Vinnan


Vinnan - 01.04.1998, Blaðsíða 15

Vinnan - 01.04.1998, Blaðsíða 15
Atvinnuleysi, aðbúnaður, lífsgæði ASIfóIk hlýðir á einn affjölmörgumfyrirlestrum í Briissel-ferð sinni. Aftast stendur J-Michelle Miller, upplýsingafulltrúi ETUC, Evrópsku verkalýðshreyfingarinnar, sem sagði augljóst að heildarsamtök á evrópskum vinnumarkaði myndu hafa sífellt meira vœgi á kom- andi árum. Við hlið Millers er Ingimar Ingimarsson,fréttamaður, sem túlkaðifyrir hópinn. Verkalýðshreyfingin í Evrópu hefur stöðugt mikilvægara hlutverki að gegna og getur haft afgerandi áhrif á þá stefnu sem ESB tekur á næstu árum. Þegar hef- ur verið komið verulega til móts við kröf- ur hreyfingarinnar með því að félags- og atvinnumálin hafa verið færð inn í stofnsáttmála ESB. Ljóst þykir að ís- lenskt launafólk hefur notið góðs af Evr- ópusamstarfinu. Jafnframt blasir við að íslensk verkalýðshreyfing getur haft á- hrif með því að taka virkan þátt í sam- starfi samtaka launafólks í Evrópu. Meginviðfangsefni Evrópusamtakanna eru þau sömu og okkar - Atvinnuleysi, aðbúnaður, lífsgæði. etta er meöal niðurstaðna af námsferð alþjóða- nefndar ASI til Briissel í lok mars. Markmið ferðarinnar var að fólk í trúnaðarstöðum innan Al- þýðusambandsins fengi að kynnast starfi ís- lenskra stjórnvalda, EFTA og ESB að vinnu- markaðsmálum í Evrópu og starfsemi ETUC, evrópsku verkalýðshreyfingarinnar. Þátttakendur í ferðinni voru um 40 og tóku þeir virkan þátt í fundum og kynnisferðum til ofangreindra sam- taka. Aðspurðir sögðust þeir ánægðir með ferðina og töldu hana mjög lærdómsríka. Jafnframt sögðu margir ljóst að efla þyrfti þessi erlendu samskipti því Islendingar hefðu meiri áhrif en flestir teldu, til að mynda innan EFTA og ETUC. Grétar Þorsteinsson forseti ASI segir heim- sókn eins og þessa afar mikilvæga og aldrei geta komið í staðinn fyrir frásagnir eða lestur skýrslna. Það sé augljóslega fjölmargt sem íslensk verka- lýðshreyfing hafi til Evrópu að sækja og þess vegna hafi Alþýðusambandið lagt aukna áherslu á að sinna þessum málum eins vel og unnt er. Ari Skúlason, framkvæmdastjóri ASÍ, segist strax sjá árangur af ferðinni. Hann komi fram í aukinni þekkingu og skilningi. Fólk sé jákvæð- ara og Evrópusamstarf ASÍ sé ekki lengur ógn- vekjandi skrifræði í augum þess. Ari segist einnig verða var við aukinn skilning EFTA og sendiráðsins á okkar starfi sem ekki sé síður mik- ilvægur árangur. Sömu verkefnin á íslandi og í Evrópu „Avinningurinn af Evrópusamstarfinu hefur ver- ið mikill fyrir íslenskt launafólk," segir Grétar og nefnir sem dæmi vinnutímatilskipunina, ýmsar reglur sem snerta starfsöryggi fólks svo sem gagnvart hópuppsögnum, ráðningasamninga, ýmis mál sem snerta öryggi og aðbúnað á vinnu- stöðum og vinnuumhverfi. Grétar segir það hafa verið hollt að sjá að evr- ópska verkalýðshreyfingin er að fást við sömu hluti og stendur frammi fyrir sömu vandamálum og verkalýðshreyfingin á Islandi. Því sé hægt að taka mið af mjög mörgu í starfi hennar. Eitt af því em viðbrögð hreyfingarinnar við þeim