Vinnan


Vinnan - 01.04.1998, Blaðsíða 13

Vinnan - 01.04.1998, Blaðsíða 13
Það er í tísku að taka á jafnréttis- málnm Sinead Tiernan sér um jafnréttis- og œskulýðsmál á skrifstofu ETUC, evrópsku verkalýðshreyfingarinnar í Brussel. Hún hefur einnig umsjón með starfi sérstaks kvennahóps ETUC. Sinead Tiernan sér um jafnrétt- is- og æskulýðsmál á skrifstofu ETUC, evrópsku verkalýðs- hreyfingarinnar í Briissel. Hún hefur einnig umsjón með starfi sérstaks kvennahóps ETUC sem skipaður er konum í forystu verkalýðshreyfingarinnar f ríkj- um Evrópu. Sinead kemur frá Ir- landi og hefur um nokkurra ára bil sinnt þessum málaflokkum fyrir launafólk íEvrópu. Kvennahópur ETUC er mjög virk- ur að sögn Sinead og hittist nokkrum sinnum á ári. Það er kannski í mótsögn við aðra starfsemi verka- lýðshreyfingarinnar þar sem konur hafa ekki verið eins virkar og karlar. Sinead segir að vissulega sé verka- lýðshreyfingin enn þá mjög mikið karlaveldi, sögulega séð sé eins konar hefð fyrir því að karlar séu þar í for- svari. Konur séu hins vegar mjög að sækja í sig veðrið. Eftir því sem fleiri konur stigi fram því auðveldara verði fyrir konur almennt að taka þátt. Hún bendir á að kvennahópurinn haldi sig síður en svo til hlés. Hann skipi konur sem eru í forystu eða starfi fyrir stétt- arfélög eða landssamtök í sínu heima- landi og þrýsti því bæði á um breyt- ingar innanlands sem á Evrópuvett- vangi. Fordæmin geti komið úr báð- um áttum. „Ég held að margt sé að breytast," segir Sinead. „Verkalýðsfélög eru að átta sig á því að þau geta ekki útilokað konur frá starfinu né starfað án þeirra. Það er líka augljóslega að verða í tísku að vera fylgjandi jafnrétti. Það er þó enn of breytt bil milli kvenna og karla í hreyfingunni, þótt víða séu menn verið að taka sig á.“ Mangvísleg verkefni Verkefni kvennahópsins em fjölmörg að sögn Sinead. Ef Evrópuráðið er að vinna að málum sem beinlínis snerta konur fær hópurinn þau til umsagnar fyrir hönd ETUC. Hópurinn skipuleggur ráðstefnur og vinnufundi. Það sem helst er á dagskrá á næstunni er námsstefna evrópsku iðnsambandanna í maí um hlut kvenna hvað heilsu- og öryggis- mál á vinnustöðum varðar. Þá verður haldin tveggja daga ráðstefna í júní þar sem farið verður í afleiðingar Amsterdamsáttmálans fyrir konur. Síðastliðinn febrúar var kvennafundur um launamisrétti þar sem reynt var að velta upp nýjum hliðum á þeim mál- um. Einnig hefur hópurinn verið að fást við reglur og lög um fæðingaror- lof á Evrópuvettvangi og er að leita leiða tilað bæta hlut mæðra með unga- böm. Slfk mál sem varða beinlínis lög og reglur eru unnin í samvinnu við sérfræðinga á hverju sviði fyrir sig. Að sögn Sinead er mest horft til ýmiss konar samþættingar eða „mainstreaming" verkefna nú til dags. Kvennahópurinn vinnur að því koma jafnréttishugmyndum irrn í alla stefnumótun á vegum ETUC og ESB. Evrópuráðið hefur þegar tekið samþættingarvinnubrögðin upp og það auðveldar alla vinnu. Þannig er- stöðugt verið að minna á jafnrétti. Sinead tekur einmitt að sér að benda á það sem betur má fara í þeim efnum og sendir Evrópuráðinu athugasemdir ef henni þykir ekki rétt að málum staðið. Þetta verður að hennar sögn stundum til þess að hlutirnir taka lengri tíma en ella en það borgi sig tvímælalaust. Hún sér einnig til þess að reglulega sé farið yfir lista yfir nefndamenn og kannað hvernig kynjahlutföllin eru. „Fólk er orðið meðvitaðra um að hafa jöfn kynjahlut- föll og við hjá ETUC minnum alltaf á það þegar farið er fram á fulltrúa í nefndir og ráð eða á fundi,“ segir hún. „Oft þarf þó að gera athugasemdir þegar hallar á konur.