Vinnan


Vinnan - 01.04.1998, Blaðsíða 11

Vinnan - 01.04.1998, Blaðsíða 11
Norsk aðgerðar- áætlnn í jafnréttismálnm Norska alþýðusambandið (LO) hefur sett sér nýja aðgerðaá- ætlun í jafnréttismálum. Þar segir meðal annars að þrátt fyrir að margt hafi áunnist hvað jafnrétti kynjanna varðar sé enn þá langt í land. Vinna þurfi að auknu jafnrétti á öllum svið- um og þess vegna þurf i LO að reka víðtæka jafnréttispólitík. Jafnrétti er ekki bara verkefni jafn- réttisdeildar LO heldur mikilvægur þáttur í starfi allra deilda sambands- ins, segir Ellen Homeland, hagfræð- ingur hjá LO. Launajafnrétti fyrir konur er eitt af meginmarkmiðum LO í samningamálum. Það að setja hina lægst launuðu í forgang hefur skipt sköpum við að ná auknu launa- jafnrétti bæði milli hópa og kynja, að mati Ellenar. Sem dæmi nefnir hún að árið 1980 hafi 58% kvenna á vinnumarkaði verið láglaunafólk í þeim skilningi að þær þénuðu minna en 85% af meðallaunum, en árið 1996 hafi þetta hlutfall verið komið niður í 34%. Á sama tíma hafi kon- um á vinnumarkaði þó fjölgað vem- lega. Launamunur karla og kvenna hef- ur minnkað en það gengur þó alltof hægt að mati LO. -Því nær sem kon- ur komast launaumhverfi karla, þeim mun hægar gengur að jafna muninn. Til þess að ná markmiðinu um jöfn laun fyrir sambærileg störf verður að beita margs konar aðferðum, segir Ellen. Kynjaskiptun vinnumapkaður Ástæðumar fyrir því að enn er ekki komið á launajafnrétti þótt jafnrétt- islög hafi verið í gildi í 20 ár eru Hrós Q V i n n ii n n a r [ á Félagsmennirnir í aðildarfélög- um ASÍ sem tóku þátt í gagn- legri og fróðlegri námsferð til Brussel. Verkalýðshreyfingin gegnir stöðugt stærra hlutverki á Evrópuvettvangi og nauðsynlegt fyrir okkur að taka virkan þátt í því starfi og koma okkar sjónar- miðum á framfæri. fyrir að hafa tekist að fara með Alþýðusambandið til Brussel og aftur heim löngu áður en ASÍ fólk lagði af stað. Slík töfrabrögð eru fáheyrð og gætu örugglega nýst til mikilla þjóð- þrifaverka. ■ ■ 011 félögin sem eru á fleygiferð í sameiningu og skipulags- breytingum til að færa verkalýðs- hreyfinguna inn í framtíðina. Fólkið á Norð-Austur horninu sem tók þátt í annarri funda- herferð forseta og forystumanna ASÍ um framtíð verkalýðshreyf- ingarinnar. Það er þörf á öllum sjónrmiðum inn í þessa umræðu! margar. Ellen bendir á þá tilhneig- ingu á vinnumarkaðnum að konur fari í láglaunastörfin. -Við eram enn með kynjaskiptan vinnumarkað þar sem kvennahóparnir era á þeim svið- um sem hafa lítið til skiptanna. Karl- ar eru iðulega sigurvegaramir í sér- kjarasamningum. Ellen telur því einnig nauðsynlegt að taka upp að- gerðir til að koma á launajafnrétti í vinnustaðasamningum. Samkvæmt aðgerðaráætluninni verður skráning og eftirlit með launa- jafnrétti í kjarasamningum mikilvægt í áframhaldandi jafnréttisvinnu. Sama gildir um vinnu við að þróa ramma utan um kynhlutlaust starfsmat og réttlátara og kynhlutlausara launa- kerfi. Allar aðgerðir munu eiga sér Það skiptir engu máli hvort um svarta vinnu er að rœða eða hefðbundna launavinnu, launamunur kynjanna er staðreynd. Launamunurinn hefur reyndar minnkað en þróunin gengur alltof hœgt, að mati norska alþýðusambandsins. stað í samvinnu við aðildarfélög LO. Hlutastörf eru algeng í Noregi. Um 580.000 manns, eða 27% mann- aflans, eru í hlutastarfi. Og mikill meirihluti þeirra, eða urn 464.000 manns, era konur. 