breyt- ingum sem em að verða í samfélaginu. J-Michel Miller sem kynnti starfsemi ETUC fyrir íslenska hópnum sagði mikla þörf á samstöðu nú á tímum vaxandi einstaklingshyggju í pólitfk. Hann sagði sívaxandi þörf vera fyrir sterka verkalýðshreyf- ingu sem stæði vörð um hagsmuni þeirra verst settu og knýði stjómvöld til að setja reglur um á- kveðna þjónustu fyrir allra. Meðal þess sem Mill- er nefndi sem lykilatriði í starfi verkalýðshreyf- ingarinnar var að kenna fólki hvemig það gæti brugðist við breyttum vinnumarkaði, auknu at- vinnuleysi, fjölgun hlutastarfa og breyttu ráðn- ingaformi. Hann sagði verkalýðshreyfinguna verða að bjóða upp á sífellda þjálfun og menntun. Setjast þyrfti niður með atvinnurekendum og stjómvöldum og finna út hvemig störf við vild- um og þyrftum, hvaða störf mættu missa sín og hvaða ný störf gætu skapast og með hvaða hætti ýta mætti undir sköpun nýrra starfa. „Við þurfum virka vinnumarkaðsstefnu," sagði Miller. „Við viljum jákvæðan sveigjanleika, möguleika til fjölskyldulífs og að allir geti skapað sér tækifæri og gert sem mest úr sínu.“ Fallist á kröfur verkalýðshreyfinganinnar Evrópskur vinnumarkaður hefur verið að breytast á undanfömum árum, eins og Lone Henriksen frá framkvæmdastjórn ESB sýndi fram á. At- vinnuleysi hefur aukist og langvarandi atvinnu- leysi og atvinnuleysi ungs fólks og ófaglærðra eru alvarleg vandamál. Þessi vandamál þekkjum við líka á Islandi, þótt í minna mæli sé. Atvinnu- og félagsmálin hafa því verið að fá aukið vægi á hinum sam-evrópska vettvangi. Skýrasta dæmið um það er að þessum málaflokkum hefur nú verið bætt inn í stofnsáttmála ESB. I kjölfarið var öll- um aðildarríkjum Evrópusambandsins falið að vinna aðgerðaráætlun í atvinnumálum sem verður fylgt strangt eftir. Þá hefur ESB sett sér fram- kvæmdaáætlun um atvinnumál. Að sögn Lone Henriksen er gert ráð fyrir ámóta ströngum við- miðum og eftirliti hvað atvinnumálin varðar og sett voru varðandi EMU, myntbandalagið. Fram kom hjá Guðmundi Einarssyni, starfs- manni Ráðgjafarnefndar EFTA, að ekki hefði gengið þrautalaust að fá ESB til að taka atvinnu- og félagsmálin um borð því breska íhaldinu tókst lengi vel að standa gegn félagslegum framförum. Það var ekki fýrr en árið 1987 að farið var að tala um félagslega þáttinn og jöfnun aðstöðu. Tveim- ur árum síðar kom félagslega yfirlýsingin þar sem skilgreind voru markmið í félagsmálum. Yf- irlýsingin hafði þó ekkert lagalegt gildi. Með Maastricht-sáttmálanum frá 1992 náðu 11 af þá 12 ríkjum ESB samkomulagi um að taka upp nýjar vinnuaðferðir í félagsmálum. Gerð var fé- lagsleg bókun og þar með urðu allar vinnumark- aðsaðgerðir mun markvissari. Það var svo með Amsterdam-sáttmálanum árið 1997 að félagslega bókunin var tekin inn í stofnsáttmála ESB (upp- haflega Rómarsáttmálann). Ein meginástæða þess að loks náðist að lenda málinu var að ný rík- isstjóm var tekin við völdum í Bretlandi. Eftir að Amsterdam-sáttmálinn var gerður er staða vinnumkarkaðs- og félagsmála orðin jafn- rétthá öðmm málaflokkum í