Vinnan


Vinnan - 01.04.1998, Blaðsíða 12

Vinnan - 01.04.1998, Blaðsíða 12
Hollensh verhalýflsfélög sameínast Verður aðeins eitt stórt íélao í Hollandi árið 2006? Auglýsingastofan og verkamaðurinn Nýlega gáfu nokkur verkalýös- sambönd í sænska alþýöu- sambandinu, LO, út bækling vegna væntanlegra þingkosn- inga. í bæklingnum er fjallaö um nokkur mikilvæg hagsmunamál launafólks. Þegar handritiö var til- búiö, var leitað til auglýsingastofu einnar í Stokkhólmi og stofan beöin aö sjá um útlit og gerö rits- ins. Óskaö var eftir því aö á for- síöu yrði Ijósmynd af verkamanni. En í Ijós kom aö auglýsingastofan haföi merkilegar hugmyndir um það hvernig „verkamaöur" lítur út. Fyrsta tillaga þeirra um forsíöu- mynd var mynd af karlmanni, sem var skítugur, órakaöur og illa tii fara á allan hátt. Minnti hann helst á útigöngumann, sem sefur úti undir berum himni. Næsta tillaga var ekki betri. Ljósmyndin var líka af karlmanni, en aö þessu sinni leit hann helst út fyrir að vera trylltur ofstopa- maður sem var tilbúinn aö ráöast á næsta lítilmagna, sem á vegi hans yrði. Ekta skúrkur meö öör- um orðum. í von um aö betur gengi í þriðju umferð kom auglýsingastof- an meö safn Ijósmynda, sem áttu aö minna á verkafólk. Var engu líkara en fólkið á myndunum ætti viö alvarleg geövandamál aö stríöa, augnaráö þess og svip- brigði voru þannig. Nú er ritið komiö út þrátt fyrir allt og á forsíðu þess er mynd af karlmanni, sem er ósköp venju- legur á aö líta. Aö verkamaður gæti litið þannig út datt auglýs- ingastofunni aldrei (hug! LO-Tidningen Hin gamla hugmynd hollensks verkafólk um fullkomna ein- ingu virðist innan seilingar eft- ir sögulegt þing í Amsterdam í janúar sl. FNV Bondgenoten er nafnið á nýju risafélagi sem þar varð til við samruna fjög- urra verkalýðsfélaga með fé- lagsmenn \ fjölmörgum grein- um., þar á meðal efnaiðnaði, orku- og öðrum framleiðsluiðn- aði, flutningum, málmiðnaði, matvælaiðnaði, landbúnaði og þjónustu. Bondgenoten er langstærsta verkalýðsfélag Hollands með um hálfa milljón félagsmanna. FNV Bondgenoten leggur mikla áherslu á alþjóðamálin. I framtíðinni mun hálft prósent allra félagsgjalda fara til sjóðs Bondgenotens vegna al- þjóðasamstarfs. Félagið ætlar í sam- starfi við hollenska alþýðusambandið að leggja áherslu á að efla vitund hol- lensks verkafólks um mikilvægi al- þjóðlegs starfs verkalýðshreyfingar- innar. Bondgenoten er sennilega eina verkalýðsfélagið í sögunni sem hefur það að markmiði að leggja sig sjálft niður. Félagið á aðeins að vera milli- bilsástand. I ræðu sinni á stofnfund- inum sagðist forseti félagsins myndu gera sitt besta til að tryggja það að árið 2006, á aldarafmæli hinnar nýju hollensku verkalýðshreyfingar, verði öll stéttarfélög landsins sameinuð í einu stóru verkalýðsfélagi. Þar til markmiðið um sameiningu næst mun Bondgenoten vinna að því að nálgast félagsmennina. Fimmtán deildir munu fást við sérstök efni fyr- ir félagsmennina. Fulltrúar