“ Sinead bendir þó á að stundum geti verið eðlilegar skýringar á því, til dæmis ef um nefndir í svo til hreinum karlaat- vinnugreinum er að ræða. Of íá fypip öll vepkefnin Kvennahópurinn safnar upplýsingum sem sendar eru út til meðlimanna en þeir sjá síðan um að nýta þær í starfi sinna samtaka heima fyrir. Hópurinn hefur líka aðgang að rannsóknarfólki og tæknimönnum hjá ETUC og dreifir skýrslum um ástand jafnréttis- mála í álfunni. Mörg verkefna hóps- ins hafa fengið styrk frá Evrópuráðinu enda segir Sinead að þar sé mikill á- hugi á eflingu jafnréttismála og sér- stök deild sjái um þann málaflokk. Það sé því tiltölulega auðvelt að vekja áhuga á verkefnum og fá til þeirra styrk, sé vandað til verka. Þrátt fyrir það sé ýmislegt sem þurfi að sitja á hakanum. „Við erum bara með 1 og 3/4 stöðu fyrir jafnréttismál hjá ETUC en verkefnin em næg fyrir 10 manns svo það þarf virkilega að for- gangsraða." Hvað jafnréttið innan húss varðar segir Sinead kynjahlutföllin hjá ETUC vera ágæt, en geta verið betri. I toppforystunni séu 6 manns, tvær konur og fjórir karlar. Hlutföllin séu svo um það bil jöfn á næstu stigum fyrir neðan. En hlutföllin segja ekki alla söguna, eins og Sinead bendir á. „Þær konur sem starfa hjá okkur hafa mikið að segja og borin er virðing fyrir þeim,“ segir hún. „Eg held hins vegar að sums staðar sé það vandamál að konur eru teknar um borð bara vegna þess að þær eru konur og síðan er ekki hlustað á þær.“ Hún bendir einnig á að þótt konum hafi verið að fjölga hjá ETUC gerist breytingamar ekki mjög hratt því þær virðist enn eiga í vanda með það á landsvísu að komast á toppinn. Það skipti því verkalýðshreyfinguna í hverju landi fyrir sig miklu máli að vera í góðu al- þjóðlegu samstarfi og geta lært af öðr- um þjóðum, séð hvernig hlutirnir ganga fyrir sig þar sem ástandið ger- ist best. Vilja lengja fæðingapoplofið Breytingar á fæðingarorlofsreglum innan Evrópu era eitt af stærstu verk- efnum kvennahóps ETUC. Sinead segir það vera vegna þess að augljóst sé að réttur fólks er ekki jafn milli landa. „Samkvæmt tilskipun Evrópu- ráðsins á að veita konum 14 vikna fæðingarorlof á fullum launum,“ segir hún. „Við viljum bæta nokkrum vik- um við og föram fram á 20 vikur, eða í það minnsta 18. Við viljum líka að vinnandi konur með barn á brjósti hafi afdrep til að gefa því og fái til þess tíma og næði. Það hefur líka sýnt sig að ákvæðið um að flytja eigi til ó- léttar konur í starfi ef umhverfið gæti reynst þeim eða barninu hættulegt, hafi margir atvinnurekendur nýtt til að senda konur heim og setja þær á sjúkrapeninga sem eru mun lægri en launin. Þessu viljum við sjá breytt. Það á ekki að líta á meðgöngu og fæð- ingu eins og veikindi og konur eiga að fá að halda sínum launum.“ Sinead segir mikla vinnu framundan í þess- um efnum því atvinnurekendur virð- ist mótfallnir frekari breytingum og telji þær of dýrar. Þá þurfi í þessu máli sem öðram pólitískum verkefn- um að „lobbíera“ ríkisstjórnir ein- stakra landa og það geti tekið tíma. Sinead segir að kvennahópurinn hafi einnig unnið að samræmingu at- vinnu- og fjölskyldulífs eins og mikið sé rætt um innan Evrópu núna. Hóp- urinn hafi bent á að þetta séu ekki bara vandamál kvenna og fæðingaror- lof og bamagæsla snerti bæði kyn. „Það þarf tvo til að búa til bam og af hverju ætti þá bara einn að þurfa að hugsa um það?