ESB-samstarfinu. Ánangur al langri baráttu verkalýðshreytingarinnar Þegar atvinnu- og félagsmálin urðu hluti af stofnsáttmála ESB má segja að komið hafi verið til móts við evrópsku verkalýðshreyfinguna. Hreyfingin hefur lagt mikla áherslu á að efna- hagslegur samruni geti ekki orðið til farsældar án þess að hugað sé að félagslegu hliðinni. „Þetta er afrakstur langrar vinnu okkar,“ sagði J-Michel Miller, upplýsingafulltrúi ETUC. Undir þetta tóku fleiri aðilar sem ASI hópurinn hitti. I raun er Amsterdam-sáttmálinn til marks um aukið vægi verkalýðshreyfingarinnar í ákvarðanatöku innan Evrópu, eins og bæði Tom Jenkins, formaður efnahags- og félagsmálanefndar ESB, og Ivor Roberts frá framkvæmdastjórn ESB sögðu á fundum sínum með fulltrúum ASI. Evrópska verkalýðshreyfingin er afl sem tekið er mark á og hún hefur með virkri þátttöku og sem umsagnar- og eftirlitsaðili, afgerandi áhrif á það í hvaða átt sambandið þróast næstu árin. Það blasir líka við, að sögn þeirra Millers, Jenkins og Roberts, að heildarsamtök á evrópsk- um vinnumarkaði munu hafa sífellt meira vægi á komandi ámm. Sameiginlegur gjaldmiðill er að verða staðreynd í 11 ríkjum af þeim 15 sem mynda ESB og þar með verður allur samanburður á kaupi og kjörum einfaldari. Það er að mati Jenkins hlutverk verkalýðshreyfingarinnar að tryggja að áhrif EMU, eða sameiginlega mynt- svæðisins, verði ekki neikvæð. Sýnt hefur verið fram á að verkalýðshreyfingin muni í framhald- inu þurfa að vinna í vaxandi mæli yfir landamæri þjóða og til marks um það leggur ETUC áherslu á að verkfallsrétturinn nái út fyrir landamæri, að sögn Millers. Miller lagði áherslu á að aðildar- samtök ETUC þyrftu að búa sig undir aukið starf á Evrópuvettvangi og leggja aukna áherslu á þátttöku í evrópsku samvinnunni. Það væri þörf á fleira fólki og auknu fjármagni til þess að evr- ópska verkalýðshreyfingin gæti staðið undir sí- vaxandi kröfum og ábyrgð. Forgangsverkeíni ETUC Að sögn Millers eru forgangsatriðin í starfi ETUC atvinnuleysi, aðbúnaður og Iífsgæði. Baráttan gegn atvinnuleysi og fyrir bættum að- búnaði og auknum lífsgæðum er rauði þráðurinn í starfi verkalýðshreyfingarinnar alls staðar á Evr- ópska efnahagssvæðinu. Aðrir þættir snúa beint að stjómvöldum. „Við erum fulltrúar vinnandi fólks og segjum því að styrkja þurfi völd hins opinbera," segir Miller. „Hið opinbera á að búa til ramma um félagsleg ákvæði og endurbætur. Hins vegar leggjum við áherslu á að þörf sé á annars konar hagkerfi. Sem dæmi má nefna að í Briissel eru gömul hús rifin og ný reist á sömu lóð. Þeir sem em í byggingariðnaði vita að fleiri atvinnu- tækifæri skapast við að endurbyggja gömlu hús- in. Sama má segja um orkumálin, fleiri störf skapast við að nota endumýtanlega orkugjafa en t.d. kjamorku. Annars konar hagkerfi þýðir því að við viljum annan hugsunarhátt, nýtt inntak." Miller benti á að hagvöxtur hefur verið tiltölu- lega hár í Evrópu og félagslega kerfið tiltölulega gott. Stöðugt hafi verið unnið að því að stytta vinnutímann, laun séu tiltölulega há og samráð aðila vinnumarkaðarins ágætt. „Nú er sótt að þessu félagslega módeli,“ sagði Miller. „Til- hneiging er til að draga úr og afnema reglur. Við viljum hins vegar að settar verði ákveðnar lág- marksreglur um þjónustu.