreikinga í töflureikni og setjum upp í litrík gröf. Þessi skjöl getum við svo sent með leifturhraða til skrifstofu hvaða verkalýðsfélags sem er og þar geta viðtakendur unnið með þessi gögn, prentað út, sett í fréttablöð sín, prentað út á glærur fyr- ir fundi, vistað til síðari tíma nota eða gert athugasemdir og leiðréttingar og sent til baka. Skoðanaskipti, boðanir funda, hvatning til aðgerða - möguleikamir 1 ! & 11 © o* a | Bwk | Hom» | | R*lo«d Op*c Prlnl FW |http //yjr fvhtt'»Nr^?l|vhtt'»C<át7]| p.iUMttw'i || N>t Snrch 11 P«opW |f Softw«r. | twmwt.tl IS Velkommen til Landsorganisasjonen I N o r g e f 'Sf Hjndl.ngiprogr.immct LO I Nocgc ('§§ Lovot & avUÍOT e> Sommcrp Jtrul|cn B«m»Mt>OTd I. m*l 1998 LO-todtr Yntvt HtgenMn besoHer Osto oj 03öold Mens Oerd-Lnr Vells og Jen Kr. Beleted beeaker henhoMavu Rotelend o* Nordlend. PS DnAi htemmejtder Itenduje hvor evrtje tUUtsveJ** í LO oj tniiovelgte i DnA ekel hokle teler ved íreo 1 mel íeierin*. ► ítírxUtfM jikv.?.i Hjrtt (ra LOs ackrcteriet Sekretenetet i LO behendlet 1 de« hðrtn(»unelelser om prej jestonen o( eoblertntjsvpp (or ktopesentre Her ken du leje haringsunelebene 1 jm helhet. ► tiDtUKAvJy. juvyJ Heimasíða norska alþýðusambandsins, LO. Alþjóðlegi verkalýðsvefurinn flytur fréttir af verkalýðsmálum um heim allan og þar er hægt að tengjast stéttarfélögum og stofnunum tengdum verkalýðsmálum um allan heim. A verkalýðsvefnum er m.a. listi yfir þau átök á vinnumarkaði sem eru í gangi á hverjum tíma. http://www.gn.apc.org/laboumet/ Verkalýðsfélög um heim allan em talin upp á þessum yfirgripsmikla lista: http://www.fnv.nl/~Marcel/unionsen.html Verkalýðsfréttir og valdir vefir birtast í sam- antekt Eric Lee á vefsíðu sem hann vinnur við á milli þess sem hann mjólkar kýmar á ísraelsku samyrkjubúi. Hann safnar saman fréttum af starfi verkalýðshreyftngarinnar um heim allan og velur vikulega verkalýðsvef sem hann mælir sérstaklega með. Forvitnileg síða þar sem m.a. er hægt að nálgast sjálfvirkan fréttalesara um verkalýðsmál sem birtir nýjustu fréttir jafnóðum á skjáborði þeirra sem em sítengdir. Að auki er opin spjallrás um verkalýðsmál á hverjum mánudegi klukkan fjögur síðdegis. http://www.solinet.org/LEE/ Alþjóðavinnumálastofnunin, ILO, er elsta stofnun Sameinuðu þjóðanna og stendur vörð um réttindi launafólks um heim allan. Á heima- síðu stofnunarinnar er hægt að fá góða yfirsýn yfir verkefni ILO og stefnumál. http://www.ilo.org/ Alþjóðasamband frjálsra verkalýðsfélaga (ICFTU) sem berst fyrir mannréttindum og frelsi launafólks um heim allan. ICFTU hefur meðal annars beint sjónum srnum að bama- þrælkun og hörmulegum vinnuaðstæðum kvenna víða um heim á undanfömum ámm. http://www.icftu.org/ Evrópusamtök verkalýðsfélaga (ETUC) gegna sífellt mikilvægara hlutverki í þróun fé- lagsmála á Evrópuvettvangi. ASI tekur virkan þátt í starfi ETUC sem kynnt er á ETUC vefn- um. http://www.etuc.org/ Verkalýðsfélög og alþýðusambönd Evrópu eru talin upp á ETUC vefnum. Fjöldi þeirra hef- ur komið sér upp heimasíðum sem fróðlegt er að kynna sér. http://www.etuc.org/info/inf0004en.htm EIRO er rannsóknarstofnun á sviði vinnu- markaðsmála í Evrópu. 22. janúar 1998 opnaði EIRO upplýsingavefinn Eironline þar sem hægt er að skoða fréttir, upplýsingar og rannsóknir. Omissandi vefur fyrir þá sem vilja fylgjast grannt með þróun vinnumarkaðsmála í Evrópu. http://www.eiro.eurofound.ie Evrópusambandið er með mjög ítarlegan upplýsingavef þar sem m.a. er hægt að kynna sér þau mál sem eru í undirbúningi hverju sinni. I ljósi þess hve ráðandi þróunin í Evrópu er fyrir réttindamál launafólks, vinnuvemd og ýmis fé- lagsleg ákvæði á íslenskum vinnumarkaði er mjög mikilvægt að fylgjast með grannt með þróun mála. http://europa.eu.int/ Alþýðusamböndin í Danmörku (LO Dan- mark) http://home.lo.dk/lo/ Noregi (LO Norge) - http://www.lo.no/ Svíþjóð (LO Sverige) - http://www.lo.se/ og Finnlandi (SAK) - http://www.sak.fi/ em að sjálfsögðu öll á vefnum. Alþjóðasamband verslunarmanna (FIET) er með yfirgripsmikinn fréttavef http://www.fiet.org Þar hafa m.a. birst fréttir af starfi Landssambands íslenzkra verzlunar- manna. Þá er einnig sagt af stuðningsstarfi FIET við endurreisn atvinnulífs og félagsstarf í ríkjum Balkanskagans sjá: http://www.fiet.org/- commerce/Commiceland.htm Breska alþýðusambandið (TUC) er með yfir- gripsmikinn upplýsingavef sem vert er að skoða. Þar eru meðal annars tengingar við verkalýðsfélög víða unt heim. http://www.tuc.org.uk/ Landssamband danskra verslunarmanna (HK) hefur sett upp sérlega líflegan og skemmtilegan upplýsingavef þar sem stefnumál og starfsemi hreyfingarinnar í hinum margvís- legu málaflokkum er skýrð. http://www.hk.dk/ 9 Vinnan

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.