46% allra kvenna á vinnumarkaðnum eru í hlutastarfi og stór hluti þeirra vill vinna meira. LO ætlar þess vegna að vinna að því að hlutastarfsfólk fái rétt til aukins starfshlutfalls, að veitt verði umbun fyrir óhentugan vinnutíma og að unn- ið verði að því að tryggja hlutastarfs- fólki betri lífeyrisréttindi. Önnur meginatriði í aðgerðaráætl- un LO í jafnréttismálum eru: Að hvetja konur og karla til að velja óhefðbundin störf. Að vinna að jafn- réttissamningum úti á vinnustöðun- um og að stuðla að lengingu launaðs fæðingarorlofs. Þá á síðast en ekki síst að bæta stöðu og skilyrði karla sem era heimavinnandi og í umönn- unarstörfum, bæta stöðu kvenna í verkalýðshreyfingunni og styrkja LO sem framkvöðul í jafnréttismálum. LOIAktuelt Menntim er mikilvægnst að mati Norðmanna Könnun sem LO-Aktuelt, blað norska alþýðusambandsins, lét gera meðal 600 trúnaðarmanna sam- bandsins sýnir að skiptar skoðanir eru um það á hvað leggja beri mesta áherslu í kjarasamningum. Næstum jafnstórt hlutfall metur hærri laun, lægri lífeyrisaldur og menntun mest. Þeir sem vildu leggja mesta áherslu á menntamálin eru þó fjölmennasti hópurinn. 28% aðspurðra sögðu eftir- menntun og endurmenntun vera for- gangsatriði. 27% nefndu eftirlauna- aldurinn og 26% hærri laun. 10% vildu styttri vinnutíma framar öllu öðru og 5% lengra orlof. 3% tóku ekki afstöðu. Samanburður við aðrar kannanir sýnir að trúnaðarmenn verkalýðshreyfingarinnar leggja mun meiri áherslu á menntamálin en al- mennir félagsmenn. Einnig reyndust það fyrst og fremst vera vinstri sinn- aðir trúnaðarmenn sem hvöttu til þess að menntamálin yrðu ofan á. Könnunin sýnir að krafan um lægri eftirlaunaaldur kemur aðallega frá karlmönnum. 30% karla setja þessa kröfu á oddinn en aðeins 22% kvenna. Það eru hins vegar konumar sem vilja helst stytta vinnutímann. 16% kvenna en aðeins 7% karla nefndu þetta sem aðalatriðið. Meðal ríkisstarsfsmanna vilja 33% lægri eftirlaunaaldur en aðeins 18% hærri laun. 27% trúnaðarmanna ríkisstarfsfólks setja menntamál í öndvegi. Trúnaðarmenn í þjónustufyrir- tækjum á almennum markaði lögðu mesta áherslu á hærri laun, eða 35% þeirra. Lækkun eftirlaunaaldurs völdu 24% og menntun 21%. Menntamálin eiga mest fylgi með- al starfsmanna sveitarfélaga en 32% trúnaðarmanna þeirra settu þau á oddinn. 24% hærri laun og 28% lægri eftirlaunaaldur. I iðnaðinum vilja 29% hærri laun og sama hlurtfall velur menntunar- möguleikana. 23% velja lægri lífeyr- isaldur. Aldupstengd viðhopi Enginn aldurshópur setur hærri laun efst á forgangslistann og sú krafa hef- ur minnst fylgi meðal elsta hópsins (yfir 60 ára). Þeir yngstu, yngri en 30 ára, velja lægri lífeyrisaldur (30%), menntun (35%) og lengra orlof (10%). Þeir leggja ekkert upp úr styttri vinnutíma. Aðeins 17% fólks á aldrinum 30-44 ára setja lægri eftir- launaaldur á oddinn en 32% velja menntamálin. 28% þeirra vilja hærri laun fyrst og fremst. 12% vilja styttri vinnutíma sem er hæsta hlutfallið sem valdi þennan möguleika. Aldurs- hópurinn 45-59 ára velur einkum lægri lífeyrisaldur (36%), 23% menntamál og 10% styttri vinnutíma. 36% trúnaðarmanna yfir sextugsaldri völdu menntamálin sem er hæsta hlutfall þess málaflokks miðað við aldur. Það vekur athygli að áhersla á lægri eftirlaunaaldur fær aðeins með- alfylgi í þessum aldurshópi eða 29%. Hærri laun velja aðeins 20%. Lengra orlof fær ekkert fylgi. LO-Aktuelt NETPRENTARI PAGEPR0 6: 6 eintök ó min. 600x600 dpi, PCL 5e samhæfður. Verð kr. 29.925.- PAGEPR0 12:12 eintök 6 mín. 600x600 dpi. Aukabúnaður: Netkort,PostScript og pappirsbakki. PAGEPRO 20: 20 eintök ú mín. A3 (yfirstærð) 600x600 dpi. Aukabúnaður: Netkort,PostScript og pappírsbakki. MINOLTA smmD-smmesm KJARAN TÆKNIBUNAÐUR COLOR PAGEPRO: Fyrir PC og Moc. 3 eintök í lit, 12 eintök sv/hv. ú min. 600x600 d Aukabúnaður: Netkort,PostScrrpt og pappirsbakki. SIÐUMUL112 108 REYKJAVIK SIMI510 5500 510 5520 www.kjaran.is Vinnan 11

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.