“ Miller sagði Breta hafa gengið lengst í því að draga úr þjónustu og þar væru nú biðlistar á spítala nema fólk keypti sig inn á einkasjúkrahús. Kerfið veitti ekki lengur lágmarksþjónustu. „Þessu þurfum við að berjast gegn,“ sagði hann. „Verið er að einkavæða allt, meira að segja vatn og hita. I Belgíu, fyrir nokkrum árum, króknaði fólk úr kulda vegna þess að skrúfað var fyrir hitann ef það gat ekki greitt orkureikninginn. Fólk verður alltaf að geta fengið lágmarksþjónustu. Það er verk okkar að verja þá sem verst standa og þess vegna setjum við fram kröfur um lágmarksreglur.“ Hlutverk aðila vinnumarkaðarins Aðilar vinnumarkaðarins hafa ákveðnu hlutverki að gegna samkvæmt Amsterdam-sáttmálanum. Staða þeirra er þó mismunandi eftir löndum og missterk hefð er fyrir starfi þeirra. A Evrópuvett- vangi er aðilum vinnumarkaðarins ætlað að semja um ýmis réttindamál sem síðan er gert ráð fyrir að verði að lögum á öllu Evrópska efnahagssvæðinu, þar með talið á Islandi. Þegar hefur verið samið um foreldraorlof og réttindi hlutastarfsfólks og tóku fulltrúar bæði ASI og VSI þátt í þessum samningum. Islensk stjómvöld hafa síðan, eins og aðrir aðilar að EES, ákveðinn frest til að laga löggjöfina að samningum. Þannig ber að koma foreldraorlofinu í lög og reglur fyrir 3. júní á þessu ári. Evrópsku samstarfsráðin em einnig dæmi um árangur af samræðu aðila vinnumarkaðarins. Nú er verið að byggja upp net samstarfsráða um álf- una en talið er að um 5000 slík ráð séu þegar starfandi. ESB skapar að sögn Jenkins tækifæri fyrir að- ila vinnumarkaðarins og hefur skuldbundið sig til að leita ráða hjá þeim um efni tengd vinnumark- aðsmálum. Um mun víðtækari málaflokka er að ræða nú eftir að atvinnumálin komust inn í stofnsáttmálann. Hluti af starfi efnahags- og fé- lagsmálanefndarinnar felst einmitt í því að sam- þætta þessa málaflokka öllu starfi Evrópuráðsins og sýna fram á að þeir em nauðsynlegur hluti af samvinnunni en ekki viðbætur. Þetta er nákvæmlega það sem evrópska verkalýðshreyfingin, með ASÍ innan borðs, hefur verið að benda á undanfarin ár. Aukið vægi þess- ara málaflokka innan Evrópusambandsins, og þar með á Evrópska efnahagssvæðinu öllu, þýðir einfaldlega að verkalýðshreyftngin er að styrkja stöðu sína og tækifæmm hennar til að hafa áhrif er að fjölga, eins og fram kom í ferð alþjóða- nefndar ASI til Briissel. Sú ferð sýndi enn einu sinni fram á að íslensk verkalýðshreyfing getur haft áhrif og tekið þátt í að móta framtíð Evrópu. Að sama skapi getur hún um margt leitað sér fyr- irmynda og hugmynda í starfi systursamtakanna í hinum ýmsu löndum Evrópu. Þátttakendur hlýða á erindi um stöifEFTA að vinnumarkaðsmálum. Fremstir á myndinni eru Rafiðnaðarsamhandsmenn en næstir þeim sitja fulltrúar Iðju. Vinnan 15

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.