vinnu- staða verða miðpunktur starfsem- innar þar sem hollenskir samningar eru stöðugt að færast frá miðstýringu. Félagið ætlar einnig að nálgast fé- lagsmennina landfræðilega. Stefnt er að því að þjónustumiðstöð verði inn- an 25 km. tjarlægðar frá heimili sér- hvers félagsmanns. Félagið á að vera opið félagsmönnum í víðasta skiln- ingi, þar með talið þeim sem eru sjálfstæðir atvinnurekendur og bóta- þegar eða lífeyrisþegar. I raun á að vera pláss fyrir alla nema öfgasinnaða „sexista, rasista og homma-hatara“. Forseti félagsins sendi hollensk- um atvinnurekendum og ríkisstjórn þau skilaboð að stofnfundinum lokn- um, að verkafólk ætti að fá sinn skerf af hinu margrómaða hollenska efna- hagsundri og það strax. Vöxtur hefði sannanlega verið í landinu og atvinna aukist en hvorki ágóðanum né störf- unum hefði verið útdeilt á réttlátan hátt. ICEM Atvinnulausir leyna ástandinu Fjölmargir Suöur-Kóreubúar leggja af staö til vinnu á hverjum degi þótt þeim hafi verið sagt upp störfum. Deginum eyöa þeir í al- menningsgöröum ásamt ööru at- vinnulausu fólki áöur en haldið er heim á réttum tíma. Ástæöan er sú mikla skömm sem þaö þykir aö hafa misst vinnuna. Þetta fólk er fórnarlömb kreppunnar í Asíu. At- vinnuleysið er á skjön viö menningu landsins en taliö er aö einstak- lingseinkenni hverrar manneskju séu órjúfanlega tengd vinnustaðn- um. Brottrekstur er því nærri jafnal- varlegur og dauðadómur. löulega er ómögulegt aö fá aöra vinnu eftir aö hafa veriö sagt upp störfum. Verkalýðshreyfing Suöur-Kóreu vill koma í veg fyrir uppsagnir og vill frekar að laun veröi fryst og vinnu- tími styttur. Enginn stuöningur er til fyrir atvinnulausa en ríkisstjórnin hefur þó lofaö aö leggja 180 millj- aröa króna til atvinnuleysistrygg- inga. Þær eiga aö tryggja atvinnu- lausu fólki hálf laun í hálft ár eftir að þaö missir vinnuna. Ofbeldi gagnvart verslunarfólki ISLENSKT ATVINNULIF DOMINO'S nPIZZA sími 58* 12345 ngjaaSchf Engiaási 2,310 Borgarnes Sími: 437 2300 - 437 1200, Brefasími: 437 2310 SAMBAND ÍSLENSKRA BANKAMANNA SILDARVINNSLAN HF. / Egilsbraut 8, Neskaupstaö ; SEMENTSVERKSMIÐJAN HF AKRANESI BÓN 06 ÞV0TTASTÖÐIN ehf Sóltúni 3, Reykjavík ISTAK Jddi ÞAR SEM PRENTUN ER LIST HITAVEITA REYKJAVÍKUR ISvíþjóö skráir vinnueftirlitið for- föll vegna ofbeldis og árása á fólk í vinnunni. í Ijós hefur komiö aö veikindi og slys vegna ofbeld- is og hótana gagnvart starfsfólki (verslunum og við mannflutn- inga hafa aukist töluvert. Innan verslunarinnar er aukningin 62% og viö mannflutninga 38% milli 1995 og 1996. f heilsugæslu- störfum og meðal starfsfólks fé- lagsmálastofnana fækkaöi sam- bærilegum tilkynningum á sama tíma. í gögnum sænska vinnu- eftirlitsins kemur einnig fram aö fólk er lengur frá vinnu nú en áöur vegna árása og ofbeldis, sem það hefur orðið fyrir í vinn- unni. Eyddu í sparnað Pantaðu áskrift! 562 6040 800 6699 12 Vinnan

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.