“ Þupfum að breyta ímynd hpeyfingapinnap Eins og fram hefur komið er Sinead einnig með æskulýðsmál á sinni könnu. Átta manna hópur ungs fólks víðs vegar að úr Evrópu stýrir starfinu með henni. Hópurinn hefur mikil samskipti og hittist nokkuð oft. Hann gefur út blað þrisvar á ári sem kallast Onion og ritstýrt er af einum átt- menninganna. Blaðinu er ætlað að sýna hvað ungt fólk í hreyfingunni er að gera í hverju landi, vekja það til umhugsunar og fá það til að taka mið af öðrum löndum. „Það er margt að læra af öðram þjóðum og fjölþjóðlegu samstarfi,“ segir hún. „Við skipuleggjum einnig sumar- skóla fyrir ungt fólk í verkalýðshreyf- ingunni. Það er mikil vinna í gangi núna við að fá ungt fólk til starfa fyrir verkalýðshreyfinguna. Við erum að vinna í því að mennta ungt fólk og fræða það um starf verkalýðshreyfing- arinnar þannig að það sjái aðra mynd en að þetta sé hópur gamals fólks sem geri ekki annað en efna til verkfalla. Imynd hreyfingarinnar hefur verið of neikvæð og við þurfum að breyta henni. Það þarf að fá ungt fólk til starfa því það býr mikil orka í ungu fólki og vilji til að sanna sig.“ Alþjófilegt starf Sinead segir ETUC taka virkan þátt í starfi með alþjóðlegu verkalýðshreyf- ingunni, til að mynda innan Samein- uðu þjóðanna. YES-herferðin sé kannski þekktust frá sl. áram, en það var herferð til að hvetja atvinnurek- endur til að ráða ungt fólk til vinnu og fá stjómvöld til að finna nýjar leiðir út úr vandanum. Reynt var að setja áróð- urinn fram á jákvæðan hátt og segja að þótt þetta væri stórt vandamál væri þó ekki um heimsendi að ræða. Við berjum líka mjög gegn rasisma og fordómum og fjöllum þó nokkuð um bamavinnu. „Þegar alþjóðlega gang- an gegn bamavinnu kemur til Briissel munum við taka virkan þátt í henni,“ segir hún. „Barnavinna er nefnilega líka vandamál í Evrópu, til dæmis í Portúgal og á Ítalíu.“ Þá vinnur æskulýðshópurinn með ungu fólki í verkalýðshreyfingu mið- og austur Evrópu. Til dæmis er einn meðlimanna í stýrihópnum frá Búlgaríu og einn sumarskólanna í sumar verður í Búdapest. „Það er mjög gott fyrir þá sem ætla að byggja upp hreyfinguna í þessum löndum að sjá að við viljum koma til þeirra. Við verðum að byggja brýr og nálgast fólkið þar,“ segir Sinead. Atvinnuleysi ungs tólks er stórt vandamál Sinead segir meginverkefni æsku- lýðsmálanna vera atvinnuleysisvand- ann. Atvinnuleysi meðal ungra Evr- ópubúa sé gríðarlega mikið. Nú séu þó að opnast möguleikar á að gera mun meira eftir að atvinna fyrir ungt fólk komst inn í aðgerðaáætlun ESB í atvinnumálum sem gerð var í kjölfar Amsterdam fundarins. „Við eram að bíða eftir svari frá Evrópuráðinu um hvort það taki þátt í að halda með okkur tveggja daga þing eða markaðsstefnu í haust um at- vinnuleysisvanda ungs fólks," segir hún. „Við viljum setjast niður með at- vinnurekendum og stjórnvöldum og leita raunhæfra lausna. Þarna gætu komið saman nokkur hundrað manns. Með slíkum stóratburðum drögum við athyglina að vandamálinu og fáum fólk til að einbeita sér að því um skeið með von um að þannig komi fram nýjar hugmyndir og leiðir. Það er kannski ekki hægt að búast við krafta- verki, hvorki í þessum efnum né jafnréttisbaráttunni en það er aldrei að vita nema við dettum niður á lausnir þegar allir leggjast á eitt,“ segir Sinead Tieman að lokum. Vinnan 13

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.